Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 8
232 LESBÓK M0RGTJNBLAD61NS Skrímslasögur lifa enn Eftirfarandi tvær skrímslasögur hefir Halldór Pjetursson skráð eftir Þorunni Guðlaugsdóttur Skrímsl á Miðnesi. rið 1910, en þá var jeg 4 ára, bjuggu foreldrar mínir í Þingholti á Miðnesi. Bærinn var úr torfi og var borðstofan þiljuð sundur í tveut. Afi og amma sváfu í frambað- stofunni, en pabbi og mamma og við tvö börnin fyrir innan. A þeim hluta baðstofunnar var einn gluggi, sem sneri í norður. Gluggi þessi var alveg niðri við jörð, en lá djúpt inni og út af honum lá gluggatóft meðalmanns há. Frá bænum og ofan að sjó er 10—15 mínútna gangur. Kvöld eitt um veturinn voru allir háttaðir og sofnaðir nema mamma, sem sat uppi við þjón- ustubrögð. Alt í einu heyrir hún úti einhverjar voða drunur og skrölt, líkast jarðskjálfta. Henni verður hverft við og slekkur ljós ið og ætlar að líta út í gluggann. Úti var sæmileg birta, því ljett, var í lofti og snjór yfir öllu al- veg ofan að sjó. En nú bregður svo undarlega við að hún sjer bara í kolsvart flykki, sem alveg byrgði gluggatóftina. Hún vekur þá pabba, sem snarast fram úr og út að glugganum. Ekkert heyrði hann meðan hann stóð við gluggann og gat heldur ekki sjeð neinn skapnað á þessari ófreskju. Síðan hefur þessi skepna sig upp á þekjuna og rennir sjer niður hinum megin. Við þetta brakaði og brast í hverj trje, svo við hjeldum að baðstofan mundi koma niður og að okkar áliti hefði alt brotnað hefði þekjan ekki verið stálfreðin. Allir lágu vakandi í rúmum sín- um, en enginn þorði að hreyfa sig eða gefa hljóð frá sjer. Eftir þetta heyrðist ekkert. Um morguninn, þegar við náð- um tali af fólkinu í frambaðstof- unni, þá sagði afi svo frá, að hann hefði litið út um gluggann og sjeð þegar dýrið rendi sjer yfir þekjuna og fram í kálgarð- inn. Hann gat ekki greint annað en að þetta var kolsvart dýr fer- fætt og hæðin sýndist honum svo mikil að það næmi við bæjar- burstina. Nú var farið að athuga verks- ummerkin. Sást þá að það hafði komið ofan í kálgarðinn þegar það rendi sjer yfir þekjuna, en gengið svo þaðan austur fyrir bæinn og snúið þar við. Það hafði gengið yfir öskuhauginn og sokk- ið djúpt ofan í öskuna. Föriu voru rakin til sjávar og sást að dýrið hafði komið upp af flasar- rifi sem liggur út af Garðskaga- vita og í sjóinn hafði það farið aftur út af Lambarifi, sem liggur nokkru sunnar. Förin voru á stærð við kvartils- botn og alveg eins í laginu og í botninum var eins og hófur. Snjór- inn var það harður, að vel mátti greina þetta. Við krakkarnir ætl uðum aldrei að þreytast á að skoða þessi undur. Enginn bær annar er á leið þess- ari, sem dýrið fór, enda sýndi slóðin að það hafði ekki farið víðara yfir. Skrímsl í Þorlákshöfn. rið 1925 var jeg kaupakona í Þorlákshöfn, hjá Þorleifi Guðmundssyni frá Háeyri. Kvöld eitt um haustið í sláttarlok var jeg og önnur stúlka á heimleið af svonefndum Nauteyrarengjum, báðar ríðandi. Veður var kyrt og stjörnubjart, svo það var sæmi- lega ljóst. Nokkurn hluta leiðar- innar riðum við eftir sljettum fjörusandi, sem liggur spölkorn upp frá sjónum, en þar fyrir ofan taka við melflákar. Alt í einu sáum við eitthvert flykki í sandinum fyrir neðan okk- ur, 10—15 metra frá sjónum. Skepna þessi var ferköntuð, á stærð við stólsæti, og undir hverju horni var eins og fótur á að giska hálf alin á lengd. Skepna þessi var á uppleið og mjakaðist áfram ofurhægt. Fyrst þegar við sáum dýrið var það fyrir framan okkur, en þegar við fórum fram hjá því var það komið það nærri, að við komumst með naumindum fram hjá því áður en það komst upp fyrir okkur. Ekkert skepnulag gátum við sjeð á þessu þó það kæmi svona nærri okkur og var þó skygni sæmilegt, eins og áður er sagt. Stúlkan sem með mjer var vildi endilega fara af baki og skoða þessa skepnu, en jeg aftók það með öllu, því satt að segja greip míg dálítil hræðsla, svo jeg vildi ekkert eiga á hættu með að kom- ast í kast við þetta kvikindi. — Og þegar stúlkan ætlaði að gera alvöru úr þessu þá tók jeg í taum ana á hennar hesti og sló í hanu ásamt mínum svo þeir ruku báðir á sprett og taumunum slepti jeg ekki fyr en heima á hlaði í Þor- lákshöfn. Fólkið sem kom á eftir okkur fór ofar og yfir melflákann og varð einskis vart. — Eina köku til, mammaf Mamma; — Hvernig spyr iítill góður drengur? — Mætti jeg biðja um eina köku til? — Og hvað svo meira? — elsku litla mamma mín. — Já, það var rjett. En það kemur alls ekki til mála. * Þjónn á Broadway-veitingahúsi í New-York var svo óheppinn að missa bakka með postulíni niður 16 hæðir í húsinu. Undir eins risu gestirnir upp og byrjuðu að dansa, því þeir hjeldu að jazzhljómsveit Joe Walkers væri byrjuð að spila. ★ — í fimm ár vorum við ham- ingjusöm, konan mín og jeg, en nú er það liðið. — Nú, skilduð þið? — Nei, við fluttum saman aftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.