Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 16
172 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sauður bjargar mannslífi. Hinn 28. október 1888 voru tveir menn, Þorkell Þórðarson vinnumaður frá Lóni í Viðvíkursveit og Páll Pjet- ursson bóndi á Kjarvalsstöðum í Hjalta dal, að ferja fje yfir Hjeraðsvatnaós. Höfðu þeir sauðina lausa í ferjunni og riðluðust þeir, þegar út var komið á miðjan ósinn. Hallaðist þá ferjan og fvllti undir þeim, en sauðirnir fóru út- byrðis og var forystusauðurinn fyrir þeim. Seinast fór út tvævetur sauður frá Viðvík og á eftir honum fór Páll útbyrðis í hylinn. Enn er Páli skaut upp, varð þessi sauður fyrir honum; hann hafði eins og staldrað við ferj- una. Páll greip í herðakamb honum í dauðans ofboði og þá var eins og sauðnum væri sagt að leggja til .ands með manninn, sem ekki kunni að synda. Synti sauðurinn með hann í land og bjargaði þannig lífi hans. Sund ið var æði langt og var furða hverju sauðurinn orkaði. En hinn maðurinn druknaði. Vísa sem gamall prestur hafði yfir við jarðarför: Ligðu þarna, laufagrjer, lagður niður í grafar-hver, ekki neitt jeg þyl yfir þjer, þú þrjóskaðist við að borga mjer. Konunghollusta. Hinn 15. nóvember 1888 átti Kristján IX. konungur 25 ára ríkisstjórnaraf- mæli. Bæarstjórn Reykjavíkur kaus nokkru áður nefnd til þess að gangast fyrir hátíðlegri uppljóman bæarins. Átti nefndin að ganga milli bæarmanna og biðja þá að tendra hver á sinn kostn- að, ljós í gluggum sínum. En ef ein- hverjir vildu eigi til þess kosta, skyldi nefndin biðja þá leyfis að mega upp- ljóma glugga þeirra á kostnað bæar- sjóðs. ,4eg var einn á móti þessu „húmbúgi“ og skora á bæarmenn að hugleiða hvort þeir hafa ekki neitt þarfara að verja fje til“, sagði Jón Ólafsson í einu blaðanna áður en að þessu kæmi. Ekki fóru menn þó að þessu og voru flest hús uppljómuð í miðbænum. Lúðrar voru þeyttir, ,en þegar hæst stóð á þeirra glamri, heyrð- VIÐEYARSTOFA er nú orðin 200 ára gömul, b.vgð 1750 handa Rantzau stift- amtmanni. Hann kom aldrei hingað til lands og Skúli Magnússon fógeti sett- ist að í Viðey. Var það lengi trú, að Viðeyjarstofa hefði verið- bygð handa honum, en svo var eigi. — Það er trú manna að kirkjunni í Viðey megi aldrei loka, því að þá verði slys á Viðeyjarsundi. Er mælt að kirkjan hafi verið lok- uð er Jón Viðöe, sonarsonur Skúla, fórst á sundinu. — (Ljósm. Ó. K. M.) ist annar hljómur ofan frá Latínuskól- anum. Þar höfðu skólapiltar safnast saman og sungu íslendingabrag". Annars hugar í brjefi til Árna biskups Helgasonar (24. jan. 1862) segir Björn Gunnlaugs- son yfirkennari á þessa leið: „Sagan, sem þú segir mjer af mjer og ein- hverjum frænda mínum, held jeg sje sönn, og kannske hafi oftar en einu sinni sannast. Mjer datt fyrst í hug, að þessi andlegi frændi minn hefði verið Guðni sál. í Brattholti; en kennari Jón Þorkelsson segist hafa heyrt hana fyrir norðan, jafnvel úr Vatnsdalnum, og hefur þá líklega sá andlegi frændi minn verið sjálfur Jón í Þórormstungu“. Hjer ætlar dr. Jón Þorkelsson að átt sje við þessa sögu: „Er Björn Gunnlaugsson var á mælingaferðum sínum og kom norður í Vatnsdal, fylgdist Jón í Þór- ormstungu með honum um Vatnsdal- inn, og voru þeir eins og við var að búast í djúpum samræðum um náttúru- vísindi eður stjörnufræði; og er þeir fyrir nokkru voru komnir yfir Vatns- dalsá, segir Björn við Jón: „Hvenær förum við nú yfir ána?“ Segja sumir að þeir hafi verið búnir að fara tvisvar eða þrisvar sinnum yfir ána, en hjer er sagan liklega aukin. Svo segja og sumir, að Jón í Þórormstungu hafi sagt er hann sá, að þeir voru komnir yfir ána: „Hvenær fórum við yfir ána?“ og hafi hann með þessari spurningu svarað spurningu Björns Gunnlaugsson- ar.“ (Tímarit). Teikn á himni Voru sögð sjen teikn á himni 15. júní: þrir hringar hver upp af öðrum og tvær sólir á hverjum hring. Það varaði frá dagmálum til miðaftans; sums staðar sást eigi nema hálfur hring- ur með einni sól á hverjum enda. Þar eftir í júlí kom blinda mikil á fje, svo það varð að tjóðra allvíða, og misti svo hold og nyt. Sumt hljóp á fjöll og af klettum fram og dó; á ýmsum bæum skeði það um haustið. (Mælifellsannáll) Hreindýr og rjúpur fellu mjög úr hungri í Múlasýslum síðari hluta vetrar. Hreindýr gengu út að sjó á Hjeraði og stöku dýr voru tekin með tómum höndum, svo voru þau orðin máttvana. (Fjallk. 1890).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.