Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6,63 Var það eilífðin, sem blasti við? Einkennileg frásögn sjúklings AMERÍSKUR læknir og sálfræö- ingur, dr. S. J. Haycox, hefir nú um nokkur ár kappkostað að reyna að finna vísindaleg svör við þessum spurningum, sem jafnan hafa legið hugsandi mönnum þungt á hjarta: Hvað tekur við þcgar líf- inu hér á jörð er lokið? Hvert fer sál mannsins? Er hægt að kalla látna menn til lífsins aftur? Ef svo er — hvað hefir þá borið fyrir þá meðan þeir voru andaðir? Það var af sérstökum ástæðum, að hann byrjaði rannsóknir á þess- um grundvelli nokkru fyrir seinni heimsstyrjöldina, eða réttara sagt út af atburði, sem kom fyrir hann i maí 1937. Meðal sjuklinga hans var kona sem hét Maud Baycroft og var ógift. Einhverju sinni var hann beðinn að koma til hennar tafar- laust vegna þess að hún væri al- veg við dauðann. Hann greip með sér áhald, sem þá var nýlega farið að nota til þess að koma á stað hjarta, sem hætt var að slá. Þegar hann kom heim til Maud Baycroft sá hann þegar að hún var skilin við. Dauðastriðinu var lokið og hún hafði þegar tekið andvörp- in. En dr. Haycrox var þó ekki á því að gefa þegar út dánarvottorð. Hann hafði liraðar hendur við að koma hjartsláttarvél sinni í lag. Hann stakk fjórum löngum og ör- mjóum nálurn inn í hjartavöðva konunnar og setti á þær veikan rafstraum, en við það lierpist hjart- að ssman. Og þegar straumurinn er tekinn af, þenst það út aitur, og þanmg er hægt að fá það til að „slá“. Eftir litla stund fór hjartað á stað. Svo sló það nokkur slög sjálf- krafa, hætti, sló nokkur sJög aftur og svo íór það að slá reglulcga. En ekki sást neitt lífsmark mcð kon- unni. Þannig hélt Ilaycrox áfrant í 8 klukkustundir samileytt. Hatin var milli vonar og ótta og reykti hverja sígarcttuna á eftir annari til þess að reyna að róa taugar sínar. Eft- ir nákvæmiega 8 klukkustundir og 12 mínútur fóru augnalokin á lík- inu að hreyfast. Litlu seinna opn- uðust augun, en lokuðust þegar aftur. Og svo fór Maud Baycroít að tala, ósköp lágt og með annar- legum málrómi. En hún talaði og það sýndi að hún var lifnuð við. „Hvers vegna .... hvers vegna haíið þér snúið mér við?“ spurði hún. „Snúið yður við?“ endurtók læknirinn. „Hveft voruð þér köm- in? Hvað sáuð þér?“ Hægt og stam- andi kom svar- ið: „Það er bjart .... mikil birta og litir .... lit- ir, sem yoru eins og fcónar, eins og músik. Og í bylgjum þessarar músik- ur, þessará lita, sem orðnir voru að músik, barst eg á- fram. Mér leið ólýsanlcga vcl, ég var svo létt og sveif áfram. Eng- ar þjáningar, enginn ótti. Ég var hafin yfir allt og sá allt. Og ein- hvers staðar framundan var Ijós- blettur og á hann stefndi ég, þetta mikla ljós--------og svo varð ég að snúa aftur. Það var sársauka- fullt og erfitt. Hyers vegna — — hvers vegna lofuðuð þér mér ekki að fara?“ Þessi var frásögn Maud Baycroft um það, sem hún sá eftir að hún var dáin. Hún lifði ekki nema þrjá daga eftir þetta. Þá fór hún alfar- in þangað, sem engar þjáningar eru, enginn ótti, en ljós, litir og músík. Veiztu þetta KRÓKÓDÍLAR cru nú stærstu skrið'- dýr jarðarinnar. - ★ - BLÓÐÞRÝSTINGUR í mönnum .var fyrst mældur árið 1733, og gerði það presturinn dr. Steplian Iiales. - ★ - SKORDYR sjá mjög illa og eru nær- sýn, cn þcfnæmi þeirra er framúr- skarandi. - ★ - MAUllAR eru sterkari í kjálkunum beldur en nokkur önnur skepna á þurru landi, miðað vjð stærð. - ★ - OSTRUHRYGNA segja menn að lirygni 500 milljónum eggja á áu." - ★ - ELGSDÝR i Ameriku fellá lioríi rá haustin, en hafa fengið ný liorn lúu þremur mánuðum seinna. 1 Maud Baycroft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.