Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 2
226 LESBOK MORGUNBLAÐSINS annaðhvort að koma á rjettum tíða eða fara til fjandans. Þetta lærði jeg alt á einu augnabliki í Taarnbv á Amager, snemma morg uns seint í mars vorið 1911, er sólin skein inn uiu gluggann í vinnumannaklefanum í hesthúsinu. Ilann getur vitnáð um það borg arstjórinn okkar, Bjarni Bene- diktsson. Hann var eitt sumar vakt- meistari og ,,mínútumaður“ hji mjer á Bakka á Siglufirði. Betri mann til að sjá um stundvísi hefi jeg ekki haft í minni þjónustu. Þegar jeg heyrði í vetur að hann væri heldur á mó.ti því að menn kæmu of seint til vinnu sinnar, þá datt mjer í hug, að kannske hafi hann lært eitthvað af 'því hjá mjer á Sigló. En líklega vissi hann ekki að jeg lærði það af prjónahaldinu sem .mamma útbjó mig í og Andersen garðyrkju bóndi á Ameger reif af mjer þanji eftirminnilega morgun. — Hver kom þjer fyrir í þess- ari námsvist, — Það var Einar Helgason. Og hundrað krónur fjekk jeg í ferða styrk hjá Búnaðarfjelaginu. Það var alt og sumt, og átti ekki tú- skilding að heitið gat, er þangaö kom. En dr. Valtýr Guðmundsson var beðinn að vera mjer innan- handar ef jeg þyrfti einhvers með. Og það gerði hann vel. En jeg átti að vinna fvrir kaupi. Fjekk 8 krónur á viku, og varð að fæða mig sjálfur. Át saltfisk og hakk- að hrossakjöt á „krónni“ í Taaru by um miðjan daginn, málamat hjá sjálfum mjer í hesthúsinu. Og nú var að standa sig í framandi Jandi. Jeg var ungur og lífsglaður í þá daga og hafði ekki verið lengi í vistinni er samverkamenn mínir komu mjer í skilning um, að til þess að vera menn með mönnum þar í landi þvrftu menn að eign ast þrent, harðan hatt, hjólhest og kærustu. Það tók mig þrjár vik ur að fá þetta alt. Hatturinn kost- aði ekki nema kr. 3.75. Sko til, segir Óskar og sýnir mjer mynd í gömlu albúmi. Þarna er jeg kom- inn með hattinn. Hjólhesturinn kostaði kr. 23.00. Þeir voru ódýr- ir í þá daga. Kærastan var ódýr ust. Hún kostaði sama og ekkert. Brjóstsykur og ball um helgar. Þetta var mjaltastúlka, með hring á hverjum fingri. Biddu fynr þjer. Ekki vantaði skartið. — En hvernig stóð á því að þú fórst út í búfræðina? — Það var ómögulegt að hafa mig í bænum, fyrir strákapörum. Svo jeg var sendur í sveit. Til Hvannevrar um sumarið. Og þeg ar haustaði vildi mamma ekki fá mig til bæjarins. Þá var ekki ann að að gera en fara í skólann. Það var ekki nema gott. Jeg var vilj- ugur til vinnu. Hefi aldrei sjeð eftir því að vinna. En það var stundum strangur vinnudagur fyr- ir þá sem viljugir voru. Jeg man eftir Árna í Múla. Hann var mjer samtíða þar eitt sumar. Hann var svo djeskoti sterkur. Það þurfti venjulega tvo menn til að draga heysáturnar upp í talíunni í bagga götin á hlöðunni. En Árni gerði það einn. Hann kom með þessar mjúku og fínu hendur úr Reykja vík um vorið. En þær voru orðnar öðruvísi um haustið. Hann fjekk 40 krónur í kaup yfir sumarið. — Hvað varst þú lengi í garð- vrk juvistinni ? — Jeg var fyrsta árið í Taarneby með 8 kr. vikukaup. En hvað var það hjá kjörum Pólverjanna, sera voru fullorðnir menn, sem höfðu f.vrir fjölskyldum að sjá, áttu heima inni í Kristjánshöfn og þurftu að ganga í klukkutíma til að vera komnir kl. 6 á vinnu’ staðinn. Það var af þeim sem jeg lærði að kaupa gamalt brauð fyrir lítinn pening til að spara. Þeir fengu tveggja króna dagkaup. Húsbóndi minn, Andersen, bauð mjer með sjer á veðhlaupa brautina. Hann fór þangað altaf er hann gat og velti stórum summ um. Hann var vænsti karl, vel mentaður, hafði verið í París. En vinnuharður var hann. Hann gaf mjer stundum 2 eða 4 krónur, og sagði mjer á hvaða hest jeg skyldi veðja .Einu sinni fjekk jeg kr. 32 fyrir túkarlinn. Það voru auðæfi. Næsta ár var jeg hjá garðyrkju- manni í Vanlöse sem hjet Bart- holdy. Þar fjekk jeg tíkall fyrir vikuna. Var í sjálfsmensku. Átti sprittapparat og sauð á því graut. En til að spara sprittið sauð jeg grautinn að miklu leyti í rúminu inínu. Hafði einskonar moðsuðu. Átti gamla trevju. Passaði þegar suðan kom upp í skaftpottinum, vafði treyjunni í snatri utan um pottinn og dreif alt saman ofan í rúmið. Þar sauð grauturinn. Svo var jeg einn vetur á lýð - skóla nálægt Árósum með Friðrik Brekkan. Svo druknaði faðir minn og þá slengdi jeg mjer heim. Vildi ekki vera lengur ytra. Jeg kom heim um vor með nokkrar plöntur og dót í pottum og kössum og seldi sumt, en fór með sumt upp að Reykjum í Mos fellssveit. Þar bjó þá Stefán frá Dunkárbakka. Þá var jarðhiti þar lítt notaður. Jeg hafði ekki vermi- hús eins og nú, en vermireiti við hverahita. Jeg hlóð upp bakkana á hveralækjunum og setti járn- plötur vfir þá, setti mold ofan á plöturnar og umgerðir og glugga- karma ofan á það. Þetta urðu vermireitir, þar ræktaði jeg margt: Kál, agúrkur og m. a. tómata ,og munu það vera fyrstu tómatarnir sem ræktaðir hafa ver- ið á íslandi svo jeg vifi til. Þetta var 1913. Þetta gekk alt mjög vel í eitt til tvö ár. En vet- urnir voru langir. Þá hafði jeg lítið fyrir stafni. Og þá lenti jeg á ralli. En þegar jeg sá að þessi fjandi dugði ekki fór jeg í fjelag við mann fyrir austan til að setja upp lýsisbræðslu. Fjelaginn sveikst um alt, og það var ekki nema gott. Þá var jeg laus við hann. Jeg ætlaði að byrja í Þorláks- höfn að bræða meðalalýsi og lagði á stað með áhöldin á einum hesti austur yfir Hellisheiði. Þá komst jeg í hann hann krappann. Fjekk svo mikið óveður. Fór fyrsta dag- inn upp á Hól. Á heiðinni varð klárinn fastur í sköflunum, en nottarnir hrutu af klökkunum í all- ar áttir. Svo jeg varð sjálfur að bera dótið og teyma hestinn gegn- um skaflana. Er til Þorlákshafnar kom þá var ekkert þar að hafa. Svo jeg fór til Herdísarvíkur með alt saman. Þar bræddi jeg lýsi, og átti 16 föt af meðalalýsi, fyrir utan iðnaðarlýsi eftir vertíðina. Þetta var árið 1916 og komið fyrra stríðið. Jeg græddi yfir 2000 krónur á lýsinu. Það var mitt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.