Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 4
228 LESBÓK MORGUNBLAÐSENS KRISTJÁN ELDJÁRN: Mreindýraveiðar a Qrænlandi (Dagbókarbrot) 1.—2. ágúsf 1937. ftir landslögum eru hreindýr in friðuð til 1. ágúst. Þá eru hreinkálfarnir komnir það á legg, að munaðarlevsi ekki ríður þeim að fullu. Við biðum ekki boðanna þegar friðunartíminn var útrunninn. Þegar í birtingu vorum við komn- ir á stjá og bjuggumst á veiðar. Enginn var úrillur eða kinokaði sjer við að skríða upp úr dún- heitum hvílupokanum, þótt morg- unkuldinn væri napur. Þokuslæð- ingar lágu í öllum lægðum og svartir hnjótarnir skutu upp koll- unum á milli. En þótt Grænland væri þungbúið þennan morgun, voru allir í besta skapi og veiði- hug. Grænlendingarnir fóru ekki dult með, að það væri gnótt hrein- dýra á öllu svæðinu milli hústað ar okkar í litla dalverpinu og ís- breiðunnar. Þeir hlógu og flissuðu, drógu dár að náunganum í laumi, mösuðu og átu. Byssur voru rann sakaðar, malir kýldir og pípur reyktar. Svo var lagt úr hlaði og gengið sem leið liggur í einlægum krákustígum upp þverhnípt fellið, sem gnæfir hátt yfir gömlu tóft unum. Okkur miðaði vel áfram. Grænlendingarnir %roru óðfúsir í veiðilandið og hvöttu gönguna, kiðfættir og innskeifir í rosabull um sínum, en drjúghraðir og geysi fótvissir. Það var meira en meðal- raun að fylgja þeim eftir í bratt anum. Þegar kom upp á flatneskjurnar og heiðarnar skildust leiðir okkar, og gengu tveir og tveir saman úr því. Förunautur minn var ungur „fangari", Vitus að nafni, þögull og fáskiptinn, en aðgætinn með afbrigðum og furðulega skygn. Augun voru á sífeldu kviki, hvöss og athugul, hver hreyfing eða til-j breyting þokunnar vakti athyglh hans, hver lægð eða alda komí honum til að hægja gönguna, unsL hann hafði gengið úr skugga um að ekkert kvikt væri fvrir. Hann hagaði sjer á allan hátt eins og þeir einir gera, sem frá blautu barnsbeini hafa drukkið í sig anda veiðimenskunnar og skynja líkt og af eðlishvöt, hvað við á. Jeg festi þegar hið mesta traust á honum og ákvað að fylgja hátterni hans í hvívetna. Við fórum okkur hægt. Þokan byrgði alla útsýn, og það var vís- ast, að þau hreindýr, sem kvnnu að leynast í nágrenninu, hefðu fundið mannaþef og flúið veg allrar veraldar áður en hugsan- legt væri að við kæmum auga 4 þau, ef við hj'eldum áfram göng- unni. Við settumst öðru hvoru og revktum pípur okkar. „Bölvuð ekki sen þokan“, skildi jeg Vitus tauta fyrir munni sjer. Annars var lítið um viðræður, því að hvorugur skildi annars mál svo nokkru nam. Við störðum hvor í sína átt í þungum þönkum. En skyndilega komst kvik á þokuvegginn. Það var eins og ram- bygðir borgarmúrar væru að hrynja í rústir. Hver sólargeislinn á fætur öðrum ruddi sjer braut, gegn um mökkinn. Þokuhnoðrarn- ir urðu minni og minni. Það var eins og þeir færu undan í flæm- ingi og verðust í lengstu lög, en þó skipti það engum togum, áður en óbygðir Grænlands lágu óra- vegu fyrir fótum okkar, í þögulli tign og djúpri kyrð. Nú litum við hvor á annan. Vitus ljómaði sjálf- ur engu minna en náttúran í kringum okkur. En snögglega breyttist gleðisvipurinn í athygli og varúð. Það var auðsjeð, að hann átti von á veiðidýrum á næstu grösum, þótt sú von brygð ist hrapalega. Hreindýr voru ekki svo langt sem augað eygði fremur 5 en glóandi gull. Ef hreindýr er innan sjóndeildarhrings, má það riívera geysilangt í burtu, ef græn- lenskur veiðimaður á besta aldri kemur ekki auga á það, enda er sjón þeirra oft við brugðið. En það hafði aldrei brugðist, að hjer væru hreindýr hópum saman, höfðu Grænlendingarnir sagt, svo að við lögðum land undir fót í þeirri góðu von, að ekki gæti liðið á löngu áður en eitthvað bæri til tíðinda. Við gengum rakleiðis í áttina til jökulsins. Fjalllendið er fagurt og friðsælt og glitrar í ótal litbrigðum, en það gleymist alt á svipstundu þegar maður stendur augliti til auglits við hinn eilífa jökul, ekki síst þegar hann er í sólskinsskapi eins og í þetta skipti. 011 orð missa mátt sinn þegar lýsa á náttúru, sem í serm er jafn-þrungin af tign og feg urð. En hann á það til, jökullinn. að sýna yglibrún og mörg manns- líf hefir hann á samviskunni. Það er ráðlegast að hætta sjer ekki í greipar hans að óþörfu, heldur horfa á hann þaðan sem hann ekki nær til manns. Þarna inni við ísjaðarinn varð hjeratetur á vegi okkar, mjálla- hvítur og eyrnalangur. Hann tók nokkur stór stökk, sneri sjer síð- an við ■ reis upp á afturendann og starði undrandi á komumenn. Við launuðum honum gestrisn- ina með kúluanga gegnum höf- uðið, þegar útsjeð var um að skothvellurinn myndi ekki fæla neinar föngulegar hreinhjarðir burtu. Það fór þó aldrei svo, að við yrðum að nærast á pemmikani og hafraseyði þann daginn. En hvar í ósköpunum voru hreindýrin, sem hjer áttu að haf- ast við? Jeg vogaði að láta í ljós vonbrigði mín við Vitus. Hann varð hálfhvumsa við, en byrjaði strax að tauta um að landmæl- ingaflugvjelin hefði fælt þau burtu til fjarlægra staða. Nei, Vitus góður, þessa hindurvitni trúi jeg ekki á, þau hefir þú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.