Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 229 Vor í Grænlandi. erft eftir þína gömlu heiðnu for- feður. Það er sem sje ekki svo að skilja, að dýrin hafi hræðst flug- vjelina. heldur hefir þyknað í þeim út af atferli hennar og brottför- in einskonar mótmæli gegn því. Veiðidýrin voru geysilega móðg- unargjörn, og gerðu sjer rellu út af breytni manna áður en þau voru veidd. Nú hafði bráðókunn- ug flugvjel flogið yfir svæðum þeirra og brotið hlutleysið og þau hefndu sín á mönnunum með því að láta ekki veiða sig á því sumri. Selir og hvalir eru og afar næmir fyrir álirifum, .sem sjá má af skemtilegri klausu í ritum Græn- landsfarans Hans Egede. Segir hann, að þegar veiða á hval í námunda við bústaðina, þá „ud ruste Grönlænderne sig i deres Stads ligesom til et Bryllup, ellers skal Hvalen skye for dem, thi han kan ikke fordrage Ureenlig- hed“. En hvernig sem þessu er farið, er hitt víst, að hjer voru engiu dýr. Við gengum og gengum lengi dags, yfir hálsa og hæðir, dali og drög, ýmist nær eða fjær ísjaðrin- um, án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Við vorum að verða úr- kula vonar. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Vitus, sem altaf gekk á undan, nam skyndi- lega staðar og sagði lágt, með dá- litlum titring í röddinni: „Tugtut. tugtut“, en það þýðir á græn- lensku „hreindýr". Jeg skimaði í allar áttir, en sá ekkert kvikt. „Þarna, þarna“, sagði Vitus og benti með byssunni. „Jú, það kann að vera, ekki vil jeg bera á móti því“, sagði jeg. — Nú birti held ur yfir skapi okkar. Við vorum gagnteknir af veiðihug og ljettir í spori. Dýrið var afar-langt í burtu, en þó gengum við ekki skemstu leið, heldur tókum á okk- ur stóran sveig og forðuðumst, þannig að ganga áveðurs við dýr- ið. Grænlendingar vita vel, hve lyktnæm hreindýrin eru, og að með því bætir móðir náttúra þeim upp að hvorki sjón nje heyrn eru sjerlega góð. Eftir því sem nær dró, sáum við dýrið betur og gát- um komist fyrir, hvernig best væri að haga sjer. Dýrið var í örlitlu dalverpi eða lægð með allháum hömrum á báðar hliðar. Það va^ því tiltölulega auðvelt að komast í skotfæri án þess að dýrið yrði okkar vart. Við lögðum nú frá okkur allan farangur á góðum stað og læddumst ofur hægt í átt- ina til dýrsins. Seinustu metrana fram á hamrabrúnina skriðum við á fjórum fótum, og þaðan gátum við í mesta næði skoðað atferli dýrsins. Þetta var föngulegur tarfur með geysistórum og fögr- um hornum. Annað hvort var það sjervitringur, sem ekki átti sam leið með öðrum, _ eða þá stoltuv höfuðhreinn, sem ekki vildi yfir- gefa þetta góða beitiland, þegar hinir flúðu. Hann fór sjer gæti- lega og tíndi makindalega í sig fjallagróðurinn. Það var mökkur af mýi í kringum hann, öðru hvoru hristi hann sig til að losna við ófögnuðinn. Mjer lá við að vor- kenna honum. Það var þó ekki beint miskunn- semi, sem hann - átti í vændum, af okkar hálfu. Það var í mjer megnasti vígahrollur, en sigurviss- an, sem skein út úr andliti Vitus- ar, róaði mig. Með sjálfum mjer sagði jeg hreintarfinum að búa sig undir dauða sinn. „Ekki grun ar þig, Hreinn fjallakonungur, að nú eru dagar þínir taldir. Innan skamms verður þú að velli lagður og kórónan tekin af höfði þjer, eins og svo mörgum öðrum kon- ungum. Aldrei framar skalt þú finna frelsið leika um þig í þínu glæsta ríki, aldrei skaltu heyja einvígi við bræður þína hjerna á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.