Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 6
386 LESBOK MORGUNBLAÐSINS VEÐRÁTTA OG HEILSUFAR ÞAÐ er óralangt síðan að menn tóku eftir því að eitthvert sambanc' var milli heilsufars og veðurfars. Hippocrates, sem talinn er faðir læknislistarinnar, skildi þetta manna fyrstur. Hann segir svo: „Hver sem hugsar sjer að stunda læknavísindi. verður að taka þetta til athugunar: í fyrsta lagi skyldi hann aðgæta hvaða áhrif árstíðir hafa á heilsu- far. Árstíðirnar eru mjög mismun- andi og þær breytingar, sem á þeim verða. í öðru lagi skyldi athuga heita vinda og kalda, sjerstaklega þá sem koma að staðaldri en einnig hina, sem koma fyrir á vissum stöðum. Því að með breytingu veðurfarsins verður breyting á sjúkdómum manna“. Nú er þetta orðin sjerstök fræði- grein innan læknislistarinnar, og sá, sem skarað hefir fram úr í rann- sóknum á þessu er dr. William F. Petersen, fyrverandi prófessor við læknadeild háskólans í Illinois. Hefir hann stundað rannsóknir á þessu um 20 ára skeið og nefnir þessa nýu vís- indagrein „metero-biology“. Hann hefir ritað ýmsar bækur um þetta og má þar nefna nýjustu bókina, sem heitir „Man, Weather, Sun“ (Maður. veður, sól). Er rannsóknum hans lýst þar ýtarlega, en auk þess hefir hann ritað fjölda greina i læknatímarit. stund, eða á meðan þau voru að baða sig og fylla sig, en síðan ætluðu þau að strjúka. Eftir nokkurn eltingaleik fóru þau í vatnið aftur, og á þessu gekk alla nóttina, því að búrið kom ekki fyr en næsta morgun. Hrædd- astur var umsjónarmaðurinn um það að þetta mundi ríða þeim að fullu, og þá hefði verið til lítils barist að flvtja þau alla þessa óraleið með ærnum kostnaði. Ilann hefir sýnt það með ótal dæm- um, að veðrabrigði valda skapbrigð- um hjá mönnum, sem eiga upptök sín í þvi að blóðþrýstingur ýmist eykst eða lækkar, eftir því hvernig veðrið er. Veðrið hefur líka mikil áhrif á ýmsa sjúkdóma, sjerstaklega berkla- veiki og sykursýki. Og þótt undarlegt kunni að virðast, þá hefur veðráttan mikil áhrif um að ákveða kynferði fósturs í móðurlífi. Hefur dr. Petersen athugað þetta á þann hátt að gera skýrslu um barnsfæðingar og rann- saka hvernig veðrátta var 280 dög- um áður, eða í þann mund er barnið kom undir. Hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að þegar kalt er i vcðri koma drengir aðallega undir, en stúlkur þegar hlýtt er í veðri. Fer það ekki eftir árstíðum. Þegar snöggar kuldabylgjur kom.i verður likaminn að vinna á móti hita- tapinu. Blóðþrýstingurinn hækkar því snögglega og sykurefni í blóðinu eykst, en það er aðalhitagjafinn. Hár- æðarnar í hörundinu þrútna meira að segja, eins og til þess að verja hör- undið kuldanum. Standi nú kuldarnir í nokkra daga venst líkaminn honum og blóð- þrýstingurinn lækkar. En komi svo hitabylgja, þá verður þessi breyting niður á við enn örari. Á þessu gengur í sífellu þegar breytilegt veður er, að ýmist hækkar eða lækkar blóðþrýst- ingurinn. Verði margar snöggar veðra breytingar á nokkrum dögum, þá líð- ur mönnum illa af þessum sökum. Og sje um sjúklinga að ræða, þá geta þessar snöggu breytingar á blóð- þrýstingi gert út af við þá. Dr. Peter- sen tekur þar dæmi af Calvin Coolidge fyrverandi forseta Bandaríkjanna — Hann varð bráðkvaddur í rúmi sínu aðfaranótt 5. janúar 1933, og töldu læknar að banameinið hefði verið hjartaslag. Coolidge hafði í mörg ár þjáðst af asthma og hann var svo næmur fyrir breytingum, að hann varð sjóveikur aðeins af þvi að stíga á skipsfjöl. Dr. Petersen segir að snögg veðrabreyting hafi orðið hon- um að bana. Hinn 31. desember 1932 var hitinn 'i Nýja Englandi um 60 stig á Fahrenheit, en 1. janúar lækk- aði hitinn um 50 stig á einum sólar- hring. Svo kom snögg breyting aftur og hitinn hækkaði upp í 50 stig hinn 5. janúar. Þetta þoldi Coolidge ekki. Hann dó. Dr. Petersen verður tíðrætt um sykursýkis-sjúklinga og segir að það bregðist ekki að þeim versni þegar snöggar hitabreytingar verða. Hefur hann birt ýtarlega skýrslu um það efni frá Chicago og sýna þær að flestir sykursýkis-sjúklingar deyja 2—4 dögum eftir að snöggt kulda- kast hefur skollið á. Naunyn, læknir í Strassburg í Þýskalandi, sem manna best rann- sakaði sykursýki, komst að svipaðri niðurstóðu. Hann segir frá einum sjúklingi, sem látinn var hafa strangt og reglulegt mataræði, og allt af ná- kvæmlega jafnt af sykureíninu f ágústmánuði komu tvö kuldaköst Strassburg, og í bæði skiptin iókst mjög sykurefni í blóði sjúklingsins. Þetta endurtók sig tvisvar sinnum í október í sambandi við kuldaköst. — Sjúklingnum versnaði stöðugt, og svc dó hann í kuldakasti, sem kom i desember. Þótt mest beri á áhrifum hita og kulda á heilsufar manna, þá eru þeir einnig næmir fyrir allskonar loft- breytingum, svo sem loftþrýstingi, vindhraða og breytingum á ozon- magni í andrúmsloftinu, en það petur aukist þegar mikið er um sólbletti. Vegna þess hvað vjer erum næmir fyrir áhrifum af veðrabreytingum, þá eru þau áhrif óumflýjanleg, jafnvel þótt menn haldi sig innan dyra 'i vel hlýum húsum, eða liggja í rúminu með rafmagnshitaðar og jafnhlýar dýnur að sjer. En áhrifin verða þó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.