Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 227 fyrsta fje. Eftir nokkurn tíma átti jeg 11 lýsisbræðslustöðvar. Þá fóru menn að verða skotnir í mjer sem fjáraflamanni. Og þá varð jeg brátt gjaldþrota. Síðan hefir þetta gengið upp og ofan, eins og þú veist. Þegar maður verður gjaldþrota, þá má maður ekki telja það eftir sjer að vinna ef maður ætlar að komast upp aftur. ★ Sagan um stafinn. En hefi jeg nokkurntíma sagt þjer söguna nm stafinn. Hún yrði að vísu nokkuð löng, ef jeg ætti að segja hana alla. Það var veturinn 1919—20 að jeg var í Höfn og gekk oft fram hjá búðarglugga á „Strikinu11, þar sem var stafur einn með silfurhún er mjer leist sjerlega vel á. Staf urinn kostaði 105 krónur. Jeg var ekki sjerlega vel peningaður þá, og kom mjer lengi vel ekki að því að spandjera því fje fyrir stafinn. En samt varð úr að jeg keypti hann. Tók jeg svo miklu ástfóstri við þenna staf, að mjer hefir aldrei þótt eins vænt um neinn dauðan hlut. Jeg mátti helst aldrei af stafnum sjá, fanst það boða ó hamingju ef jeg misti af honum. En oft kom það fyrir að jeg skildi hann eftir hjer og þar í ógáti, ellegar ýmsir, sem með mjer voru, rændu honum frá mjer til að skaprauna mjer, af því þeir vissu hve ótrúlega mikils mjer þótti um vert að hafa stafinn. En þó jeg þannig misti af stafnum, gat jeg venjulega gengið að honum þar sem hann var. Fann það á mjer hvar hans var að leita. Einu sinni tók kunningi minn einn stafinn af mjer og vildi ekki skila mjer honum aftur. Jeg sagði þá beinlínis við hann, að hann skyldi ekki hafa neitt gott af þessu. Það myndi sannast, að með- an hann hefði stafinn í óþökk minni, þá skyldi illa fara fyrir honum. Fám dögum síðar kom hann, og bað mig að taka stafinn og fyrirgefa sjer. Honum hafði fundist orð mín hrapallega koma fram. Hann lenti í svo óþægilegri klípu, að hann ljet stafinn í friði eftir það. Óskar Halldórsson garðyrkjumaður á Amager. — „Þarna er jeg kominn með hattinn“. Eitt sinn sem oftar var jeg gest ur í „Hotel Kong Fredrik“ í Höfn. Var jeg orðinn kunnugur þar og þjónustufólkið mjer kunnugt. Fólkið í fatageymslunni vissi vel, hve ant mjer var um stafinn. Eitt kvöld er jeg kom þangað og fór inn í gildaskálann þóttist jeg verða var fyrirboða um, að þetta kvöld myndi eitthvað koma fyrir stafinn. Sagði jeg þetta piltinum sem afgreiddi mig, og gaf honum krónu um leið, til þess að hann varðveitti' stafinn vel fyrir mig. Þegar jeg kom seinna og ætlaði að taka yfirhöfn mína, hatt og * staf var alt horfið. Jeg brást reið ur við, og heimtaði mitt, en þó einkum stafinn. Var sama um hitt. Leitað var, en hvergi fanst neitt af þessu. Fatageymslumaðurinn rifjaði upp hvaða gestir hefðu verið þarna um kvöldið,. og spurðist fvrir hjá þeim. En alt kom fvrir ekki. Jeg sagði, að þó jeg hefði að vísu verið þarna all lengi í gistihúsinu þá borgaði jeg ekki reikning minn, nema jeg fengi stafinn. Fatageymslumaður hjelt áfram að rifja upp nöfn gestanna og leita. Eftir marga daga hafði hann upp á því, að leikari einn í Konunglega leikhús- inu, jeg man ekki nafn hans, hefði verið þarna um kvöldið og fór heim til hans. Leikarinn var veikur. En stafurinn var í and dyri íbúðar hans inni í Stóru- Kóngsinsgötu. Eitt sinn var jeg að fara til Gautaborgar með síldarfarm. Skip- ið var í Keflavík. Jeg þurfti upp í þinghús að hitta þar mann rjett áður en jeg fór. Þar týndi jeg stafnum. Leitaði í klukkutíma. Alt kom fyrir ekki. Jeg gat ekki látið skipið bíða eftir mjer og fór staflaus, en bað kunningja minn, áður en jeg fór, að gera alt sem hann gæti, til að finna stafinn. Er til Gautaborgar kom gekk mjer ýmislegt erfiðlega. Þá var komið talsamband til landsins. Jeg talaði heim fyrir 100 krónur og fjekk að vita að stafurinn væri fundinn. Þá fór mjer að ganga betur. Svona liðu árin. Stafurinn fór að ganga úr sjer. Hann fjekk oft ómjúka meðferð. Hann misti var- ið og trosnaði að neðan. Jeg ljet gera við það. Reyrinn sprakk. Jeg Ijet vefja hann silfurspöngum. Hnúðurinn datt af. Jeg ljet smíða nýjan. Lítið var orðið eftir af þeim upprunalega staf. Hann var mjer jafnmikils virði fyrir það. Eitt sinn var jeg að senda síld frá Siglufirði. Komið var langt fram á haust. Skipið var norskt og lá úti á höfn. Jeg fór þangað í pramma með stýrimanni. Hann var drukkinn, jeg vel hreyfur. Þurfti að koma farmskírteinum til skipstjóra. Gekk á fund hans. Framh. á bls. 231.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.