Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 6
162 "■%. 'fj LESBOK MOKGXÍNBLAÐSIMS fyrverandi bandamenn Hitlers, er tekið fram að þeir megi ekki hafa nema takmarkaðan her. En banda- menn Hitlers voru Rúmenar, Ung- verjar og Búlgarar. Kominform \dll ekki að þessi ríki gangi að svo stöddu á friðarsamningana. Margir erfiðleikar komu í ljós þegar átti að fara að sameina heri allra leppríkjanna. Það voru nú t. d. samgönguerfiðleikar. — Mikill hluti járnbrautanna er í mestu nið- urníðslu eftir stríðið, og tilfinnan- legur skortur á járnbrautarvögn- um. Vegir í Balkanlöndunum hafa aldrei góðir verið, og í stríðinu urðu þeir algjörlega ófærir. Auk þess gekk þýski herinn rækilega að því-á undanhaldinu, að sprengja hverja einustu brú. Moskvastjórn- in hefur skipað leppríkjunum að endurbæta samgöngurnar og láta það ganga fyrir öllu öðru uppbygg ingarstarfi, en það gengur seint og er miklum vandkvæðum bundið. Þá veldur það og erfiðleikum fyrir stjórn hins sameiginlega Kominform-hers, að sín er tungan töluð í hverju landi. Úr þessu hef- ur verið reynt að greiða með því, að fyrirskipa að rússneska skuli notuð í hernum, því að það sje bráð nauðsynlegt að helstu herforingjar og jafnvel lægri herforingjar geti talað saman. Þess vegna hefur öll- um herforingjum verið gert að skyldu að læra rússnesku. Fyrir menn í hinum slavnesku herjum, Póllands, Tjekkóslóvakíu og Búlg- aríu, er þetta engin frágagnssök, vegna þess hvað málin eru lík. En fyrir Rúmena og Ungverja er öðru máli að g«gna, þeir eiga mjög erfitt um að læra rússnesku. En þótt reynt væri að ráða fram úr öllu þessu, var þó enn eitt vanda mál, sem ekki virtist auðvelt að leysa. Það var að finna ötulan og stjórnsaman mann til þess að hafa á hendi yfirstjórn Kominform- hersins, og vegna þess hvemig í pottinn var búið, mátti hann ekki vera rússneskur. Rússneska stjórn- in vill í lengstu lög reyna að láta líta svo út, sem hún vilji frið, og þess vegna mega Rússar ekki koma nærri þegar farið verður með her manns á hendur Tito. Þetta var máske erfiðara en menn hafði grunað. í leppríkjun- um fannst enginn maður, sem væri þessu starfi vaxinn. Hinir tryggu kommúnistar þar voru ekki her- menn, og hermennirnir voru ekki tryggir kommúnistar. ÞEGAR Kominform gat ekki leyst þennan vanda, kom PoUtburo til sögunnar. Það uppgötvaði að Ro- kossovski marskálkur væri reynd- ar pólskur, hann hefði fyrst sjeð dagsins Ijós í Varsjá fyrir 60 árum. Og nú var þessi rússneski hers- höfðingi, sem seinast hafði haft á hendi yfirstjórn rússneska hernáms liðsins í Austur-Þýskalandi, dubb- aður upp í það að vera hermála- ráðherra Póllands, og pólskur mar- skálkur. Pólverjar voru ekkert spurðir að því hvað þeim fyndist um þetta. Þeir urðu að fara að vilja Rússa. En þetta var ekki annað en yfirskin. Það sem gerðist var þetta: Rokossovski var með þessu gerður að yfirhershöfðingja Kominform- hersins, honum var fengið fullkom ið einveldi yfir hinum sameigin- lega her leppríkjanna, og hann ber ekki ábyrgð gagnvart neinum nema Politburo. ÞETTA gerðist hinn 7. nóvember í vetur. Eftir að hafa verið rúss- neskur borgari í 35 ár, varð Kon- stantin Rokossovski allt í einu Pól- verji, og valdamesti maður þar í landi. Margir heldu þá að þetta stæði í sambandi við það, að nokkuð hefði brytt á titoisma í Póllandi. Aðrir heldu að það stæði í sambandi við innlimun Austur-Þýskalands. En slíkar tilgátur falla um sig sjálfar. Það er kunnugt að utan Júgóslavíu er tito-isminn hvergi jafn útbreiddur og í Búlgaríu. Er það eðlilegt vegna skyldleika þjóð- anna og að þær eru nágrannar. — Átrúnaðargoð Moskva, sjálfur Dimi trov, smitaðist jafnvel af tito-isma. Og það er ekki langt síðan að þrír búlgarskir ráðherrar voru „afmáð- ir“ fyrir þessar sakir. Samt sem áður þótti Moskva ekki ástæða til þess að senda Búlgörum rússnesk- an hermálaráðherra. í Austur-Þýskalandi er enn allt í óvissu. Þar hefur ekki tekist að brjóta á bak aftur andúð fólksins á kommúnismanum. En þar hefur Sovjet þrjá menn, sem stjórna, þá Tsjuikov hersljiöfðingja og „diplo- matana“ Semjonov og Pusjkin. — Auk þess hafa þeir komið þar á fót þýskri kommúnistastjórn undir for sæti Wilhelm Pieck (og af því kalla Þjóðverjar landið nú í háði Pieek- istan). Það þurfti því alls ekki á Rokossovski að halda á þessum slóðum. Enda mun það sannast að hann er yfirmaður Kominform- hersins, og honum er ætlað að ganga milli bols og höfuðs á Tito. (Úr ,,Allt“). 4/ NÝ UPPGÖTVUN GEÐVEIKISJÚKLINGUR stóð á því fastara en fótunum að hann væri dauður. Læknirinn ætlaði að reyna að koma vitinu fyrir hann. Byrjaði hann á því að láta sjúkling- inn standa lengi fyrir framan speg- il og endurtaka í sífellu: „Dauðum mönnum blæðir ekki“. Síðan stakk læknirinn með títuprjón í fingur sjúklingsins svo að blæddi. „Þama getið þjer sjeð“, sagði hann svo hróðugur. „Já, já, jeg sje það að dauðum mönnum getur blætt“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.