Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 2
662 LESBÓK MOROUNBLAÐSINS sem allra snöggvast, þegar nál er stungiö í æð. Og nú er það mikið undir ástandi sjúklingsins komið, hve mikið blóð er tekið úr hon- um, þetta 2—5 desílítrar. Svo er hann latinn liggja hreyfingarlaus í rúminu í þrjár klukkustundir. Á meðan er hið óhreina og dökk- rauða blóð hreinsað með súreíni í þar til gt'rðum áhöldum. Eftir þá meðferð er það orðið ljósrautt á lit og fallegt og er það merki þess að öll kolsýra og önnur óheilnæm efni hafi náðst úr því. Einkennilegt er það, að mjög vond lykt kemur af blóði þeirra, sem eru mikið veikir, eða eru með krabbamein. Seinast er blóðið látið vera í kvarz- ljósi eina klukkustund. Áður en blóðinu er nú aftur s>pýtt inn í æðar sjúklingsins, er það hreinsað enn betur með því að sía það í gegn um málmsíur og gler- síur til þess að ná úr því öllum þeim kornum, er þar kynni að vera. Enn fremur er náð úr því öllum loftbólum. Með þessu er komið í • veg fyrir að æðastíflun getí átt sér stað. Síðan er svo blóð- inu dælt í dropatali inn í æðar, sjúklingsins. . Sjúklingurinn verður ekki, var við nein óþægindi við þessar> að- gerðir, en til þess að blóðið hafi næði til þess að jafna sig, er hann látinn. liggja tvo daga í rúminu. Skömmu eftir að blóðinu hefir aft- ur verið dælt í æðar sjúklingsins, verður hann þess var að það er eins og mjúkur ylur fari um allan líkama hans. Það er vegna þess, að nú getur hið þunna og hreinsaða blóð runnið uiri állar hihar smæstu háræðar. ' -Árangurinn er furðulegur. Brátt fer að bera á því að það er eins og sjúklingurinn yngist. Föl and- litshúðin fær aftur ferskan blæ og hrukkur lrverfa. Sjónin batnar, svo að gamalt fólk þarf eítki að nota gleraugu lengur, en getur lesið á bók án þeirra. • Hvaða sjúkdómar geta læknast Þessi algjöra hreinsun blóðsins, sein næst með aðferð dr. Wehrli heiir auðvitað mikil og góð áhril' á allan líkamann. Og með þeirri gjörbreytingu, sem verður á líðan sjúklingsins má óhætt telja að breyting verði til batnaðar á öllum sjúkdómum. Það leiðir af því, að hið hreina blóð fer um allar hár- æðar innvortis og verkar á alla kirtla. Auðvitað er, að með þessu á ekki að útiloka reynd og góð læknislyf. Þvert á móti. Góð lvf hafa ineiri áhrif eftir að blóðið hefir verið hreinsað. Þetta hefir komið í ljós hjá sjúklingum, sem ekki fengu neina bót af meðulum áður en blóð þeirra var hreinsað. Og hæfi- legt mataræði hjálpar og mjög til og flýtir fyrir bata. Menn hafa tekið eftir, að þeim sem hafa lif- að á grænmeti, batnar fyr en öðr- um. Sennilega er það vegna þess að líkami þeirra hefir losnað við allskonar eitrun, sem stafar af óhollu fæði. Furðulegur árangur um lækn- ingu hefir náðst þat sem um at- vinnusjúkdóma hefir verið að ræða, einkum þá, sem stafa af ryki, og eru algengir meðal stein- höggvara og þeirra, sem vinna í sementsverksmiðj um. Þá er þgð og stórmerkilegt hværnig menn virðast yngjast. Ým- iskonar elhlasleiki, eins og t. d. æðakölkun, batnar. Þá hefir og blóðhreinsunin stórkostlegan la^kn- ingamátt ‘gegn æxlum og ofvöxt- um í líkamanum. Geta má hér um einn mann, sem hafði illkynjaðan ofvöxt, sem lækningadeild háskól- ans sagði að væri krabbi, algjör- lega ólæknandi. Þessi maður komst undir handleiðalu dr. Wehrli. Blóð hans var hreinsað. Síðan eru nú 12 mánuðir og maðurinn kennir sér einkis meins. • Nokkrum sinnum hefir og tekizt að lækna sjúkhnga, sem höfðu svo slæm mænuherzli að þeir voru taldir ólæknandi. Maður nokkur hafði fengið slag og lamast algjörlega. Læknar sögðu að ekki væri hægt að hjálpa honum. Dr. Wehrli hreinsaði blóð hans, og eftir nokkra mánuði var sjúkhngurinn kominn á fætur. Hollenzk kona, 36 ára gömul, hafði legið lömuð í 9% ár. Hún fekk svo góðan bata að hún getur ver- ið á ferli og sinnt um heimili sitt. Þá má og geta þess að menn, sem hafa þjáðst af andarteppu (a.'ithma) og sykursýki, hafa íengið bata í sambandi við aðrar læknisaðgerðir. ----oOo---- Nýungar í læknisfræði eiga jafn- an mjög erfitt uppdráttar þangað til þær eru viðurkenndar. En ekki er því að neita að erlendis hafa læknar mikinn áhuga fyrir að- ferðum þeirra dr. Kast og dr. Wehrli að hreinsa blóð manna. í fyrrahaust kom sendinefnd lækna (háskólaprófessora) á fund dr. Wehrli í Locarno til þess að fræð- ast ,um þessa nýu lækninga aðferð hans. Þeir voru allir ánægðir með árangurinn, og þeir gáfu þessari nýu aðferð nafn og kölluðu hana „blóðþvott“. Þeir voru svo sann- færðir um ágæti hennar, að þeir höfðu heim með sér fullkomin á- höld til „blóðþvotta“ til þess að geta reynt þau sjálfir. ★ ★ ★ ★ Maður • nokkur kom fyrir rétt út af því að hann hefði ekið aítan á bíl(< sem ung stúlka stýrði. „Hvað .hafið þér yður til málsbóta“, spurði lögreglan. „Það var alveg hennar sök. Hún ók rétt á undan mér og svo gefur hún merki um að hún ætli.að beygja tit, hœgri. Og hún gerði það“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.