Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 8
668 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þetta væii rétt. Ekki er vitað að þetta haii verið rannsakað betur. Það lætur að líkum, að ekki er hægt að ákveða með neinni vissu hvað menn geta orðið gamlir. Víst er þó, aö menn geta lifað meira en 100 ár. En réttari tölur höfum vér um meöalaldtir nianna. í Banda- ríkjunum er meðalaldur hvitra karlmanna nú rúmlega 65 ár og kvenna rúm 70 ár. Berum vér þetta nú saman við meðalaldur manna í Englandi á miðöldum, sem var aðeins 33 ár, þá sézt að meðalaldur manna hefir lengzt stórkostlega. Töiur um meðalaldur eru fengnar í skýrslum líftrygg- ingarfélaganna. þar sem fvlgzt er með ævi þúsunda manna frá vöggu til grafar. ERU MENN LANGLÍFASTIR? Þegar þetta er athugað er eðli- legt að sú spurning vakni, hvort menn sé langlifastir allra skepna á jörðinni. Ef athugaðar eru allar þær bækur, sem ritaðar hafa verið um langiífi, þá ber þeim ekki sam- an um þetta efni. Sumar segja að maðurinn lifi lengst allra, aðrar bera á móti því. En samkvæmt ný- ustu rannsóknum virðist engin skepna geta keppt við manninn um langlífi, nema nokkrar tegundir af skjaldbökum. Hitt er svo annað mál, hvort vér getum ekki einmitt lært af dýrun- um heilbngt líferni, þannig að mannsævin lengist enn talsvert. Vísindamenn eru nú sem óðast að rannsaka það. (Úr „Natural History"). ÚR ÁRNASAFNI — Banniaeringarbréf Jóns biskups Arasonar yi'ir Iiada bónda í Snóksdal. Skrifað á Hólurn 2. janúar 1549. Fá var Gissur biskup dáinn og Jón biskup taldi sig hafa biskupsvald um allt ísland; hann titlar sig ekki að- eins ,.með guðs náð biskup að Hólum", heldur einnig „administrator Skálliolts- biskupsdæmis í biskupligu va!di“. í bréíinu eru bornar margar þungar sak- ir á Daða og þvi lýst að hann hafi „að heilags anda náð tilkallaðri** verið bann- sunginn. Neðan við vottar ráðsmaðurinn á Hóium ásamt tólf prestum að þeir hafi verið við í dómkirkjunni á Hólum á niunda dag í jólum, er Jón biskup sagði fram bannsetningarorðin „með sálmasöng og hringdum klukkum og steyptum logum“. Af innsiglum þeim er fyrir bréfinu hafa verið er aðeins eitt eftir. Bréfið er í hinu íslenzka bréfrsafni Árna Magnússonar (fasc. 51, nr. 17—18); ’það er prentað í 11. bindi Fernbréfasafnsins nr. 590. UM „DAGINN OG VEGINN“. Unglingarnir eiga þor, ef að bjart er lífsins vor, halda burt frá heima skor, henda neti, en — veiða inor. (Ólöf Sveinbjarnaidóttir húsfreya á Ytra-Rauðamel). I JÁRGLÖGGVÍ Eitt af því, sem stuðlr Ti mjög að æfingu minnis- og athyglisgáfu barna hér áður, var að kenna þeim að þekkja ærnar í kvíunum með nafr.i. Hinn ný- látni fræðaþulur, Kristleifur Þorsteins- son 6 Stóra-Kroppi hefur á einum stað getið þess, að þegar hann var 8 ára hafi hann kviðið óskaplega fyrir því, að presturinn kæmi að húsvitja. „Ef hann hefði viljað spvrja mig, hvað ærn- ar hétu, hefði ég ekki verið hræddur, því að þær þekkti ég þá flestar. Eg vissi hvað ég mátti bjóða mér í þeim efnum, því að sumarið áður voru svo- kallaðir „reisendur" tvær nætur á Húsafelli. Leiddu þeir mig að færikví- unum á túninu, þar sem verið var að mjólka ærnar. Létu þeir mig segja sér nöfn á ánum, og leysti ég vel úr spurn- ingum þeirra. Stóð ég ófeiminn undir slíkri yfirheyrslu. Meðal þessara „reis- enda“ var Hilmar Finsen, síðar lands- höfðingi, og frændur hans.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.