Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 4
664 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hverfa -—— f —rr~, f Kvennabúrin KVENNABÚRIN í Austurlöndum týna óðum tölunni. Stjórn Kemal Pascha gekk þar á unian öðrum með því að útrýma þeim í Tyrklandi og fá konum meira frelsi en þa?r höfðu áður haft og hanna þeim að ganga með slæður fyrir andliti. Svo kom Farúk Egyptalands konung- ur og bannaði andlitsslæður í sinu ríki. í Indlandi og Pakistan er að færast í sama horf. Nú eru það ekki nema helztu höfðingjar þar, sem eiga kvennabúr. Fjölkvæni meðal almennings er alveg að leggjast niður, ekki vegna þess að það þvki ósæmilegt, heldur blátt áfrarn vegna þess að með breyttum lifnaðarháttum hafa bændur ekki efni á því að eiga margar konur. — Vestrænar þjóðir hafa lör.gum hneyksl- azt mjög á kvennabúrunum, en þær hafa víst haft mjög rangar hug- myndir um þau, eða svo er að sjá á þessari grein, sem tekin er úr þýzka blaðinu „Weltbild". AZIZEH RIZA HANUM, sem Ev- rópumenn í Aleppo kalla maddömu Riza Pascha, klappaði saman lóf- unum, og þjónn kom inn og færði okkur kaffi. Við sátum í húsagarði hennar. Framundan okkur suðaði gosbrunnur. Að baki okkar voru útskornar og steinsmelltar hurðir úr sedrusviði. Þar var gengið inn í húsið. Yfir okkur hvolfdist sum- arhiminn Sýrlands, eins og fagor- blátt flauelstjald, stráð demants- dufti. Azizeh Hanum er af Tscherkessa -ættum. Hún er há og grönn, með stór blá augu og mjög íögur þrátt fyrir það að hún er orðin sextug. Heima hjá sér er hún ekki með slæðu, heldur hafði vafið þunnu sjali um höfuð sér til þess að upp- fylla boðorð spámannsins. Hann skipaði ekki svo fyrir að hinar sanntrúuðu konur skvldi ganps með andlitsskýlu, heldur bauð hann að þær skyldi hylja brjóst sín og hnakka vandlega. Azizeh Hanum er ekkia Riza Pascha hershöfðingja og var einu sinni „Seraille“, það er að segja í kvennabúri Tyrkiasoldáns í Istan- bul. Soldánarnir höfðu þann sið, að heiðra trúa og háttsetta þegna sína með því að gefa þeim konu úr kvennabúri sínu. Það var mikil upphefð að því að giftast „Sera- ille“. — í dag ætla ég að efna loforð mitt við yður, Bey Effendi, sagði Azizeh Hanum með hinni háu og hljómþýðu rödd, er tyrkneskar hefðarkonur temja sér frá barn- æsku. Ég ætla að segja yður frá kvennabúri soldánsins. En ég verð að biðja yður afsökunar á því. að oft hef ég ekki getað varizt hlátri þegar vestrænir vinir mínir tala um kvennabúrið við mig. Það er auðheyrt á þeim að á Vesturlönd- um halda menn, að keisarinn hafi stöðugt verið þar á svæimi innan um hundruð fáklæddra kvenna, sem gætt var af alvopnuðum Had- im (geldingum). Yður að segja, þá eru konur aldrei fáklæddar í kvennabúrum, og aðeins fáar þeirra eru „haremsherranum“ handgengnar. Meiri hluti kvenn- anna eru dætur og frændkonur hans, ekkjur náskyldra manna cða frænkur fyrverandi höfðingja, og gamlar þjónustumeyar, sem eiga þar náðuga daga í elli sinni. Við vorum 300 saman í „Serail“ soldánsins. Þar af voru fjórar kon- ur hans, og svo um 60 ungar stúlk- ur, sem vestrænir menn hafa gefið Mohammed beu Jussuf, soldán í Ma- rokko á glæsileRasta kvennabúrið. I>ar búa frændkonur hans og furstadætur og nokkrar hjákonur. Hann er aðeins giftur einni konu og á bún sévstaka höll í Rabab. M.vnd þessi var tckin í París, er soldáninn kom þangað í heim- sókn, og maðurinn í bílr.um er Auriol Frakklandsforseti. hið Ijóta nafn frillur. Helmingur- inn af þeim hafði alls ekki kynnzt soldáninum. — Við fengum góða menntun og flestar okkar voru gefnar háttsettum mönnum, sem soldáninn vildi heiðra. — M4 ég leggja fyrir yður eina spurningu? mælti ég. Hafði það ekki áhrif á stöðu kvennanna í l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.