Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 6
230 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS heiðunum, aldrei framar muntu spegla þig í fagurbláum fjalla- vötnum á vordegi og hagræða nýju hornunum, svo að þú gangir í augun á hindunum, eins og Grænlendingarnir segjast hafa sjeð þig gera. Því að vita skaltu það, að brátt munu kúlur okkar læsa sig inn í hjarta þitt, og i kvöld verður gerð veisla heima við tjöldin, og þar verður þú hrókur alls fagnaðar. Líkami þinn verðnr brytjaður niður í pottana og höf- uðið sett á stöng til skrauts vfir dyrum í Kaupmannahöfn eða á íslandi. Aldrei framar skaltu —“ — — En hver sjálfur var nú þetta? Konungur fjallanna leit snöggt upp. Ilann skimaði órólega til og frá og horfði síðan beint á okkur. þar sem við sátum á hamrabrúninni. Svona skildi jeg það, að minsta kosti. Aður en jeg vissi af, hafði jeg borið byssuna upp að vanganum og miðaði. Jeg ætlaði að verða fyrri til að skjóta en hann að flýja. Von bráðar reið skotið af, og þegar á eftir hevrði jeg að Vitus hleypti af sinni byssu. Nú átti jeg von á að sjá tarfinn hníga að velli, en það fór á aðra leið. Hann kiptist hart við, snerist nokkra hringi eins og höfuðsóttarskepna og tók síðan á rás eitthvað út í buskann burt, burt. Vitus spratt á fætur, hlóð byssuna í skyndi og þaut svo at stað á eftir dýrinu, gefandi frá sjer einkennilegt baul, sem átti að líkjast hreindýrshljóði. Það gera Grænleudingar altaf, þegar þeir vilja fá hvekt dýr til að stansa. En í þetta sinn hreif það ekki. Brátt voru Vitus og hreinninn úr augsýn, jeg stóð einn eftir og dæmdi mig allra manna aumastan. Jeg sá mjer ekki til neins að fara að eltast við tarfinn, en fór að matreiða hjerann, svo að Vitns hefði eitthvað að styrkja sig á, þegar hann kæmi. Það leið langur tími og jeg var orðinn þreyttur að bíða með mat inn, þegar tveir veiðimenn, álútir og tómhentir birtust á næsta leiti. Það voru Vitus og annar til, sem hafði slegist í förina þegar hann heyrði skothvellina. Þeir hristu höfuðin sútarlega, þegar jeg spurði tíðinda. Öræfin höfðu tek- ið hreininn í faðm sinn. Jeg tók eftir, að annar Grænlendingurinn tók eitthvað upp úr vasa sínunt og stakk því-upp í sig og kjams aði matarlega. Þetta reyndist vera lófastórt stykki af horni hrein dýrsins. Höfðu veiðimennirnir fundið það í dalverpinu, þar sem hreinninn var, svo að annar hvor okkar hefir hæft horn hans. Mjer lá við hlátri, því að hornið er ekki beint það ætilegasta á hrein dýrinu. Grænlendingarnir voru fúlir mjög, ineðan þeir átu hjer ann. 'Jeg efaðist ekki um, að þeir væru að hugsa um hráan mör. magagor og varaþykkildi og ann að það, er gómsætast þykir á hreinskepnunni. Enginn mælti orð af vörum, og að endaðri máltíð tókum við föggur okkar og löbb- uðum hægt og þungt alt til kvölds, án þess að nokkuð skeði. Hin geysilega víðátta gaf okkur þó nokkra von um, að enn mætti tak ast að finna hreindýr, á morgun er aftur dagur. Við ljetum fyrirberast undir stórum, framslútandi steini. Græn lendingar eru ekki vandfýsnir á náttstað eða aðbúnað, þegar þeir eru á veiðum. Kvöldkulið var hrollkalt, en við sváfum þó allvel, með stein undir vanga, og vökn- uðum snemma í þokusúld og kulda, stirðir í limum og með naglakul. Svo hverful er sumar- blíðan. Það voru nú ekki lengur öræfin í allri sinni dýrð, heldur óbygðirnar í öllu sínu kaldrana- lega miskunnarleysi, sem við okk ur blöstu. Öræfin og hafið taka svipuðum stakkaskiptum með veðrabreytingum. Það er örskamt öfganna milli þar sem annars staðar. Við fjelagarnir þrír þrömmuð- um þennan dag allan sleitulaust, holdvotir og svangir, án þess að sjá svo mikið sem hjera eða rjúpu. Við hugguðum okkur í lengstu lög við að hinir hefðu fengið eitt hvað, en undir kvöld hittum við nokkra þeirra og þá brást einnig sú von. Allir höfðu sömu sögu að segja. Hreindýr hvergi að finna, gagnstætt allri venju. Jeg heyrði brátt, að það hófust ákafar samræður um hvað hefði valdið því, að við Vitus gátum ekki skotið hið mikla hreindýr, sem hamingjan hafði teflt upp í hendur okkar. Jeg spurði túlkinn hvað Vitus segði um málið. „Hann segir að þú hafir skotið ot snemma. Hann ætlaði að bíða á tekta og lofa dýrinu að leggjast og skjóta svo“. Þetta seinasta skildi jeg ekki vel, en vel má vera að jeg hafi hagað mjer hejmsku- lega. Það er líka meira en meðal- geðró, sem ekki raskast við stund arbið í námunda við bráðina, þeg- ar ekkert má út af bera, svo að hún gangi manni úr greipum. Reyni hver sem vill. En slík geðró er einmitt einkenni góðra veiði- manna og rándýra. Það var borðaður saltfiskur og hafragrautur í tjöldunum þetta kvöld. Mörlandahjarta mínu var það eitt til huggunar, að ekki bav Sigurður Breiðfjörð meira úr být- um, þegar hann fór á hreindýra- veiðar á Grænlandi. „Þú átt ekki altaf vísan afla þótt þíi róir“, segir skáldið, og svona getur veiðivonin brugðist Grænlendingum, hvenær sem er. Hreindýraveiðar hafa frá fornu fari verið stundaðar mikið af flestum Eskimóum. Aðalveiðitím- inn er haustið, þegar fitan liggur í lögum á hrygg dýranna, og þá er skinnið sneggst og mýkst og best fallið til klæðagerðar. Á vet- urna eru dýrin mögur og ákaflega loðin og eru því lítið veidd á þeim tíma. Eskimóar höfðu, til forna margar veiðiaðferðir, t. d. fallgryfjur og einskonar snörur, sem flæktust um horn- dýranna. Sumir Eskimóar höfðu þann sið, að liggja í leyni við vöð, þar sem hreindýrin fóru á hverju ári. Svo þegar allur hópurinn var kominn út í ána, ruddust veiðimennirnir fram og feldu þau unnvörpum með spjótalögum. Öllu drengilegri er hin gamla og góða aðferð að skjóta hreindýrin með boga og örvum. En hirn reynir allri ann- ari veiðimensku meira á nákvæmni og skotfimi. Til að vera öruggur má veiðimaðurinn helst ekki vera fjær dýrinu en 20 skref, og er það miklum vandkvæðum bundið. Boga og örvar nota nú aðeins af- skektustu Eskimóar. Eldvopnin hafa fyrir löngu velt þessum frum-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.