Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 2
382 LESBÖK morgunblajðsins hans og íhugun. Verður það sjerstak- lega sagt ura þau kvæði hans, sem fjalla um frumbyggjalíf Islendinga vestan hafs. Hjartnæmri mynd og glöggri er brugðið upp í kvæðinu „ís- lenskur sögunarkarl í Vesturheimi“. Jafn áhrifamikil og raunsönn er lýs- ingin á Grimi á Grund, íslenska hreystimenninu, sem lætur eigi hin þyngstu örlög vinna bug á hetjuhug sínum. Én rík samúð skáldsins með öllum þeim, sem eiga við bág kjör að ' ; r búa og á brattann að sækja í lífinu, er hinn heiti undirstraumur þessara og annara slíkra kvæða hans. — Sú djúpstæða og kærleiksríka samhvggð með alnbogabörnum lífsins var eitt af grundvallareinkennum hans og svip- merkir öll rit hans. Sagnaskáldiö. Jóhann Magnús Bjarnason lifir í hinum bestu ljóðum sínum. Um annað fram minnumst vjer hans eigi að síður sem hins afkastamikla og vinsæla sagnaskálds. Við hönd skáldsins nöf- um vjer fullir eftirvæntingar fylgt Eiríki Hanssyni í spor, grátið oc hlegið með honum; tekið innilegan þátt 'í blíðum og stríðum kjörum frum byggjalífsins, sem saga hans lýsir svo eftirminnilega, og orðið hugstæðar hinar mörgu sjerkennilegu persónur. karlar og konur, sem á vegi hans verða og koma þar fram á sjónar- sviðið. Vjer höfum svifið með skáld- inu á flugljettum vængjum imvnd- unar hans og með Braziliuförum hans ratað í hin furðulegustu ævintýr í undralandinu suður þar. Vjer höfum dvalið með honum Vomætur á Elgs- heiöum og sjeð landnámið íslenska í Nýja Skotlandi, sveipað ævintýra- bjarma, rísa úr sævi minninganna. Og yjer höfum setið hjá honum Haust- kvöld viö hafiö og hlýtt á hann segja frá minnisstaeðu fólki af íslenskum kynstofni, sem.tnitt í hringiðu hins vestræna þjóðahafs hafði haldið glað- vakandi Islendingseðlinu í brjósti sjer og varðveitt þjóðarmetnað sinn og trúnaðinn við hið göfugasta í upp- runa sínum. Frásagnargleði skáldsins, bæði hinum lengri og styttri sögum hans, hefur hrifið oss og heillað, hugarflug hans og hæfileiki til að gæða sögu- persónur og atburði lit og lífi. I merkilegu brjefi, sem Stephan G. Stephansson skrifaði Jóhanni Magn- úsi Bjarnasyni um skáldsögu hans Eirík Hansson um þær mundir, sem hún kom út, spáði hann því, að Eiríki hans myndi verða vel fagnað og verða maður langlífur, og Stephan bætti við; „Hann kemur úr nýjum heimi, hann eykur við landnám íslenskra bókmennta, því verður honum vel tekið. Hann er „Landnáma“ Vestur- íslendinga (meira en ártöl, nöfn og plægðar ekrur), fólkið, sem landið nam, landið, sem numið var, og þjóðin, sem það fólk bjó við. Því verður hann framtíðarbók". Hjer er rjettilega bent á það merk- isatriði, að Jóhann Magnús gerðist með þessu riti sínu, sem fleirum þeirra, landnámsmaður í ríki islenskra bókmennta, og athygli dregin að sögu legu gildi skáldsagna hans. En þær eru, og þá ekki síst Eiríkur Hansson, auðugar að raunsönnum, áhrifamikl- um og samúðarríkum myndum úr lífi og baráttu íslenskra landnema vestan hafs, enda var höfundurinn barn frumbýlisáranna, sjálfur þátttakandi í stríði og sigrum landnemanna. Saga þeirra var því sál hans samanofin, andi landnámstíðarinnar og áhrif hennar runnin honum í merg og bein. Ævintýraskáldiö. Jóhann Magnús Bjarnason mun þv'i lengi lifa í skáldsögum sínum. -- Jafnframt minnumst vjer hans sem hins frjósama og sjerstæða œvintýra- skálds, en með ævintýra sögu sinni Karli litla og með hinum mörgu og fögru ævintýrum sínum lagði hann merkilegan og um margt frumlegan skerf til íslenskra bókmennta. Sjálfur sagði hann, að sjer hefði þótt einna vænst um sum þeirra af öllu því, sem hann hafði skrifað. Fór það að von- um, því að þau eru komin beint undan hjartarótum hans. Hvergi er göfug lífsskoðun hans, mannúð og ást ú hinu fagra og góða, klædd í fegurri og tilkomumeiri búning, heldur en í ævintýrum hans. Hún klæðist þar skáldlegum táknmyndum, sem tala bæði til listrænnar tilfinningar les- andans og gera hann heilskyggnari á andleg verðmæti. Litla stúlkan í ævintýrinu „Sigur- vegarinn" ber sigur úr býtum í sam- keppninni við hin börnin og hlýtur lárviðarsveiginn, af því að meðan þau voru að leika sjer, „batt hún um sár þeirra, sem rifu hendur sínar og and- lit á þyrnum rósanna, og hún þerraði tár þeirra, sem grjetu“. Lokaorðin 'i ævintýrinu „Krabbamein hjartans og heilatæringin" eru á þá leið, að kær- leikurinn til allra manna lækni öll mannlífs mein. Mun með sanni mega segja, að í þeim felist kjarni lífsskoð- unar skáldsins, og sæmir því ágæt- lega, að þau hafa letruð verið á minn- isvarða hans. En þó Jóhann Magnús Bjarnason bæri í brjósti, eins og þau orð lýsa fagurlega, víðfeðman góðhug til allra manna, stóð hann jafnframt djúpum rótum í sínum íslenska þjóðernislega jarðvegi. Vjer minnumst hans þess vegna sem hins sanna og góða fslend- ings. Innan við tíu ára aldur fluttist hann vestur um haf; eigi að síður urðu honum, eins og fram kemur í brjefum hans og ritum, ijúfar og tregasárar minningarnar frá æskuár- unum á Fljótsdalshjeraði hugstæðar til daganna enda. Hann var íslend- ingur inn í hjartarætur og unni ís- landi heitt og fölskvalaust. Þjóðrækni hans og ættjarðarást voru meginþætt- ir í heilsteyptri skapgerð hans og sjer- kenna rit hans. Hann þreytist aldrei á að lofsyngja íslenskt atgjörvi og ís- lensk afrek. I einni sögu sinni lætur hann Islendinginn sigra í allsherjar kapphlaupi manna af mörgum þjóð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.