Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6*55 kvennabúrinu, ef þær voru hand- gengnar soldáninum? — Jú, það er rétt, mælti hún. Ungu stúlkurnar, sem teknar voru í kvennabúrið, hétu fyrst Adsehem (byrjendur). Þeim voru kenndir góðir siðir og heldri manna hættir, og þeim gáfuðustu voru kennd tungumál. Að loknum námstíma voru þær nefndar Dscharijeh. — Hver þeirra, sem varð aðnjótandi hvlli soldáns, hækkaði í tign og var þá kölluð Gözdeh, en það er heið- urstitill cg þýddi hér um bil sama sem „sú, sem tekið var eftir“. Ef einhver þeirra fæddi soldáni son, fekk hún titilinn Ikbal, og gekk næst hinum fjórum útvöldu kon- um soidáns. — En hvað var þá um uppá- haldskonuna? spurði ég. Hún hló. — Já, ég kannast við þetta orða- tiltæki ykkar vestrænna manna. Þið haldið að einhver konan hafi ráðið lögum og lofum í kvennabúr- inu. Satt er það, að fvrsta kona soldáns naut mestrar virðingar, en það var allt og sumt. Hún var ekki hæstráðandi í kvennabúrinu, held- ur var hún móðir ríkiserfingians. Og um þjónana í kvennabúrinu hafið þið vestrænir menn mjög rangar hugmyndir. Þið haldið að þar sé geldingar og gangi um al- vopnaðir og í einhverjum fárán- legum búningum. En þetta er ekki rétt. Þjónarnir voru Svertingjar og þeir gengu í venjulegum fötum með vestrænu sniði, síðum svört- um jakka og svörtum buxum og með fez á höfði. Það voru líka til hvítir þjónar, og þeir voru ekki vanaðir. En þeir voru með háa kraga svo að þeir gæti ekki séð út undan sér. Fjölkvæni hefur nú verið bann- að með lögum í Tvrklandi. En í öðrum Austurlöndum, þar sem furstarnir hafa kvennabúr, þá er það ekki vegna nautnasýki þeirra, Furstinn í Ilaidarabad, er einhver auð- ugasti maður í heimi. Ilar.n missti öil völd þeffar Indland var gert að Iýð- veldi, en hclt auðæfum sínum. Hann á hið stærsta kvennabúr, sem nú er til, og þegar hann er á ferðalagi fylgja honum jafnan 15 konur. heldur vegna þess, að kvennabúrin hafa þann tilgang að tryggja að ætt höfðingjans deyi ekki út. heldur að hún verði sem allra fjölmennust. Þess vegna kom það úr hörðustu átt þegar Farúk Egyptalandskon- ungur og Mohammed Riza Pahlevi í Iran lögðu niður kvennabúrin og tóku sér eiginkonur. Þeim varð líka að því. Konurnar eignuðust aðeins dætur, og þeir urðu að skilja við þær. Það er til ást í kvennabúrunum, hrein og fölskvalaus, og eina ástar- sögu þekki ég. sem er líkust skáld- sögu. Þar átti vinur minn í hlut. Hann heitir Edhem ibn Yachja el Phar og er af mjög fornum sýr- lenzkum aðalsættum. Ilann og fað- ir hans eru þeir einu í ættinni sem enn hafa kvennabúr. Meðal Múhamedsmanna er það tahn mesta ósvinna að spvrja nokkuð um konur vinar síns, eða tala um sína eigin konu. Það sýndi því alveg sérstakt trúnaðartraust að Edhem sagði mér fvrir nokkr- um árum frá ástarraunum sínum. Hann var þá alveg úrvinda af harmi. — Ég veit ekki hvort ég get lifað lengur, sagði hann. Ég vil þó ekki svndga gegn Allah, en ég get varla afborið þetta. Hann táraðist og svo sagði hann mér sögu sína, þessa raunasögu um forsmáða ást og uppreisn konu gegn aldagamalli hefð. Hún hét Ferideh og faðir hennar var trésmiður í Rakka, einum af þessum sólsteiktu stöðum hiá Efrat. Edhem var þar á ferð og sá hana af tilviljun. Hún hafði enga slæðu fyrir andlitinu og hann tók hana tali. Síðan fór hann til föður hennar og fekk leyfi til að giftast henni, gegn svo og svo miklu gjaldi. Hann keypti hana af snikk- aranum. Áður átti hann tvær kon- ur og auk þess nokkrar hjákonur. Og svo skeði það, sem er óvenju- legt í kvennabúri. Hin unga kona sagðist skyldi heiðra hann sem mann sinn, en hún gæti ekki látið honum blíðu í té. því að hún elsk- aði annan mann. Hún kvaðst aldrei hafa samþykkt þennan ráðahag og hún elskaði hann ekki. — Hún var hvergi smeik, sagði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.