Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 Þjáningalausar fæðingar FYRIR NÆR 20 árum fór enski læknirinn Grantley Dick Read í London að brjóta heilann um það hvernig á því stæði, að sumar kon- ur fæddu börn sín nær þjáningar- laust, en aðrar tæki út óþolandi kvalir. Eftir margvíslegar athug- anir komst hann að þeirri niður- stöðu, að það væri undantekning ef konur þyrfti að þjást við barns- burð. Náttúran, sem öllu stjórnar svo vísdómslega, sæi um það að samræmi væri milli burðarins og grindaropsins hjá hverri konu, og þess vegna þyrfti ei að vera um miklar þjáningar að ræða. Hann komst að þeirri niðurstöðu að þjáningarnar stöfuðu aðallega af ótta og kvíða hjá hinni tilvonandi móður. Vegna óttans stríkkaði svo á ýmsum taugum og vöðvum, að fæðingin yrði þjáningarfull. Eftir því sem óttinn og kvíðinn var meiri, eftir því urðu þjáningarnar meiri. Það er ekki nema eðlilegt að kona kvíði fyrir því að ala barn. Þótt hún hafi með móðurgleði fylgst með þroska barnsins um meðgöngutímann og hlakkað til komu þess, þá verður hún hrædd umleið og fæðingarhríðarnar byrja. Læknir hennar gerir líka ráð fyr- ir því að hún muni taka út þján- ingar. Vegna þessa þjást konur að nauð- svnjalausu, segir dr. Read. Ef þeim væri hjálpað til að skilja til fulln- ustu hvað gerist í raun og veru þegar barn fæðist, ef þær væri hughreystar og í þær talinn kjark- ur, þá mundu þjáningarnar að mestu leyti hverfa. Hann fann því upp á því að búa barnshafandi konur undir fæðing- una, bæði líkamlega og andlega, ef svo mætti að orði komast. Þeim er sagt fyrir hvaða fæðu þær megi neyta, og þeim er kent hvernig þær eigi að klæða sig svo að brjóst og líf fái rjettan stuðning af föt- unum. Þeim eru kendar sjerstakar líkamsæfingar, sem miða að því að auðvelda barnsburð. Þessar æfing- ar miða að því að gera hrvgg- vöðvana og magavöðvana mjúka og eftirgefanlega. Svo þegar fram á líður er þeim kent hvernig þær eigi að hvílast algjörlega. Read heldur því fram að vanlíðan kvenna um meðgöngutímann og vanstilling í skapi, stafi aðallega af óvenjulegri áreynslu ýmissa vöðva. Læknirinn verður stöðugt að hafa í huga, að þekking er besta vörnin gegn ótta. Þess vegna verð- ur hann, snemma á meðgöngutím- anum, að fræða konur um alt við- víkjandi þroska fóstursins og hvern ig líffæri hennar sjálfrar eru þar að verki, og hverjar breytingar verða á þegar líður á meðgöngu- tímann. Hann sýnir þeim Röntgen- myndir af þeim sjálfum og skýr- ir fyrir þeim hvernig átök fæð- ingarhríðaranna koma fram. Enn fremur lofar hann þeim að hlusta með stetoskop á hjartaslög hins ófædda barns. Síðan er mest undir því kom- ið að konur læri að hvílast milli fæðingarhríðanna. Því lýsir dr. Read svo: „Konan á að liggja á bakinu bein og hafa svo sem sex þumlunga milli hælanna. Hendurn- ar leggur hún þannig að þeir sjeu svo sem fjóra þumlunga frá síðun- um. Svæfill á að vera undir höfð- inu og hún á að liggja á annan hvorn vangann. Hún á að draga andann djúpt og reglulega en forð- ast hverja minstu hreyfingu. Hún má helst ekki renna til augunum nje hreyfa tá eða fingur. Þetta telur hann alveg bráðnauðsynlegt og þessa verði stranglega að gæta eftir hverjar hríðir alt frá byrjun, og best sje ef konurnar geti hvílst þannig í 10—15 mínútur í hvert skifti. Ef fæðingarhríðir byrja í heimahúsum segir hann að bænd- urnir verði að sjá um að konurn- ar hvílist þannig. Ef þær fá slíka hvíld framan af eftir hverja hríð, þá gengur fæðingin ágætlega og eins og af sjálfu sjer. Og það Ijett- ir undir með konunum að þær fá að fylgjast með því í spegli hvað ger- ist. Og þær sjá hvernig barnið fæð- ist. Það ljettir líka mikið undir með þeim. Dr. Read segist hafa haft 526 sængurkonur undir höndum og níu af hverjum tíu hafi alið börn sín nær þjáningalaust án deyfingar eða svæfingar. Læknar í Bandaríkjunum voru tregir á að trúa þessu, en fyrir nokkru hefir þessi aðferð hans ver- ið reynd víða, og með jafn góðum árangri. Þeir kalla þetta þar „eðli- tega fæðingu". í Yale Clinic, fæð- ingardeild New York borgar og Manhattan sjúkrahúsinu hefir reynslan orðið sú, að 85% af sæng- urkonum hafa alið börn sín svo að segja þjániingalaust og’án deyfi- lyfja. Ýmsir læknar veigra sjer þó enn við því að taka upp aðferð nr. Read’s, vegna þess að því fylg- ir mikil fyrirhöfn og nærgætni, Læknirinn má aldrei sleppa hönd- inni af vanfærri konu frá því að hún kemur fyrst til hans og þang- að til hún hefir alið barn sitt í fæðingardeildinni. >W V 5W

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.