Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MOKUUNBLAÐSIÍMS ií>y beitinn eftir Jochum Jochumssyni, umboðsmahni, er druknaði í Lagar- fljóti árið 1691. Jochum sonur síra Jóns ólst upp á Stað hjá föður sín- um, þar til hann sigldi rúmlega tvítugur árið 1755. í Kaupmanna- höfn lærði Jochum stýrimanna- fræði og stórskipasmíði, og fór að því búnu í siglingar og var í þeim árum saman og fór meðal annars þrjár ferðir til Austur-Indía. Joc- hum kvæntist danskri konu og bjó í Kaupmannahöfn og eignaðist með henni nokkur börn, og er allstór ættleggur út af honum kominn. Joclmim andaðist um borð í skipi sínu á leið frá Indlandi til Dan- merkur, og var lík hans flutt til Kaupmannahafnar og jarðsett þar. Af Jochum er að öðru leyti það að segja, að eftir það hann fór úr föðurgarði, kom hann einu sinni eða tvisvar til íslands og ferðaðist til Vatneyrar, Bíldudals og Reyk- hóla til að finna Ara bróður sinn og annað ættfólk. Það er í frásögur fært, að hann hafi verið spurður að, hvernig honum hefði geðjast að koma að Reykhólum, og hafi hann þá átt að segja, að honum hafi þótt gott og ánægjulegt að finna skyldfólk sitt og skoða æskustöðv- arnar, en húsakynnin á Reykhól- um þótti honum ótrúlega lítilfjör- leg. Þetta áttu landsmenn, er töluðu um þetta við hann, bágt með að skilja, þar sem Reykhólar voru gamalt höfðingjasetur, er bar langt af öðrum bændabýlum og síðast liafði verið heimili Teits sýslu- manns og' Margrjctar auðgu, er höfðu l'jölda heimilismanna. En Jochum leit öðrum augum á þetla, hafði víst í siglingum sínum sjeð veglegri stórbýli en Reykhóla. Af komu Jochums til Bíldudals er það að segja, að þar hitti hann Sigríði Aradóttur (bróðurdóttur sínu). Sigríður var þá á æskuskeiði og dvaldi hjá móðursystur sinni Elisabetu Aradóttur prests í Gufu- dal. Jochum gaf frænku sinni skart -gripi nokkra og bað henni alls velfarnaðar, þegar þau skildu. — Nokkrum árum síðar þegar Sigríð- ur var gift Magnúsi í Skógum og var orðin barnshafandi, birtist Jochum henni í sveíni, og var það ráðið á þá leið, að hann hefði vitjað nafns hjá henni, því hann var þá andaður fyrir nokkru, og var barn það, sem Sigríður gekk með, svein- barn, og skírt Jochum. Þannig er því nafnið Jochum komið inn í Skógaættina. Fyrir utan bræðurna Jochum og Ara átti síra Jón þrjú börn, og voru þau sem hjer segir: Ólafur, sem sigldi til Danmerk- ur og lærði beykisiðn. Hann kom síðan til Berufjarðar og búsetti sig þar. Sagt var, að hann hefði átt 18 börn með konu sinni. Margt barna hans komst til menningar og niðj- ar hans hafa útbreiðst þar eystra. Lýður hjet fjórði bróðirinn. — Hann sigldi og lærði trjesmíði. Kom hingað aftur og dó barnlaus. Margrjet hjet fimta barn síra Jóps. Hún giftist síra Hjálmari Þor- steinssyni. Þau hjónin urðu vel auðug og áttu fjögur börn, og er margt atgerfis- og myndarfólk út af þeim komið. Magnús frá Skógum og Sigríður frá Reykhólum áttu 4 börn, Jochum og þrjár systur. Systurnar hjetu Kristín, Margrjet og Guðrún. Mar- grjet og Guðrún giftust myndar- legum bændum í Vestfirðingaf jórð- ungi, en Kristín átti þýskan mann, Maul að nafni. Hann var beykir og völundur á alt smíði. Þau íluttust til Þýskalands og eignuðust nokk- ur börn. Að öðru leyti er ókunnugt um þau og afkomendur þeirra. Eins og áður segir tekur Jochum Magnússon við jörðinni Skógum eftir foreldra sína Magnús og Sig- ríði árið 1830 þá 25 ára (f. 1805). l'yrstu árið býr hann með systur sinni Kristínu, en kvæntist þá Þóru Einarsdóttur frá Skáleyum. Þrátt fyrir mikla ómegð — þau eignuð- ust 14 börn, 9 sem upp komust, 7 syni og 2 dætur — var búskapur þeirra góður og „mátti dugnaði hans viðbregða við jaín erfiða bú- jörð“. Skógar voru í þjóðbraut og þar af leiðandi gestagangur mikill, og var hann maður afar gestrisinn og góðgjarn og mátti furða heita, segir síra Matthías sonur hans, að þau foreldrar hans með allan barna -hópinn gáfust ekki upp, „hann tíu sinnum en hún tíutíu sinnum.“ Jochum endurbætti og bygði bú- jörð sína. Heyhlöðu bygði hann, eina fyrstu hlöðu í sveitinni, þegar á fyrsta búskaparári og endurbætti bæarhúsin 1844. Og árið 1857 bygði hann með aðstoð Magnúsar trje- smiðs sonar síns, er síðar varð kaup -maður á ísafirði, ný bæarhús, all- reisuleg, þiljuð með trjávið, og rúm -góða gestastofu undir lofti. Tún- garða bygði hann á árunum 1846— 48, ennfremur hafði hann jarðepla- rækt, þótt ekki væri í stórum stíl. Búpeningur var flestur í Skógum eftir frásögn Jochums 4 kýr mjólk- andi, rúmar 70 ær, 20—30 sauðir veturgamlir og eldri. Hann hafði aldrei neina útgerð að teljandi væri. Eftir að þau hjón Jochum og kona hans fluttu frá Skógum, tóku jörðina fátæklingar hver fram af öðrum, sem niðurníddu jörðina ,,svo nú (1875) má telja jörðina hvað snertir íbúðar- og peningshús, svo og tún og' túngarða, alt í rúst- um“. „Árið 1876 bjuggu í Skógum Magnús Jónsson frá Hólum í Króks -lirði og kona hans Oddfríður Há- konardóttir Loftssonar. Bláfátæk.“ Hjer endar frásögn Jochums um Skóga og búskap þar. Þóra kona Jochums átti 5 svst- kini, 3 systur og tvo bræður. Svst- urnar hjctu Hclga (Þóra og hún voru tviburar), Guðrún og Sigrið- ur Bræðurnir hjetu Einar og Guð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.