Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBL ^ÐSINS 171 « Bygð á öðrum hnöttum ENSKA spiritistablaðið „Psychic News“ tekur við fyrirspurnum frá lesendum sínum til þess að fá þeim svarað á miðilsfundi. Eru spurn- ingarnar og svörin síðan birt í blaðinu. Ein spurning, sem blað- inu var send, var á þessa leið: „Ef aðeins er til einn alvaldur guð, hvernig á það þá að skiljast að hann hafi íórnað sínum „ein- getnum syni“ aðeins fyrir þessa jörð? Eða er þetta eina bygða jörð- in, þar sem syndir eru drýgðar?“ Spurningin var borin fram á fundi þar sem miðillinn var ung stúlka, Pauletta Austin að nafni. Stjórnandi liennar nefnist White Ray (Hvítageisli), og hann sVaraði á þennan hátt: —Við hjer, og þið sem skiljið nokkuð lífið handan við tjaldið, raunum skilja, að enda þótt Krist- ur væri einn af hinum þýðingar- mestu vitnisburðum um hinn mikla anda, þá erum vjer öll, hjerna meg- in og hinum megin við tjaldið, kom- in af hinni sömu uppsprettu. Ef tákna skal sambandið með orðun- um synir og dætur, þá eigum vjer öll hinn sama mikla föður. Ef háleitt málefni á að ná til fjöldans og setja sinn svip á mann- lífið, þá er nauðsynlegt að það sje borið fram af afburðamanni, sem fórnar lífinu fyrir það, svo að hann sjc hið l’agra íordæmi um trú- mensku við kenningar sínar. Kristindómurihn var nauðsyn- legur á þessari jörð á þeim tima þegar mannkynið þekti lítið annað en rán, glæpi og svik. Slíkur heim- ru þurfti á að halda háleitri trú. Og þótt kristindóminum hafi skjöplast í mörgu, verður því ekki neitað að liann leiddi stórkostlega margt og mikið gott al' sjer í upp- liafi og síöan. Og þótt margir glæp- ir fráóöývi /nioiíó ir og mörg óhappaverk hafi verið unnin í nafni Krists, þá hafa líka mörg hetjudáð og dásemdaverk verið unnin í nafni hans. Vjer erum á móti bókstafstrú, því að það er rangt að blinda fólk. Það á ekki að gera neina dulfræði úr sannleikanum. Það er rangt að fáir menn hafi vald til að ákveða hverju fólk á að trúa og hvað því er kent. Prestarnir eiga ekki að skoða sig sem alvalda höfðingja trúar- innar. Þeir þurfa að skilja að frá upphaíi áttu þeir að vera tengi- liður milli lífsins í þessum heimi og öðrum heimi. Til þess að þessi mikli sannleik- ur og andlega lögmál væri viður- kent og skilið, varð að fórna Kristi, hinum mikla þjóni mannanna, hin- um mikla þjóni andans. Þótt burtför hans úr þessum heimi væri bæði raunaleg og' sorg- leg, þá hefir hann upp skorið sín laun, og þetta var ekki nema stutt stund fyrir hann og gleymdist brátt. En fyrir þennan heim voru það ekki kraftaverk hans, góðmenska og göfgi, sem höfðu mesta þýð- ingu. Nei, það fekk þýðingu aðeins í sambandi við krossfestingu hans og þjáningar. Þótt hann hefði gert öll þessi ki'aftaverk, en síðan dáið cðlilegum dauðdaga, sern þjer kall- ið svo, þá hefði á skort það, sem mest á reið. Þess vegna var nauð- synlegt að hann væri krossfestur. Andleg leiðsögn er mannkyninu nauðsynleg. Og jafnvel þótt hún sje ekki ávalt rjett í alla staði, þá er hún mannkyninu samt sem áð- ur nauðsynleg, svo að það hafi hug- sjón að fara eftir. Það skiftir ekki máli hvort Kristur er leiðsögumað- urinn eða einhverjir aðrir, því að það sem máli skiftir er þetta, að sálinni er hin andlega næring jafn nauðsynleg og líkamanum hið dag- lega brauð. Myrkur, raunir og blindni er ekki aðeins á þessari jörð. Sama máli er að gegna um aðrar jarðir og þar tekur það einnig langan tíma fyrir ljósið að brjótast fram. Hjer kemur fram það sem dr. Helgi Pjeturss sagði, að fleiri jarð- ir eru bygðar í himingeimnum en sú, sem vjer byggjum. >W >W >W >W — Hver er maðurinn? Frh. af bls. 164. Margar mikils verðar hagfræði- legar upplýsingar á öðrum sviðum vænta menn að fá úr þessum mann talsskýrslum, eigi aðeins um ein- staka menn, heldur og um stjetta- skiftingu, verksvið og annríki op- inberra embættismanná, hvar nú muni vera mest þörf á að bæta úr húsnæðisvandræðum, hvar aðkall- andi sje að reisa skóla, hvar sam- göngur þarf að bæta o. s. frv. Þegar farið verður að vinna úr þessum skýrslum verður galdra- vjelin ,.Eniac“ notuð til þess, en samt er ekki búist við að því verki verði lokið.fyr en eftir þrjú ár. Jrf -W ^ ÞÚ GETUR heyrt með tönnunum. Með einfaldri tilraun geturðu gengið úr skugga um það. Taktu matkvísl og sláðu henni við. Þá glymur í henni. Um leið og sónninn hverfur skiltu stinga skaftinu upp í þig og bíta í það. Þá heyrirðu sóninn aftur.--- -■ : ' : " ..LU'.LE «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.