Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 14
1 **•' LEStíOK MUKGUJNBLADSINS f 170 ^ vjelarnar eins og ekkert væri til fyrirstöðu. Hjer yrði alt of langt mál að rekja alt hið mikla starf Boga A J. Þórðarsonar í þágu íslensks ullar- iðnaðar, og læt jeg því hjer staðar numið. Bogi andaðist árið 1945. Nú eru liðin 70 ár síðan fyrstu kembingar\rjelarnar hjer- lendis tóku til starfa norður í Þing- eyarsýslu og 40 ár síðan starfsemi Boga Þórðarsonar að Álafossi hófst. ÞEGAR hvítir menn komu fyrst til Mexíko, voru þar fyrir indíanskir þjóðflokkar, sem stóðu á mjög háu menningarstigi. Það voru Aztek- arnir, sem áttu heima um miðbik landsins, og Maya-kynflokkurinn, sem átti heima á Yukatan og í suð- urhluta landsins. Þessar tvær kyn- kvíshr og Inkarnir í Peru stóðu fremstar að menningu allra kyn- flokka í Ameríku um þær mundir. Með Fernando Cortes kom fjöldi Spánverja og settist að í landinu. En vegna þess að þeir höfðu ekki konur sínar með, rak auðvitað að því að kynblöndun ætti sjer stað, og hvítir menn eignuðust börn með Indíánakonum. Afkomendur þeirra voru kallaðir Mestisar. Kynblönd- unin helt áfram. Það varð cr fram í sótti eigi aðeins kynblöndun milli hvítra manna og rauðra, heldur einnig kynblöndun milli Indíána og Mestisa og milli Mestisa og hvítra manna, og þannig hefur Mestisum fjölgað ár frá ári. Þróunin hefur orðið nokkuð a ^ annan veg í hinum öðrum latnesku Nú eru allmargar ullarverksmiðjur stórar og smáar víðsvegar um land- ið. Þær stærstu eru: Klæðaverk- smiðjan Gefjun, Klæðaverksmiðj- an Álafoss, Ullarverksmiðjan Fram -tíðin og Ullarverksmiðjurnar í Hveragerði og á Húsavík. Ullariðnaður íslendinga er kom- inn vel á veg, en margt er óunnið enn. Það er von mín og trú, að hann eigi eftir að verða merkasta íðn þjóðarinnar. löndum vestan hafs. í Brasiliu og á Kúba eru íbúarnir aðallega afkom- endur hvítra manna, sem námu þar land, og svo Svertingjar, sem voru fluttir þangað frá Afríku og seldir mansali. í báðum þessum löndum er nokkuð um kynblendinga hvítra manna og svartra, en indianski frumstofninn er svo að segja alveg horfinn. í Argentinu búa nær ein- göngu hvítir menn. En í Chile, Colombia, Peru og ríkjunum í Mið- Ameríku, ber langmest á Indíánum og svo kynblendingum þeirra og hvítra manna. Mestisarnir eru þó ekki orðnir í meiri hluta þar eins og í Mexiko. Hjer á eftir fer ofurlítið yíirlit um fólksfjölda og fjölgun Mestis- anna í Mexiko. Ártölin, sem miðað er við, eru ekki tekin af handahófi, heldur að yfirveguðu ráði. Árið 1810 hófst sjálfstæðisbarátta Mexi- ko, þegar þeir fóku að hrinda af sjer oki Spánverja. Árið 1910 hófst scinasta stórstyrjöldin innanlands. En frá árinu 1947 eru seinustu op- inberar manntalsskýrshir. 1810 1910 1947 íbúar íbúar íbúar 8. milj. 14 milj. 23 milj. Indíánar 44% 35% 25% Mestisar 38% 55% 66% Hvítir 18% 10% 9% Á þessu yfirliti má glögt sjá að hvítum mönnum og Indíánum fækk -ar stöðugt, en að sama skapi fjölg- ar Mestisum. Hjer er því, eins og áður er sagt, að skapast nýr kyn- þáttur og ný þjóð. Áreiðanlega mundi þjóðin nú vera miklu mannfleiri, ef ekki hefði verið þar stórkostlegur barna -dauði fram til skamms tíma og innbyrðis erjur og borgarastyrjald- ir. Nú hefur þjóðin búið við góðan frið í nokkur ár og heilbrigðismál- um er nú farið að sinna sVo, að stórum hefur dregið úr barnadauða, enda sjer það á, því að fólksf jölgun- in verður nú örari með ári hverju. Hjer að framan hafa allir Indí- ánar verið taldir í einu lagi, eins og þeir væri ein kynkvísl, en það er nú eitthvað annað. Mexikanski sagnfræðingurinn Orozco y Berra segir að um 1800 hafi verið 566 kynkvíslir Indíána í landinu. Telur hann þær með nöfnum og eru flest- ar þeirra enn við líði. Hina fremstu þeirra, fyrir utan Azteka og Maya, má telja Taraska, Zapoteka, Toton- aka og Tarahumara. Um hvíta menn hefur einnig verið talað svo, sem þeir væri eingöngu Spánverjar, eða af Spánverjum komnir, en það er ekki rjett, því að þangað fluttust einnig Frakkar og menn af öðrum þjóðum. En fátt er í landinu um Svcrtingja, Japana og Kínverja og þeirra er sjaldan getið. Þó er nokk- uð af þeim í hafnarborgunum, en þeir blanda ekki blóði við hina rjettu Mexikana, þVí að Mexikanar hafa skömm á þeim. Og það virðist líka svo sem svarti kynstofninn og sá guli haíi skömm hvor á öðrum og blandi því ekki blóði. >W >W >W >W >W MEXIKO MEXIKO er merkilegt land, fagurt og auðugt að náttúrugæðum. Þar vex upp ný þjóð og fjölgar stórum með ári hverju, svo að nú er þar álíka margt fólk og á Spáni. Þjóðin er kaþólsk og mikill auður er þar saman kominn í borgunum. Væri ekki unt fyrir íslendinga að fá þar markað fyrir saltfisk?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.