Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 141 Hollenskar tóbakstíósir með mynd af Amsterdam frá 18. öld. (Geymdar í Þjóð ninjasafn'nu). g annars át,t við hina hollensku skipbrotsmenn. Til þess að skýra þetta betur má geta þess, að sumarið 1667 . „hindraðist sigling til Islands vegna ófriðar Hollendinga, og Eng lendinga. Um Mikjálsmessu (29. september) komu kaupför í allar liafnir og sögðu frið saminn“. En þá var matbjörg svo lítil í landinu, að um það munaði að fóðra hjer fjölda útlendinga vetr- arlangt. Otto Bjclkc kcm- o- ur út. C vo segja sagnir, að Dönum hafi borist kvittur um það, að sumarið 1667 ætluðu Englend- ingar að leggja ísland undir sig. Höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke var þá ekki hjer á landi og þurfti því auðvitað skjótra ráða td að bjarga íslandi undan yfirvofandi hættu! Var því systursonur höf- uðsmannsins, Otto Bjelke', sendur hingað um sumarið á herskipi td að verja landið fyrir Englending- um. Kom hann til Bessastaða á undan ödum kaupförum og byrj- aði þegar á því að hlaða upp „Skansinn“ að nýju og gera þar varnarvirki, sem enn má sjá. — Lagði hann þá „Skanskatt“, eða lierkostnað, á nærliggjandi sýslur, og varð Kjalarnesþing að greiða 36 ríkisdali, Borgarf jarðarsýsla 156 ríkisdali, Þórsnesþing 106 rík- isdali, og alls varð „Skansskattur- inn“ 1500—1600 ríkisdalir og alt goldið í slegnu gjaldi. Otto Bjelke frjettir um strandið. XTÚ er það um haustið, þegar ’ Otto Bjelke he'fir sem mest fjnir stafni á Bessastöðum, að hann frjeftir um skipstrandið mikla á Skeiðarársandi. Brá hann þá fljótt við og gaf \it úrskurð um það, að alt verðmætt, sem úr þessu skipi kynni að nást, væri konungs eign. Taldi hann það vogrek og skipaði svo fyrir að sýslumenn skyldi flytja það sel- flutningi hver frá sjer til Bessa- staða. Var þetta gert og barst honum mildð af vogrekinu, bæði um haustið og veturinn, en annálar gefa í skjm, að hvorki hafi verið trúlega fram reitt, nje trúlega með farið. Magnús Magnússon sýslumaður segir í anná] sínum: „Mikið af þessu dýrmæta góssi rak smám saman upp og var fært til Bessa- staða, comedantinum (þ. e. Otto B.jelke) fil handa, hvort hann 1 jet um veturinn selja fyrir ærna peninga“. Hirðstjóraannáll segir: „Comedantinn Otto Bjelke reikn- aði þetta fyrir vogrek og ltóngs- fje og skikkaði strengilega sýslu- mönnum að flytja það td Bessa- staða, og vissi hann best hvað þá varð af því (Leturbreyting hjer), komu þó ei öll kurl til grafar“. * TJtgerðarf jelagi skipsins mun eigi hafa þótt sem frómlegast með farið, því að það bað sendiherra Hollands í Kaupmannahöfn, Van Reede' van Amerongen, að fá hjá Hinrik Bjelke höfuðsmanni skýrslu um það, sem bjargast hefði úr skipinu, en Otto Bjelke hafði þá, að því er best sjest, sölsað undir sig mestan hluta þess. Síðan var leitað leiðrjettingar Danakonungs, en óvíst hvernig það mál hefir farið. Silki í gjarðir, beisli og höft. O TRANDMENNIRNIR, sem af komust, munu liafa ætlað að flytja með sjer vestur á Eyrar eða til Hafnarfjarðar alt það góss sem þeir gæ.ti komist með. Fengu þeir sjer því hesta fyrir sig og far- angur sinn. Er það annálað hvernig útbún- aður þe.irra var, að þeir höfðu sdki til áreiðings, í gjarðir og yfirgirð- inga, höft og beisli. Var nýstárleg §jón að sjá slíkt hjer á íslandi. Mun bóndum hafa þótt það mikillæti, en var þó ekki annað en staðfesting reynslunnar, að „nota flest í nauðum skal“, jafn- vel silki í gjarðir, höft og beisli á hesta. Þess má hjer jafnframt minnast, að silki var þá fágætara en nú er, og vart þekt á íslandi nema úr æfintýrasögum. Búendum eystra mun hafa blöskrað þessi bruðlunarsemi á dýrmætustu vöru, og þótt þeir hafi ef til vill ekki fengist til þess áður að Ijá Hollendingum reiðvet svo vel gengi, fóru þeir nú að versla við þá, og seldu þeim í skiftum fyrir silkið hnapphe'ldur, gjarðir og múla úr hrosshári eða ull. Þóttust Hollendingar með því góðu hættir, því að allur var þessi íslenski reiðskapur traustari í ferðalögum heldur en silkið. Ekki koma öll kurl til grafar. MJER er sem jeg sjái bænd- ur þarna eystra á þessum tíma. Þeim varð þá. eins og jafn- vel loddi við lengi, að telja hvert skipstrand sem hvalreka, er þeir einir ætti, og mætti ganga að eins og þeim sýndist. Mun þeim því ekkert hafá verið um það gefið að Hollendingar revndi að bjarga sínu, og þeim mun minna um það gefið, að alt sem bjargaðist úr skipinu, væri dæmt konungseign, skyldi flytjast til Bessastaða og síðan af landi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.