Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 5
LESBOK morgunblaðsíns mw ■ 3S'í ANÐNEFUR EITT AF hinum undarlegu dýrum ? Ástralíu er hinn svonefndi andnefur (platypus). Þetta er örlítið kríli, loð- ið, með sundfit á fótum og nef eins og önd. Það verpir eggjum, en hefur þó unga sína á brjósti, ef svo mætti kalla, því að engir spenar eru á því; þegar það gefur ungunum að drekka veltir það sjer á bakið og streymir þá mjólk út í húðfellingar, sem eiu eins og skálar, og þar lepja ungarnir hana. Dýr þessi fundust fyrst árið 1797. en þegar sagt var frá þeim, þá voru vísindamenn einhuga um að dæma það skröksögu. Svo var dr. George Shaw, forstjóra British Museum, sent eitt dautt dýr. Hann bjóst við því að hjer væri um hrekk að ræða, því að aldrei hafði hann sjeð annað eins dýr. Hann rannsakaði það því mjög nákvæmlega, og að lokum komst hann að þeirri niðurstöðu, að hjer væri ekki nein brögð i tafli; þetta íurðudýr væri til. Dýr þessi hafast við meðfram án- um í Ástralíu og lifa nær eingöngu á ánamöðkum. Sjaldan hefur tekist að flytja þau lifandi langa leið, en þó voru þrjú dýr flutt til Bandaríkianna fyrir nokkru. Sex dýr veiddust skamt frá Heals- ville í Ástralíu og voru geymd þar um hríð. En til þess að ala þau, burfti ánamaðka. Þá var farið til manns nokkurs, sem Barber heitir, og hafði gert sjer það að atvinnu að tína ána- maðka og selja þá stangarveiðimönn- um. Hann tók að sjer að sjá þessum litlu kvikindum fyrir nægri fæðu, og fannst það ekki mikið. En hann var- aði sig ekki á því, að andnefurinn er mesta átvagl. Hann gleypir 500 ána- maðka eða fleiri á einni nótt. Þess vegna varð Mr. Barber að tína 3000 ánamaðka á hverjum degi, til þess að seðja hít þeirra. Og það var ekkert áhlaupaverk. Hann helt þessu þó á- fram í 13 mánuði, en svo langan tíma þuiftu kvikindin til að venjast fangavistinni. Þá hafði Barker fint upp alla ánamaðka á stóru svæði og þurfti að fara sex mílur til veiðanna og grafa og grafa frá morgni til kvölds. Þegar dýrin stækkuðu urðu þau þurftarfrekari og þótt Barber hefði sig ailan við og ynni myrkranna mil!i sjö daga í viku, þá hrökk það ekki til. Hann varð að fá son sinn og bróð- ur sir.n til þess að hjálpa sjer. Svo kom reiðarslagið. Mr. Barber var skipað að koma með 138,000 ána- maðka, því að nú ætti að senda þrjú dýrin til Ameríku, og þetta væri nesti þeirra á leiðinni. Þá varð Mr. Barber að fá marga menn í lið við sig, og þegar þessu var lokið var hann svo úttaugaður og veikur á líkama og sál, að h.ann lagðist í rúmið og varð að fá lækni til að stunda sig. ★ Það er nú ár síðan að þessi þrjú dýr komu til Ameríku. Það eru tvö kvendýr, sem eru kölluð Betty og Penelope, og eitt karldýr, sem heitm Cecil. Þau eru geymd í dýragarðinum í New York og um 500,000 manns hef- ur komið þangað til að sjá þau. Enn lifa þau þar góðu lífi. En dýr sem voru flutt þangað 1922 drápust eftir 6 vikur. Það var enginn hægðarleikur að koma þeim frá Ástral.u til Ameriku. Auðveldast hefði verið að flytja þau í einum áfanga í flugvjel, en á það þótti ekki hættandi. Menn heldu að þau mundu ekki þola það ferðalag vegna loftslagsbreytinga. Það var því á- kveðið að flytja þau á skipi. En ýmis- legt varð þeim til armæðu á þeirri ferð. Þau þoldu ekki ljósin á skipinu og hættu að eta. Skipið lenti í þoku og varð að þeyta eimpípuna, en þá ætluðu þau vitlaus að verða í hræðslu. Og tvisvar varð skipið að breyta um stefnu á leiðinni til þess að lenda ekki inni í stormsveip. Svo var það nestið, sem Mr. Barb- er hafði útvegað þeim á kogtnað heilsu sinnar. Það þótti ekki viðlit að flytja lifandi nema lítinn hluta af þessum 138,000 ánamöðkum. Hinir voru fryst. ir. Dýrin átu lifandi ánamaðkana með bestu lyst,, en þegar þau áttu að fara að eta þá frystu, þá kom nú annað hljóð í skrokkinn. Þau vildu ekki líta við þeim, og nú var hætta á að þau mundu drepast úr hungri. Nú voru góð ráð dýr. Loftskeyti var sent til Balboa og eyjarskeggjar fengnir til þess að safna ánamöðkum. Og svo var fengin flugvjel til þess að flytja ánamaðkana til skipsins. Sama sagan endurtók sig þegar skipið nálg- aðist Panama, nema hvað þá var send flugvjei frá Bandaríkjunum með ána- maðka. Eftir 29 daga ferð kom skinið til Boston. Þá voru dýrin sett upp i bíl og ekið með þau til New York, en búrið þeirra, með hreiðrum og sund- laug átti að koma á eftir með járn- brautarlest. En búrið kom ekki. Dýrin voru í litlum pjáturdósum og þegar tók að kvölda gerðust þaú óþolinmóð og fóru að klóra og ýlfra í ákafa. -- Maðurinn, sem með þau var, vissi að ef þau fengi ekki kvöldbaðið sitt, þá gæti það orðið svo mikið áfall fyrir þau að þau dræpugt. Hann tók það ráð að setja þau í baðker og láta matinn þeirra í vatnið. Þetta dugði hokkra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.