Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSENS 383 VILTU FÁ ÞJER KONUNGSHYLLI um, og jeg efast ekki um, að hann hafi verið sjer þess meðvitandi, að þar væri um að ræða markvissa tákn- mynd af því kapphlaupi, sem íslend- ingar hafa orðið að þreyta, í víðtæk- ari skilningi, á alþjóðaskeiðvellinum í Vesturheimi. Mikill var því metnað- ur Jóhanns Magnúsar fyrir hönd ætt- þjóðar hans, íslendinga í heiid sinni, honum fannst ekkert annað sæma þeim en mikið og veglegt hlutskipti. Og slíkur metnaður er heilbrigður og eggjandi til dauða. Stephan G. Step- hansson hafði hið sama i huga, er hann í einu kvæða sinna minnti oss landa sína á ábyrgðarmikið hlutverk vort hjer í álfu með orðunum: „Við fósturlandsins frægðarstarf, með föðurlandsins sæmd í arf, af höndum inna æviþraut með alþjóð fyrir keppinaut“. Kennarinn. Alþýðuskólakennsla var, sem kunn- ugt er, ævistarf Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, því að hann vann rit- störf sín í hjáverkum fram á síðari ár, og hinir mörgu nemendur hans minn- ast hans sem ástsæls og ágæts kenn- ara, en bar frábæra umhyggju fyrir velferð þeirra. En vjer vinir hans, og allir, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum, minnast hans sem hreinlundaös göfugmennis. í fram- komu hans og kynnum við hann lýsti sjer fágætlega sú bjartsýni og fagru lífsskoðun, sem er aðalsmark hans. í brjefi til eins vina sinna stuttu áður en hann ljest, vitnar hann til þeirrar gullnu lífsreglu, sem spekingurinn kinverski, Laó-tse, gaf lærisveinum sínum: ,,Að vera þeim góður og ein- lægur, sem eru góðir, og vera þeim líka góður og einlægur, sem ekki eru góðir, því að þá verða að lokum allir góðir“. í bjartsýnni trú sinni á hið góða í mönnunum lifði Jóhann Magn- ús og starfaði, eins og dagfar hans bar vitni og rit hans sýna. Virðulegan og margfaldlega verð- skuldaðan minnisvarða höfum vjcr Eí’ ÞIG langar til þess að fá þjer konungshylli, þá skaltu fara suður til Zurich i Sviss. Þar er hin einkenni- legasta kauphöll í álfunni. Menn geta þar keypt sjer hlutdeild í konungum. alveg eins og þegar menn kaupa hluti í námum á öðrum kauphöllum. ITeldurðu að Spánn verði konungs- ríki aftur? Ef þú heldur það getur þú keypt þjer von í hagnaði og upphefð þar. Þú kaupir sem sagt nokkurs kon- ar hlutabrjef í Don Juan, en hann launar þjer það aftur ríkulega, ef hann kemst til valda. Þú getur líka keyþt hlutabrjef í Zog Albaníukonungi, ef þjer finnst hann líklegur til þess að komast þar aítur í hásæti. Á konungsmarkaðinum í Zurich eykst og minnkar eftirspurn eins og á hverjum öðrum markaði. Eftir- spurnin að hlutum í Don Juan jókí-t til dæmis stórkostlega þegar hann flutti sig og settist að við spönsku landamærin. hjer í dag afhjúpað Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni til heiðurs, en sjálfur hef- ur hann í minningu samferðasveitar- innar og ritum sínum reist sjer enn óbrotgjarnari bautastein. Hann lifir áfram í kvæðum sínum, sögum og ævintýrum, því að þar slær hjarta hans. Og hverjum, sem les rit hans opnum huga, hita þau um hjartaræt- ur, auka þeim góðhug til samferða- mannanna og efla hugsjónaást þeirra. Að minningu slíkra boðbera göf- ugra og timabærra lífssanninda er holt að hlúa, og við hana er gott að vermast. „Minning þeirra, er afrek unnu, yljar þeim, sem verkin skilja". Nervin E. Gun segir svo frá þess- um konungamarkaði í „Leader Maga- ,, . ■<> rt- zinc : „Þjer skuluð minnast þess, að hver útlægur konungur, eða ríkíserfingi, er umkringdur af æstum fylgismönn- um og mönnum, sem starfa fyrir þá í laumi. Auðmenn lána þeim fje í þeirri von að fá það endúrgreitt marg- faldlega, ef þeir ná völdum aftur. Aðalsmenn, sem hafa órðið landflótta með þeim, bíða þess með óþreyju að komast heim aftur og taka upp fyrri lifnaðarháttu. Kaupsýslumenn styðia einnig hina landflótta þjóðhöfðingja í von um að fá einkaleyfi og einka- sölu, ef þeir komast til valda“. Hæst standa hlutabrjefin í Don Ju- an núna, eða Greifanum af Barce- lona, eins og hann er kallaður. Næst kemur Umberto Italíukonungur, sem ekki afsalaði sjer konungdómi, þótí hann yrði að flýja land eftir þjóðar- atkvæðagreiðsluna, sem kaus lýðveld- ið. Umberto er ákveðinn í því að reyna að ná völdum aftur og kon- ungssinnar eru fjölmennir og sterkir í Italiu. Það kann að þykja undarlegt, að margir trúa því að Frakkland verði aftur konungsríki eða keisaradæmi. Sá sem nú gerir tilkall til ríkis þar, er greifinn af París, sonur de Guise greifa, sem er nýlega látinn. Hluta- brjef hans standa nokkuð hátt í Zurich. Svo er það Mikael Rúmeníukonung- ur. Enda þótt hann yrði að afsala sjer konungdómi skriflega, þá var hann neyddur til þess með valdi, og þess vegna er það afsal ekki bindandí. Sumir hafa líka nokkra trú á föður hans, Carol konungi, en ekki er nein eftirspuxn að hlutabrjeíum í honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.