Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 231 stæðu vopnum úr sessi, og nú er byssan nærri því eins óaðskiljan legur hluti Grænlendings eins og pípan. Eldvopnin höfðu í för með sjer grimmúðugt og tillitslaust hreindýradráp. Það var nú ekki lengur baráttan fyrir lífinu, sem knúði til að ganga á fjöll og fást við hreindýr, heldur drápgirni og ef til vill gróðavon. Þetta keyrði einkum úr hófi um miðbik síðustu aldar, þegar góðir markaðir voru fyrir skinnin. Þá urðu hinar glæstu hjarðir fyrir reglulegum blóðböðum, dýrin voru strádrepin, og veiðimennirnir hirtu aðeins skinnin og nokkra bestu bitana, til smekkbætis tjaldmáltíðum sín- um. Þessu hamslausa drápi má líkja við rányrkju þá, sem íslend- ingar frá fornu fari hafa beitt bæði skóga og dýr, því að á þess- um árum biðu hreinhjarðirnár þann hnekki, sem þær búa að enn, þrátt fyrir friðanir. Hrein- dýraveiðarnar eru nú aðeins auka geta, sem stundað er örstuttan tíma. Þá flytja Grænlendingar með fjölskyldur sínar inn í landið og setja tjöld sín þar sem veiðivon er. Karlmenn ganga og ganga dag eftir dag, oft 20 tíma í sólar hring. Þeir leggjast til svéfns, þar sem þá ber að kvöldi, með skinn- pjötlu ofan á sjer, jörðin sjálf er hvíla þeirra, stjörnugeimurinn sængurtjöld. Það er þreytandi og erfitt líf, en þegar dýrið er veitt, og konur og börn hafa hjálpað til að bera bráðina heim að tjald- inu, þegar ný fitan bylgjast um borð og bekki og kjötið kraumar í pottunum og alt angar af ný- meti, þá gleymir barn náttúrunn- ar hita og þunga dagsins og allar áhyggjur hverfa. Þá er sungið og dansað, masað og hlegið, etið og etið, lengi, lengi. Gömlum Grænlendingum eru hreindýraveiðarnar álíka kærar endurminningar og hákarlalegu" gömlum íslenskum hákarlamönn um. Þeir verða ungir í annað sinn, þegar á slíkt er minst. Þeir hætta heldur ekki veiðigöngum, fyr en þeir eru þrotnir að heilsn og kröftum. Á það bendið skemti leg saga af gömlum Grænlending, sem mist hafði annað augað og var sjóndapur á hinu, en vildi þó ekki hætta hreindýraveiðum. Hann hafði því son sinn kornungan með sjer á veiðunum, til að koma auga á dýrin og segja til, hvernig best væri að komast í skotfæri. Þegar dýr var í færi, hóf gamlinginn byssuna, en af því að hann var skjálfhentur, varð drengurinn að styðja hana. Auðvitað varð hann að miða líka, því að sjón gamla mannsins var döpur. Þegar hjer var komið, sýndi hinn aldurhnigni veiðimaður, að það var hann en ekki drengurinn sem var á hrein- dýraveiðum. Hann tók í gikkinn og hlevpti af. Kristján Eldjárn. Fjaðrafok — Hvað ertu með í þessum pakka? — Fuglafræ. — Nei, heyrðu góði minn, jeg er nú ekki svona vitíaus. Held- urðu að jeg viti ekki, að fuglar verpa eggjum? ★ María og Anna sátu á móti hvor annari; — Hefir þú heyrt um nýja feg- urðarlyfið ? — Já, jeg hefi meira að segja reynt það. — Já, mjer datt það líka í hug, að það væri ómögulegt. * Mac Pherson sótti þvottinn sinn í þvottahúsið. — Þetta verða 3 shillingar, sagði þvottakonan. — En þetta voru aðeins tvenn náttföt og þjer takið einn shiil- ing fyrir hver. — Já, svaraði þvottakonan, en þriðji shillingurinn er fyrir flibb- ana og sokkana, sem þjer höfðuð stungið í vasana. ★ — Góðan daginn Olslen. Hvers vegna komuð þjer ekki í miðdeg- isveisluna okkar? — Jeg var ekki svangur. — En maður kemur þó ekki að- eins til þess að borða. — Nei, en jeg var ekki heldur þyrstur. 1 lifsins ólgusjó Framh. af bls. 227. Skildi eftir stafinn í gangi fyrir framan herbergi hans. Þegar jeg ætlaði að fara, var stafurinn horf- inn. Jeg brást reiður við og heimt aði minn staf. Skipstjóri sagðist ekkert vita tim að jeg hefði haft neinn staf. Jeg bað hann kalla á stýrimann. Það fór á sömu leið. Stýrimaður vildi ekki kannast viö að hann hefði sjeð mig með neinn staf. Jeg sagði að stafnum hefði verið stolið, og heimtaði að gengið væri eftir því, að hver sem tekið hefði stafinn, skilaði honum aftur. Nú fór að þvkna í skipverjum. Það mátti litlu muna að til handa lögmáls kæmþ Þeir báðu mig fara af skipsfjöl og aldrei þrífast. Jeg sagði þeim, að stafurinn væri hjer um borð, og jeg skyldi láta þá vita, að ef þeir skiluðu mjer ekki stafnum, þá kæmust þeir aldrei lifandi út fvrir Pollinn, þeir myndu tortímast á leiðinni. Og með það varð jeg að hverfa í land. Meðan jeg var í skipinu versn- aði veðrið, og hálftíma seinna lagði skipið af stað og þegar það var komið út á móts við Siglunes skall á ofsaveður. Er jeg kom í land, var veðrið orðið svo slæmt, að jeg komst ekki út í Bakka í Hvann- eyrarbót. Jeg hugsaði til skipverja og orða minna. Skömmu síðar fór jeg suður. Og svo leið veturinn. Yorið eftir, er jeg kom norður, fór jeg að tala um þessa sögu með stafinn við Guðmund á Bakka. Þá rann upp ljós fyrir honum. Hefir þú ekki heyrt um stafinn, sagði Guðmundur. Hann rak í vet- ur hjer við Siglufjörð. Að jeg fjekk stafinn aftur í þetta skifti álít jeg að hafi sprott- ið af þeim sterka hug, sem jeg hafði til hans, og álögur þær, sem jeg lagði á skipstjórann, sem urðu til þess að hann hefir orðið smeikur og hent stafnum fyrir borð. — Veðrinu slotaði fljótlega og skipið komst heilt í höfn. Eftir þetta átti jeg hann í mörg ár. V. St.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.