Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 4
384 ijssbOk morgunblaðsins Einna lægst standa hlutabrjef Iæo- polds Belgíukonungs. Hann er ekki lengur konungur, en hann hefur þó ekki verið rekinn frá riki, og ekki hefur hann afsalað sjer konungdómi. Stjórnin fer nú með þau völd, sem hann hafði og stuðningsmenn hars eru vondaufir um að hann muni nokkru sinni setjast að rlki aftur. Pjetur Júgóslavíukonungur þvkir hafa meiri líkur til þess að ná hásæti sínu aftur, og kona hans er ötulust allra í því að afla honum fylgis. -- Sjálfur gengur hann allt af í ein- kennisbúningi hershöfðingja og krefst þess að allir kalli sig „yðar hátign“. Sá, sem einna minnst kveður að á þessum markaði, er Símon II Búlgaríu konungur. Hann er enn barn að aldri og dvelst með móður sinni í Kairo. Þau búa þar uppi á lofti í veitinga- húsi og mesta gaman hans er það að skvetta sódavatni á helstu eestina þegar"J)eir ganga út um veitingahúsc- dyrnar, rjett undir glugga hans. Pjetur Júgódafakonungur. Zog Albaníukonungur og drottning hans. I Kairo dvelst einnig Zog, sem um skeið var konungur í Albaniu. Hanr. er vongóður um að komast aftur í það tignarsæti, því að hann segir að undirróðursmönnum sínum í Albaníu gangi vel. Ekki eru aðrir trúaðir á þetta og lítil eftirspurn að hlutabrjeí- um í honum í Zurich. • Flestir hinna útlægu þjóðhöfðingja og prinsa, sem þykjast bornir til rikis eru i Kairo og Estorial, smáborg einni I Portugal. Og þaðan er svo áróðrinum fyrir þá stjórnað. Nafnkendastur þessara manna í Estorial er greifinn af París. Hann e.- sennilega auðugastur af þeim öllum og ánægðastur með lífið. Hann er ungur maður, en á nú þegar 10 börn. Hann fæst við vísindalega garðyrkju og vinnur á hverjum degi í garði sín- um og er þá klæddur í samfestingu. Stundum fæst hann við stjórnmál. Þyngst af öllu fellur honum það að hann má ekki hverfa heim til Frakk- lands. Hann hefur þó farið nokkrar skyndiferðir þangað. Árið 1938 flaug hann til úthverfis í París og átti þar fund með blaðamönnum. Hann sagði þá að tími væri til þess kominn að gera Frakkland að konungsríki. En fáir tóku undir það og hann varð að hverfa aftur til Portugal. Don Juan er athafnamestur af öll- um þessum tilvonandi konungum. -- Hann býr í skrauthýsi í Estorial og þar er jafnan fullt af legátum frá Madrid. Hann hefur mikla ástæðu til að ætla að sjer muni takast að verða konungur. Bandaríkin eru honum hlynt og sagt er að þau hafi farið fram á það við páfann að hann styrkti Dor Juan. Don Juan er afkomandi Bourbon- anna. Síðan Eudes var krýndur kon- ungur í Frakklandi árið 888, hefur Bourbonættin átt 37 konunga á stóli Frakklands, 17 á Spáni, 29 í Portu- gal, 21 í Neapel, 13 í Ungverjalándi og 4 keisara í hinu rómverska ríki. Nú er Don Juan höfuð þessarar ættar og einka von. Og ótölulegur fjöldi manna vinnur að því að koma honum til ríkis og í Zurich hækkar gevngi hans. Þar kaupa menn unnvörpum von 'i ýmsum fríðindum, sem hann getur í tje látið, þegar hann hefur steypt Franco. ^ ^ ^ ^ ^ SEPTEMBER Hjelu klœöist hlíöin friö, húmiö fæöist svarta yfir lœöist löndin viö, Ijósiö hræöist bjarta. Hverfur lóa, hniga blóm, hvergi spói vellur, þresti skógar þrýtur róm, þögn á móa féllur. BENEDIKT EINARSSON, Miðengi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.