Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 6
540 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Guðrún Jóhannsdóttir frd Jón Mýrdal NÚ Á DÖGUM tíðkast mjög nð rifja upp og rita um forna atburði og segja frá mönnum, sem fyrir alllöngu dvalizt hafa á þessari jörð. Slíkar frásagnir eru alltaf lærdóms ríkar og varpa ljósi aftur í liðna tímann, sem er gjörólíkur þeim, sem nú stendur yfir. Við gamla fólkið höfum lifað tvenna tíma, dvalið í tveim ólíkum heimum, ef svo mætti að orði komast. Og þeg- ar við heyrum frásagnir frá gamla tímanum er sem gamall kunningi rétti okkur hönd. Því ræturnar standa dýpst þar sem vaggan stóð og bernskuskónum var slitið. Þegar ég nú, á dögum ellinnar, hugsa um bernsku mína og æsku- ár og fólk það, skylt og vandalaust, sem ég umgekkst, þá er sem ég sjái það í nýju ljósi, skilji það bet- ur, setji á það nýtt mat. Málverk njóta sín ekki nema í nokkurri fjarlægð. Viðburðir lífsins og fólk það, sem við þá er tengt, eru myndir, sem minningin geymir. Þegar ég nú, í skuggsjá fjar- Iægðarinnar, virði fyrir mér vini og vandamenn frá þessum löngu liðnu dögum, ber engan hærra en Jón Mýrdal, móðurafa minn. Var ég þó aldrei samvistum við hann. Hann kom aðeins sem gestur á bemskuheimili mitt. En allar minningar um hann og þekking sú, sem ég síðan hef aflað mér um hann, hafa skýrt mynd hans í huga mínum. Ég á frá honum f jölda bréfa, hið fyrsta skrifað þeg- ar ég var fimm ára, það síðasta seinasta árið, sem hann lifði, en þá var ég 21 árs. Þau eru mér ó- brigðul heimild um sálargöfgi hans og ágætar gáfur. Ef ég í öllu fylgt Ásldksstöðum rithöfundur hefði leiðsögn hans, væri misstig- in spor mín, á farinni leið, ekki mörg. ★ Það er seilst nokkuð aftur í tímann, þegar minnst er Jóns Mýr- dals skálds. 128 ár eru nú liðin frá fæðingu hans og 54 frá dauða hans. Hann var fæddur 10. júlí 1825 að Hvammi í Mýrdal. Foreldrar hans voru, Steinunn Ólafsdóttir og Jón HelgSson bóndi þar. Dvaldi hann í foreldrahúsum til tvítugsaldurs. 1845 réðist hann til séra Svein- bjarnar Hallgrímssonar, aðstoðar- prests séra Péturs á Kálfatjörn. Ætlaði hann að læra hjá honum undir skóla. En frá þeirri fyrirætl- an hvarf hann aftur. Er engum vafa bundið, að þar hefur fátækt- in, sem svo mörgum efnilegum ungmennum hefur sett stól fyrir dyr, ráðið úrslitum. Fór hann þá til Reykjavíkur og nam trésmíði. Að því námi loknu fór hann norð- ur í land. Árið 1853 giftist hann Guðrúnu Rannveigu Jónsdóttur frá Illugastöðum í Fnjóskadal. Ekki hafa þau átt skap saman afi og amma. Hann var tilfinn- ingaríkur, draumlyndur og nokk- uð ölkær. Guðrún amma var stór- brotin kona, sem áleit staðreynd- ir tryggari fótfestu en hugmynda- flug. Þau slitu því samvistir eftir eitt ár. Eina dóttur eignuðust þau, Kristínu Salóme móður mína. Haustið 1854 sigldi Jón Mýrdal til Kaupmannahafnar, sennilega til að fullnema sig í iðn sinni. Dvaldist hann þar í tvö ár. Eftir heimkomuna dvaldi hann við smíð- ar á ýmsum stöðum á Norðurlandi. Byggði hann kirkjur og önnur Jón Mýrdal tfÁ ;< ... .j , ;| hús. 1878 fluttist Jón til vestur- lands. 1880 kvæntist hánn í annað sinn Önnu Valgerði Bjarnadóttur, ættaðri af Skarðsströnd, ágætri konu, sem reyndist honum trygg- ur og traustur lífsförunautur. Ekki varð þeim barna auðið. Næstu tíu árin dvöldust þau hjón við Brgiða- fjörð, lengst af í Rauðseyjum. Það- an skrifaði afi mér mörg bréf. 1890 fluttu þau til Akraness og dvöldust þar til æviloka. ★ Jón Mýrdal var ágætur smiður. Allt hans handbragð var með snilldarbrag og hann fékkst við fleira en húsasmíðar. Til er eftir hann stofuskápur, sem myndi sóma sér í hvaða stofu sem væri. Kistil smíðaði hann handa ömmu í tilhugalífi þeirra, sem var snilld- arverk. Skil ég ekki annað en hann hefði þótt fallegt sveinsstykki á hvaða tíma sem var. Hann var spónlagður, kúptur á hliðum, lok- ið slétt að ofan og þar í felldir staf- ir unnustunnar. Tveir spónlagðir handraðar með skreyttum lokum. Innan í lokinu var spegill í fallegri umgjörð. Allur var hann póleraður utan og innan. Allur frágangur á þessum litla hlut og allt handbragð bar vott um listhneigð og haga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.