Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 8
388 JLESBÖK MORGUNBLAÐSINS EIRÍKUR Á ÞURSSTÖÐUM i Borgarhreppi á Mýrum (f. 1799) ætlaði einu sinni sem oftar suður í Njarðvík til sjóróðra. Tók hann þá upp á þvi að fara ekki sjóveg. heldur landveg, gangandi. Fór har.n þá inn fyrir hvern fjörð og hverja vik, fram fyrir hvert nes og hvern tanga og gekk alltaf i fiæðarmálinu, þar scm það var fært. Var hann á því ferðalagi i sex vikur. KVIKSETNING. Árið 1389 var maður nokkur, Hall- steinn Pálsson að nafni, kviksettur fyr- ir fjögur morð. Mun það hafa verið sjaldgaeft hjer á landi að menn væri teknir af lifi á þennan hátt. HVERINN í HENGLINUM í fardögum 1339 var landskjálfíi hinn mikli, svo að víða í Sunnlendingafjórð ungi hröpuðu bæir, en fjöilin hrundu niður. Alls fellu 50 bæir, og kom upp hver í Hcnglafjöllum 10 faðmar á hvern veg þar áður var sljett jörð. Hús fellu mest um Skeið, Flóa og HoHamanna- hrepp. Hús tók úr stað og Ijetust noklcr ir menn og gamalmennni. Jörð rifnaði víða til undirdjúpa, spratt upp heitt vatn og kalt og sprungu hamrar i sundur. Er maelt úr djúpunum hafi staðið ódaunn og fýla, svt> dýrum og fuglum yrði að bana. ÞÓRÐUR BJÖRNSSON sýslumaður í Garði í Aðaldal, tcngda faðir sjera Tómasar Sæmundssonar, var -vel hagorður. Honum er eignuð þessi visa: Gleymt hef jeg að girða á dróg gæða vel þótt kynni. Eina maður list í lóg leggur, en snýst að hinni. HAULGRÍMUR PJETURSSON var að læra járnsmiði í Glúckstadt 1630. Þá kom þar Kristján konungur IV. Hallgrimui- stóð og mæJdi kol er konungur gekk fram hjó og litaðist um í bænum. Þótti konungi hann mæla ríflega og sagði: „Þú átt að mæla rjett“. Hallgrímur sneri baki að konungi og leit ekki við en svaraði: „Það eru kol“. Hefir honum ekki þótt nauðsyn- legt að mæla þau vandlega. Konungur LJOSV OL. K. HAQNÚSSON. ER ÞETTA vilt tígrisdýr að læðast í indverskum frumskógi? Nei, það er aðeins islcnskur hcimilisköitur að skemta sjer í Haliormsstaðaskógi. Ijct við svo búið standa og hclt áfram. Sa Hailgrimur þá hvcrjum hann hafði svarað svo hvatskeytlega. HJÖRLEIFUR STERKI ÁRNASON sagði svo á gamals aldri: „Jcg er nú ckki orðinn til neins, og hefi aldrei verið míkíii maður. Jeg var fær um að bera lýsistunhu undir annari hendi og brennivinslunnu undir hinni, dálitinn spöl, en Jón bróðir minn gat það betur, því að enginn þurfti að lyfta undir hönd hans seinni tunnunni, en þess þurfti jeg“. LILJA Mjög þróaðist i þann tíma (1358) óvild með þelm Gyrði biskup og bróður Eysteini Asgrímssyni, og fóru margar þungar greinir i ínilli, svo að dró til fulls fjandsliapar. Orkti Eysteinn níð úm biskup. — Margar frásagnii eru um þcirra vjðskifti; er sagt að Eysteiim lialiT.iælt u;n hest biskups: „Fast gyrð u.' i.ierar so;vui“, en biskup ætlað að l.ar.n liafi sig svo kallað. — Þá er biskup hafoi bannfært Eystein gekk ha.in til' sátta og urðu þeir allgóðir vir.ir, haíði biskup hann jafnan í stór- um.jnetnaði,-svo hann var talinn fyrst itr þcirra er viðstaddur voru i ölluni gjörningum hans. Var Eysteinn nianna best að sjcr. Hann orkti iðrunardrápu sier til uppreistar. er hann hpfði nidd an Gyi'ði biskup. Er það kvæði kallað L.iija og var kveðin til lofs Kristi og Maríu og var allra kvæða best; var það svo mjög virt, að málsháttur sá er þar af kominn, að öll skáld vildu Lilju kveðið hafa. (Árb. Esph.) BÓAS PRESTUR SIGURESSON frá Ljósavatni var prcstur í Gríms- ey og druknaði á Grírr.seýj’arsundi við níunda mann. í broti sem rak úr skip- inu, var blað bundið undir í öng og á nokkrar vísur. Sagði svo Soffia dóttir hans, að vísur þessar hefði hann orkt um crfiðleg kvonföng sín. Upphaf og endir kvæðisins er svo: Þótt jcg vildi glatt sje geð, gráts með hretum spannað, hefir mildin himna sjeð mjer hentar betur annaö. Víst er gott að vona á þig nær veikist skapta þorið; legðu ei Drottinn meira á mig en minn fær kraftur borið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.