Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 4
T 538 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Friðarhöllin í Haag Hinn 16. júlí hafði verið ákveðin knattspyrnukeppni milli piltanna á Goðafossi og stráka af norsku skipi. Við fórum allir á hólmgöngustað- inn, en Norðmenn komu ekki, þeir höfðu fengið útborgað kaup um morguninn og voru komnir „á það“. Tveimur dögum seinna fór þó þessi kappleikur fram og sigr- uðu Goðafoss-piltar með 8:1. TIL HOLLANDS Þegar Goðafoss lagði á stað til Hollands varð fyrir stór brú á skipaskurðinum. En henni var lyft upp svo skipið gæti farið ferða sinna og þótti mér einkennilegt að sjá það. Morguninn eftir vaknaði ég svo í Rotterdam. Þá var nú farið að hugsa til hreyfings að skoða sig um. Náð var í bíl og svo lögðum við 6 á stað og ókum til Haag. Þar skoðuðum við friðarhöllina og margt annað. Svo var haldið til baðstaðarins Scheveningen. Þar komum við upp í gríðarmikinn út- sýnisturn. Þar uppi voru myndir af því hvernig landið þarna um- hverfis hafði litið út fyrir 80 ár- um, ekkert nema hvítir eyðisandar, en siglutoppar strandaðra skipa hingað og þangað upp úr sandin- um. Mér fannst þetta einna líkast því sem ég væri staddur uppi á Lómagnúp með góðan sjónauka og virti fyrir mér sandana þar fram undan til hafs og hyllingarnar, nema hvað þar er sandurinn svart- ur, en hér er hann hvítur. Nú var öðru vísi um að litast þarna. Falleg hús með rauðum þökum og trjálundar blasa við. En fram við ströndina eru garðar og á þeim standa veitingaskálar. í fjör- unni er baðfólk þúsundum saman, krakkar ríðandi á smáösnum, en fullorðið fólk veltandi í landbár- unni og langt út, því að hér er að- grynni mikið. Á leiðinni til Rotterdam ókum við um smáskóga, tún og beitilönd og var þar mesti sægur af kúm og allar svartskjöldóttar, engin öðru vísi á litinn. Á einum stað fórum við fram hjá kirkju og var fólk að ganga til messu. Þótti mér búning- ur kvennanna skrítinn. Þær voru í svörtum, síðum og víðum pilsum, þar utan yfir í svörtum kápum og með svört sjöl, en hvítan kofra eða skuplu á höfðinu og stóðu út úr oddmyndaðar blöðkur, eins og gríðarstór eyru. Það var farið með mig í gríðar- stóran lystigarð og var þar margt að sjá. Inni á milli trjánna voru grasbalar, sem hallaði niður að tjörnum, en þar voru endur, gæsir og álftir á sundi og alls staðar var sægur af mósvörtum smáfuglum, sem hænast að fólki ef þeim er gefið. Þeir eru svona á stærð við snjótittlinga heima. í tjörnunum voru falleg vatnablóm, blöðin stór eins og rófukálblöð flutu ofan á vatninu og á þeim stórar hvítar sóleyar á stærð við undirskál. HEIMSÓKN í HAMBORG Hinn 22. júlí komum við til Hamborgar. Ég fór með fljótabát inn í aðalborgina og var með mér þýzk kona, Súsanna, búsett á ís- landi. Hún ætlaði að heimsækja frænda sinn, sem á heima langt inni í borginni og var húsnúmer hans 60, en ekki man ég við hvaða götu. Við fórum í strætisvagni og ókum lengi með honum áður en við komum í götuna þar sem frændi átti heima, en þar sem vagninn staðnæmdist var hús- númer 170. Urðum við því að ganga langt til baka til að finna nr. 60. Þar stóð þá nafn hans á dyrastafnum. Hún opnaði dyrnar og við gengum inn. Þar var niða- myrkur í anddyrinu. — Hún þreifaði sig að stiga og svo gengum við hærra og hærra, allt upp á fjórðu hæð og alltaf í myrkri, því að þar sást enginn gluggi né Ijós- týra. Þarna klappaði hún á dyr og kom fram gömul kona gráhærð, og sagði að frændi væri ekki heima og hún vissi ekkert um hvar hann væri niður kominn. Súsanna spurði þá hvort við mættum ekki bíða, ef hann skyldi koma heim bráðlega. Gamla konan bauð okkur inn og sátum við þarna í klukkustund, en ekki kom frændi. Þá bar þarna að mann og gat hann sagt Súsönnu hvar frændi mundi vinna og væri bezt fyrir hana að síma til hans. Enginn sími var í húsinu, svo að hún biður mig að bíða meðan hún skreppi út. Ég fór út á svalir húss- ins til þess að vita hvort ég sæi tíl hennar, eða hvort hún yrði til í þessu svartholi. Jú, ég sá að hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.