Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 11
’ IlHíSJBOK MORGUNBLIAÐSINS W. . ' i 4 f | " 16? ullardúkarnir voru seldir í gömlu Rómaborg. Alt fram á miðaldir var ullariðnaðurinn heimilisiðnaður. — Munkarnir áttu drjúgan þátt í ull- ariðnaðinum. Þeir kembdu og spunnu, og frá klaustrunum fluttist iðnaðurinn til bæanna. Tóvinsla Flæmingja færði þeim óhemju mikinn arð. í mörg hundr- uð ár voru flæmsku borgirnar hin- ar fegurstu og ríkustu. Svona til gamans má geta þess, að í borg einni, sem heitir Ypern, voru árið 1250 ca. 40—50.000 tóvinslumenn, en hjer á íslandi eru árið 1950 ca. 200—300 tóvinslumenn. Á miðöldum var Flæmingjaland alls ráðandi á sviði ullariðnaðar. Flæmsku dúkarnir voru fluttir um alla Evrópu í þá daga, alt fram til siðskiftanna (16.—17. öld). — Þá fluttu margir af þessum duglegu ullariðnaðarmönnum yfir til Eng- lands. Hertoginn af Norfolk fór þess á leit við Elísabetu Englands- drotningu, að hún gæfi þessum mönnum dvalarleyfi, sem hún og gerði. Enginn efi er á því, að það er hertoganum af Norfolk að þakka, hversu ullariðnaðurinn í Lancas- hire og Yorkshire varð umfangs- mikill, og olli því, að England náði forustu í ullariðnaði. Nú hafa tímarnir breyst og það mikið á sviði ullariðnaðar. Hann hefur þróast ár frá ári og tekið geisilegum framförum. Nú í dag er Englandi ögrað af öðrum þjóð- um, sem hafa bygt ullariðnað sinn á traustum grunni. Upphaf kembinga- og spunavjela. EFTIR að ullariðnaðinum óx fisk- ur um hrygg, uppgötvuðu þeir, sem stóðu við handvefinn, að gamli rokkurinn var ekki nógu hraðvirk- ur og gat því ekki fylgt þeim eftir. Var þá ekki annað úrræði þessara manna en að setjast niður og spinna með konu sinni eða fá nábúana til að spinna fyrir sig. Margar tilraun- ir hafa verið gerðar í þá daga til að endurbæta og finna betri aðferð til að spinna meira og betra ullarband Sjálfsagt hefur það kostað þessa uppfinningamenn margar andvöku -nætur. Það eru skiftar skoðanir um, hverjir hafi smíðað fyrstu tóvinslu- vjelarnar. Englendingar halda því fram, að það sjeu þeir sem fyrstir manna hafi gert kembinga- og spunavjelar, en Þjóðverjar halda því fram, að þeir hafi komið 50 árum fyr með sínar tilraunir. Um þetta hafa þeir deilt mikið. Fyrstu kembinga- og spunavjel- arnar eru nú 200 ára gamlar. Sá, sem fyrst gerði spunavjelina, á að hafa verið handvefari frá Black- burn, James Hargreaves að nafni, og hafa verið uppi um 1750. Oft hafa þessir uppfinningamenn átt við erfiðleika að stríða, því að þeir, sem spunnu á gömlu rokkana gáfu þeim ilt auga og gerðu þeim ált til miska, sem þeir gátu, eyði- lögðu fyrir þeim uppfinningar þeirra og vildu ráða þá af dögum. Urðu þeir stundum að flýja af landi burt til að halda lífi sínu. Englendingur að nafni Lewis Paul mun eiga heiðurinn af því að hafa búið til fyrstu kembing- arvjelina árið 1748. Þessi fyrsta kembingarvjel mun hafa verið mjög frábrugðin þeim kembingar- vjelum, sem kemba ullina okkar í dag. Svo er sagt, að kembingarvjel Lewis hafi haft beina flatkamba með ákveðnu millibili og voru þeir festir á borð. Fyrir ofan kembingar- borðið var sívalningur, sem snúið var með handafli, þegar kembt var. Nokkru seinna fann rakarinn Richart Arkwright upp nýa kemb- ingaraðferð. Hann setti á kembing- arvjelina tilfærsluborð og litla kembingarvalsa ,sem fluttu ullina til aftakarans. Aftakarinn tók slæð- una eins og gert er á nútíma kemb- ingarvjelum. Nokkru eftir að Lewis fann upp kembingarvjel sína, fór hann að fást við að gera spunavjel. Honum hepnaðist það. Hann útbjó vjelina með nokkrum völsum, sem komu hver á eftir öðrum. Þessir valsar höfðu mismunandi snúningshraða, og þar með mátti ná mismunandi fínleika, en ekki gat hann snúið bandið í þessari vjel. Það varð að takast af og spinnast í höndum. En „princip“-ið í spunavjel Lewis er hið sama og í kambgarnsspuna- vjelum nú á dögum. Ekki var Lewis ánægður með þessa spunavjel. Árið 1758 endurbætti hann vjelina með því að búa til snúð- og uppvafs- spóluna. Hann útbjó þessa spuna- vjel með 50 spólum. Þetta var svo- kölluð snælda, sem vann miklu hraðar en spólan. Nú tók Richart Arkwright til óspiltra málanna. Árið 1769 endur- bætti hann spunavjel Pauls. Svo hefur verið skrifað um Arkwright, að hann hafi verið sjerstaklega þol- inmóður og hugsunarsamur með af- brigðum. Hann bygði verksmiðju og fekk sjer ýmsar vjelar, sem hann knúði með vatnsafli. Fyrir starf sitt og uppfinningar var Arkwright aðlaður. Á síðari hluta 18. aldar gerði James Hargreaves spunavjel, sem hann kallaði „Spinning Jenny“ eft- ir dóttur sinni, sem Jenny hjet. Þessi spunavjel teygði og sneri lop- ann og vatt bandið upp á spólu. Tíu árum seinna gerði Englend- ingurinn George Crompton spuna- vjel, sem kölluð er „selfactor“ Hún var gerð eftir sömu höfuðreglu og spunavjelar þær sem notaðar eru nú um allan heim. Upphaf vefstóla. UPPFINNING hnúta mun hafa orðið mannkyninu til meiri bless-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.