Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 14
548 V LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mannfjölgun og matvæli Hve mörgum getur jörðin framfleytt? MIKILL uggur hefur verið í mönnum að undanförnu út af því, að brátt muni svo fara að jörðin geti ekki framfleytt hinu sívaxandi mannkyni. Samkvæmt eftirfarandi grein er þó ekki hætta á sulti : náinni framtíð. Greinin er eftir jarðfræðinginn R. G. Hainsworth og birtist í timaritinu „Foreign Agriculture", sem gefið er út af landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. SÍÐAN um aldamótin 1800 hefur mannkyninu fjölgað um 165%. Á þessu tímabili hafa Evrópubúar tí- faldazt. Og nú er svo komið að hér um bil þriðjungur alls mannkyns er kominn út af Evrópubúum, en um 1800 voru þeir ekki nema 8. hluti mannkynsins. Fjölgunin hófst með vélaöldinni og aukinni fram- leiðslu vegna hennar og aukinnar atvinnu. En vegna þess hve margir höfðu þá framfæri sitt af iðnaði, jókst eftirspurn að matvælum meira en landbúnaður var fær um að fullnægja. Og um 1840 hófst þess vegna fyrir alvöru flutningur fólks til Norður-Ameríku. Fjölgar um 32.6 á hverri mínútu Seinustu árin hefur mannkyninu fjölgað miklu hraðar en áður, svo að nú bætast við 32,6 nýir munnar á hverri mínútu að meðaltali. Á sama tíma hefur fólkinu í Banda- ríkjunum fjölgað um rúmlega 5200 á dag að meðaltali, eða um 3,6 á hverri mínútu, og frá 1. okt. 1951 til 1. okt. 1952 hafði fjölgunin orðið 4,4 á hverri einustu mínútu að meðaltali. Þó hefur fólksfjölgun orðið örari í Austurlöndum, sér- staklega í Japan. í þessu eylandi, sem þótti fullsetið áður, hætast við um 3000 nýir borgarar á hverjum degi, eða um ein milljón á ári. Fast land á jörðinni er um 142 milljónir ferkílómetra. Af þessu landi eru 26 milljónir ferkm. undir ís og snjó, túndrur eða eyðimerkur. Af því landi, sem þá er eftir, eru um 58 milljónir ferkm. ræktanlegt land, sem verður að framfleyta meginþorra mannkynsins. Og sam- kvæmt áætlunum sérfræðinga í Bandaríkjunum var mannfjöldinn á jörðinni um 2400 milljónir árið 1950. Öllu þurrlendi jarðarinnar má skifta í þrjá hluta: 1. Lönd þar sem fólki fjölgar jafnt og þétt en ekki mikið. í þess- um löndum býr nú um fimmti hluti jarðarbúa, og eru hin helztu þeirra Vestur-Evrópa, Norður-Ameríka, Ástralía og Nýa Sjáland. 2. Lönd, þar sem fæðingum fer fækkandi, en fólki f jölgar þó vegna þess að tiltölulega færri deya en áður. í þessum löndum er annar fimmti hluti mannkynsins og eru hin helztu þeirra löndin í Suður- Evrópu, Sovétlöndin og Japan og nokkur lönd í Asíu, Afríku og Mið- Ameríku. 3. Lönd, þar sem fæðingum hefur ekki fækkað, en dánartala hefur lækkað stórum vegna bættrar heilsuverndar. Þar er fjölgunin mest og í þeim löndum eiga nú þegar heima þrír fimmtu hlutar mannkynsins. Þessi lönd eru í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Af öllu landi jarðar eru um 7,7% fullræktað land, og lætur þá nærri að 0,4 ha. af ræktuðu landi komi á hvern jarðarbúa að meðaltali. ;4 I Bandaríkin fremst Stærstu svæðin af ræktuðu landi eru í Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum. Bandaríkin eiga 18,2% af öllu ræktuðu landi, Sovétríkin 16,9%. Bandaríkin eiga auk þess mjög víðáttumikil beitilönd og framleiða því svo mikið af kjöti og mjólk að það samsvarar vel upp- skeru af ræktuðu landi. Kemst ekkert land í heimi þar til jafns við þau. Fyrir 50 árum var ræktað land í Bandaríkjunum 2,2 ha. á hvern íbúa, en nú er það ekki nema 1,2 ha. vegna fólksfjölgunar. En það sem framleitt er nú á þessu landi er svo miklu meira en áður, að nú gefa 1,2 ha. helmingi meira af sér en 2,2 ha. gerðu fyrir 50 ár- um, og þess vegna geta Bandaríkin flutt út geisimikið áf landbúnaðar aíurðum. ni'J Mismunur á ræktun Fimmtán lönd eiga um 75% af öllu ræktuðu landi á jörðinni, og þar búa um % mannkynsins. Kan- ada á mest ræktað land á hvern íbúa, um 2,6 ha., en Kína minnst ræktað land, um 0.16 ha. á íbúa. Þó er sá munur á, að Kanada hefur ekki ræktað nema svo sem 3,6% af landflæmi sínu, en hefur tiltölu- lega fáa íbúa (13.850.000). Kína hef- ur aftur á móti ræktað 12,4% af sínu landflæmi, en þar er fólks- fjöldinn óskaplegur (463.500.000). Á ýmsum stöðum á jörðinni er enn mikið land, sem liggur gagns- laust, en mætti rækta. Svo er um Ajnazonlandið í Suður-Ameríku, mikinn hluta af Burma, Nýu Gíneu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.