Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 7
LESBÖK morgunblaðsins 38' ekki eins mikil og ekki heldur ef menn klæða sig skynsamlega. Læknir nokkur í Baltimore, dr. F. M. Barnes, hefur sagt frá geðveiki- sjúklingi, sem fekk köst svo sem einu sinni í mánuði til jafnaðar. Þegar at- hugað var hvernig veðrátta hafði ver- ið þegar hann fekk þessi köst, kom í ljós, að hjer um bil allt af höfðu köstin verið samfara snöggri veður- breytingu. Hjer hefur nú verið rætt um hinar snöggu veðrabreytingar, en veðráttan eftir árstiðum hefur líka sín áhrit. Glöggvast koma þessi áhrif í ljós á vorin, því að þá er allt af meira og minna um allskonar lasleika. Það er ekki fyr en í maí að menn fara að ná sjer, og í júni og júlí líður mönnum best. Þá eru þeir hraustlegastir og ljettastir í skapi, og það er ein af dásemdum sumarsins. Hættulegasti mánuðurinn fyrir berklasjúklinga er apríl (hjer er mið- • að við tiðarfar í Ameríku). Ekki eru allir menn jafn næmir fyrir áhrifum af veðrabreytingum. Og þar skilur einnig á milli karla og kvenna. Fleiri karlmenn deya þegar kuldaköst eru, en fleiri konur þegar hitabylgjur koma. >W fri og Skoti gengu frarn hjá kaþólsku dómkirkj- unni í Montreal. írinn tók ofan um leiS og Skotinn tók líka ofan. Þegar þeir voru komnir fram hjn kirkjunni sagöi írinn: „Jeg helt a5 ^þú værir mótmœlenda trúar, en mjcr þótti reglulega vœnt um þegar þú tókst ofan hjá dómkirkjunni“. „Dómkirkjut" sagöi Skotinn. „Hvcr skrattinn. Jeg helt aö þetta vœri bank inn í Montreál“. 5W V V 3W ^ LEIÐRJKTTING. í seinustu Lesbók stóð á bls. 378, miðdálki, 8. linu að neðan: súrefni, en á að vera kolsýra. °9 ^JhtnlmlaLhar Út af því sem sagt var um bæj- arnafnið Hunkubakka fyrir nokkru í Lesbók, hafa mjer borist þessar at- hugasemdir: Páll Sveinsson menntaskólakenn- ari, segir að Sigurður Ólafsson, fyrr- um sýslumaður á Kirkjubæjar- kiaustri, hafi komið með líklegustu getgátuna um uppruna nafnsins Hunka. Það sje blátt áfram upp- refni á konu, sem Húngerður hafi heitið, líkt og Gunka af Guðrún, Salka af Salgerður o. s. frv. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sem nú er háöldruð kona en fædd og uppalin þar eystra, segir að móðir sin hafi sagt að bærinn hjeti Hún- kötlubakkar og kendur við völvu, sem Húnkatla hjet. Hafi hún ætíð orðið gröm þegar menn kölluðu bæ- inn Hunkubakka. í Fornbrjefasafni hefi jeg leitað að nafninu á þessum bæ, en ekki fundið það. En í máldaga Þykkva- bæjarklausturs (er Jón biskup Ind- riðason setti 1340), er nefndur Steðjubakki, sem „þekkist ekki, nema það sje sama og Hunkubakkar“, seg ir útg. Er Steðjubakki þar talinn næstur á undan Á og Skaftárdal á Útsíðu. Var leitað um þetta álits Magnúsar Magnússonar dbrm. í Skaftárdal 1890 (hann var þá nær níræður) en hann kvaðst engar upp- lýsingar geta gefið um Steðjubakka Ekki er loku fyrir það skotið, að nafnorðið hunka sje fornt, en horfið úr málinu fyrir löngu og merking þess gleymd. Á flæmsku er til nafnorðið „hunke“, sem þýðir stóra hrúgu. Af sama uppruna eru talin „hunch“ og „hunk“ í ensku, sem þýða kryppu eða hrúgu. Sú merking gæti vel átt við um Hunku, því að hún fckýtur krypp- unni þarna upp úr bökkunum. Á. Ó. «----------------------------------'» Barnahjal Sveinki var sex ára og mesti ó- látabelgur. Einhverntíma í sum- ar gerði hann móður sinni allt. til skapraunar og hún kærði hann fyrir pabba þegar hann kom frá heyskapnum, þreyttur og sveitt- ur. Pabbi taldi það samt skyldu sína að lúskra Sveinka og ætlaði að þrífa í hann, en strákur hljóp undan. Og nú hófst eltingaleikur út um allt tún, Sveinki á undan og pabbi á eftir, þangað til pabbi var orðinn svo móður að hann varð að setjast og hvíla sig. Þá sagði Sveinki ósköp merkilegur: „Jeg held að það sje best fyrir okkur að ganga heim“. ★ Tcitur litli er ekki nema þriggja ára, en hann er slæmur með það að fara í símann. Faðir hans hugs- aði sjer að venja hann af þessu. Hann hringdi heim til sín utan úr bæ Teitur kom í símann. — Þetta er á lögreglustöðinni, var sagt í símann. Teitur þekkti undir eins rodd pabba síns og svaraði: „Hvað ertu að gera þar, pabbi?“ ★ Pabbi Stínu hafði fengið vont kvef. Þegar hann kom heim að borða ætlaði Stína að hlaupa upp um hálsinn á honum eins og hún var vön, en hann sagði: „Þú mátt ekki kyssa pabba. — Pabbi hefur vont kvef og þú get- ur fengið það ef þú kyssir hann“. Stína hugsaði sig um og sagði: „Hverja kysstir þú, pabbi?“ ★ • • ■ i *■ ' 1 Siggi litli hafÖi þann siS aS koma heim meS skólasystur sina, en kom ált af meS nýa og nýa. „Ekki líkar mfer þaS áS þú skul- ir vera svona lauslátur, Siggi minn, aS vera altaf meS nýa og nýu kœr- ustu“, sagSi mamma hans.. „leg er ekki lauslátur“, sagSi. Siggi, „heldur þœr — þegar maS- ur fer aS kynnast þeirn".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.