Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 667 SKRIÐDÝR Talið er að skjaldbökur og krókódílar nái hæstum aldri af öll- um skriðdýrum, sérstaklega hinar stóru skjaldbökur, sem lifa á Gala- pagoseyum og \dðar. Vísindamenn, sem hafa athugað þær, segja að þar hafi fundizt skjaldbökur, sem hafi verið orðnar 150 ára, og það geti svo sem vel verið að þær nái 200 ára aldri, en þetta eru þó ágizkanir. Um eina sæskjaldböku vita menn þó með vissu, að hún hefir orðið 152 ára, en fórst þá af slys- um. Og árið 1923 birtist í „New York Times“ grein undir þessari íyrirsögn: Skjaldbaka, sem Cook kapteinn merkti 1773 er fundin lif- andi. Þar segir frá skjaldboku frá Galapagoseyum, sem skilin var effir á Tonga-eyum fyrir 150 áriim', en nú veit enginn hvort hún hefir lifað lengur. Hún var orðin mjög ellihrum. Skipstjórinn, sem Times hafði þessa sögu eftir, sagði að hún hefði verið orðin blind, og það hefði skrölt í henni eins og tómum hestvagni þegar hún hreyfði sig. FUGLAR Því hefir oft verið haldið fram að páfagaukar, svanir og ernir geti lifað meira én hundrað ár. En því miður eru þessar staðhæf- ingar byggðar á mörg hundruð ára gömlum sögusögnum. Það er hvorki hlaupið að því að sanna þær né afsanna. En nútíma vísindi telja að fuglar verði ekki jafn gamlir og áður var haldið. Eftir því sem nýustu rannsóknir sýna þá eru ekki sannanir fyrir því að neinn fugl hafi orðið svo gamall sem sagnír herma. Elztu fuglarnir,: sem menn vita um með vissu eru þessir: ugla 68 ára, örn 55 ára, kondor 52 ára og pelikan 51 árs. Skakkar þar allmiklu frá því, sem áður var háldið. s s s s s s s s s s s s s s s s s \ Hæsti aldur i Skeldýr .... 15—50 ái s s Kettir 23 — s Hundar 22 — s s Hestar 50 — s Ránfuglar 50—70 — s S Fílar 70 — s Apar 50 — s Krókódílar 50 — s Skjaldbökur .. . 150 — s Menn yfir 100 — s s SPENDÝR Að manninum undanskildum, hefir ekkert spendýr verið athugað svo rækilega með tilliti til lang- lífis, eins og fíllinn. Og það eru ekki nema nokkur ár síðan að frægir líffræðingar heldu að hann gæti orðið rúmlega hundrað ára. En Stanley Flower, sem er vel‘ kunnur fyrir rannsóknir sínar á" aldri dýra, komst að því fyrir nokkru, öllum til mikllar undrun- ar, að lengsti æviferill fíls, sem menn vissu sönnur á, væri ekki nema 69 ár. Sannanir fengust fyr- ir því, að margir fílar hefði kom- izt yfir sextugt, en hvergi var hægt að finna dæmi þess að fíll hefði orðið hundrað ára. Vísindamenn eru þó á einu máli um það, að í ílokki spendýra gangi fíllinn næstur manninum um lang- lífi. Þeir segja líka að hent geti að einn og einn fílí hafi lifað upp undir 100 ár, enda þótt engar sann- anir fáist fyrir því. Húsdýrin verða yfirleitt ekki langlíf. Þó er talið nokkurn veg- inn öruggt að einn hestur hafi orð- ið rúmlega 50 ára. Köttur hefir náð 23 ára aldri og hundur 22 ára aldri. MAÐURINN Flestar ágizkanir um óveniu há- an aldur manna eru byggðar á ágizkunum fremur en á kirkju- bókum. Sumir þessara gömiu manna voru uppi fyrir svo löngu, að engum rannsóknum kirkjubóka verður við komið. Af hinum nýrri dæmum má nefna: Henry Jenkins 169 ára, Thomas Parr 152 ára, Desmond greifaynja 140 ára og Christian Drakenberg 146 ára. í bók sem Metropolitan líftrygg- ingarfélagið gaf út nýlega, eru töl- ur þessar taldar ótryggar, nema aldur Drakenbergs, því að nokk- urn veginn öruggar heimildii; sé um aldur hans. Drakenberg var danskur, talinn fæddur 1626 og dá- inn 1772. Það er þó ekki alveg víst að þessi ártöl séu rétt. Danir- hafa stært sig af því, að eiga þann manninn er orðið hefir allra elztur. Ekki vilja vísinda- menn þó fallast á þetta. Enskur vísindamaður, dr. Maurice Ernest, sém lehgi hefir fengizt við aldurs- rannsóknir, heldur því fram að Kanadamaðurinn Pierre Joubert hafi orðið elztur allra svo vitað sé með vissu. Hann var fæddur í Quebec-héraði 1701 og varð ekki nema 113 ára. Ef vér nú athugum háan aldur manna á yfirstandandi tíma, þá verður fyrst fyrir oss Svertingi, sem dó í Johannesburg í Suður- Afríku 1945 og talinn var hafa ver- ið 130 ára. Samkvæmt blaðafrétt- um tóku ýmsir sér fyrir hendur að rannsaka hvort þetta gæti ver- ið rétt, og þótt einhverju skakk- aði bentu allir vitnisburðir til þess að hann hefði verið orðinn 120 ára nokkrum árum áður en hann and- aðist. Árið 1950 fór fram allsherjar manntal í Bandaríkjunum og þá var að venju athugað hverjir mundu vera elztir þar. Eftir því sem bezt er vitað, á maður nokk- ur í Bromsville í Texas metið. Hann hafði tjáð manntalsmanni að hann væri 128 ára gamall og ætt- ingjar hans héldu þvi fram að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.