Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 541 hönd. Lítil hús smíðaði hann handa okkur systrunum, þegar við vor- um börn, sem einnig eru völund- ar smíði og bera vott um frábæra vandvirkni og nostur. Afi var hinn mesti eljumaður. Félli smíðarnar niður augnablik, var penninn kominn í hönd hans. Hann var sískrifandi. Heyrði ég að oft hefði hann skrifað við hefil- bekkinn. Jón Mýrdal skrifaði mik- ið. Eftir hann liggja kvæði, sögur og leikrit. Kunnast af verkum hans er „Mannamunur", sem gefinn hef- ur verið út þrisvar sinnum, síðast 1950 af Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Önnur rit, sem út hafa komið eftir afa er Grýla, þar eru kvæði o£ skáldsagán Vinirnir. Kom Grýla út 1873. Skáldsagan Skin eftir skúr byTjaði að koma út sem fylgirit Fróða 1886—87. En þeirri útgáfu lauk aldrei. En fram- hald þeirrar sögu er til í handriti. Auk þess eru til í handritum nokkr ar skáldsögur eftir afa, sem ekki hafa birst á prenti og þrjú leik- rit eða leikritabrot. Tvær skáld- sögurnar eru á dönsku. Öll þessi handrit eru geymd í handritasafni Landsbókasafnsins. Ljóðin nr. 846. Önnur skáldverk nr. 845—849. Hafi ritverk Jóns Mýrdals lítið bókmenntagildi, stafar það af menntunarskorti hans. Sönn menntun er eins og myndhöggvari, sem meitlar mynd sína þangað til hún er orðin að listaverki. Bresti leiðsögn menntunar, má búast við göllum og vansmíði. En gáfur afa voru afbragð. Um hann eru þessi ummæli í æfisögu Árna prófasts Þórarinssonar, Að ævilokum bls. 350: „Jón Mýrdal var mjög gáfað- ur. Hann sendi séra Jónasi á Stað- arhTauni hugleiðingar um Heilaga þrenningu. Jónas sagðist hafa orð- ið alveg hissa á þeirri dýpt og speki af manni, sem aldrei hefði notið nokkurrar menntunar. En Pétur biskup sagði um séra Jónas, að hann væri bezti og dýpsti ræðu- maður landsins í klerkastétt." ★ Jón Mýrdal var fremur lágvax- inn, holdgrannur og veiklulegur, lítið eitt lotinn í herðum. Ágjörð- ist það mjög með aldrinum. Munu sífelldar stöður við hefilbekkinn hafa valdið þar nokkru um. Hann var grandvar í breytni, fáskiptinn, en glaðlyndur og skemmtilegur í viðræðum, fyndinn, orðheppinn og fljótur til svars. Eitt sinn var afi á ferð yfir Vaðlaheiði. Mætti hann þá kunningja sínum, sem hann hafði ekki séð í mörg ár. Var sá feitur með mikla ístru. Þegar þeir hafa heilsast, segir þessi fornvinur: „ÓSköp er' að sjá þig, Jón. Það er; eins og þú berir allar áhyggjur heims á herðum þínum.“ Afi ekki seinn til svars: „En þú á kviðnum, laxmaður." Þótt Jón Mýrdal sleppti aldrei verki úr hendi, var hann sárfátæk- ur alla æfi. Þá var ekki ákvæðis- vinna né tímakaup, minna hugsað um launin en hitt að láta verkið fara vel úr hendi. Ég hygg, að á þeim tímum, hafi margir átt launin sín inni, þegar þeir yfir- gáfu þennan heim. Kristín móður mín ólst upp með móður sinni. Var afi því aldrei samvistum við einkabarn sitt, sem hann unni hugástum. Er hægt að fara nærri um, að það hefur verið honum þung raun, þótt ekki ræddi hann um. Guðrún amma dó, þegar móðir mín var fullorðin. Skömmu síðar giftist hún föður mínum Jó- hanni. Hans foreldrar voru: Einar Erlendsson frá Rauðá í Þingeyjar- sýslu og Sigríður Þorsteinsdóttir frá Stokkahlöðum í Eyjafirði, tví- burasystir Dómhildar Briem. Voru þær svo líkar, að vart þekktust að. Langar mig til að skjóta hér inn í tveim smáatvikum, sem Sigríður amma sagði mér frá. Það var á giftingardegi Dómhildar og Ólafs Briem, timburmeistara á Grund, að amma átti erindi inn í stofu þar sem veizlugestir sátu. Þegar hún kemur inn heyrir hún að einn veizlugestanna segir: „Brúðurin er þá ekki farin að búa sig enn- þá.“ Öðru sinni átti amma leið inn í herbergi þar sem spegill hékk í einu horni. Henni verður litið í spegilinn og segir: „Ert þú þarna, Dómhildur?“ Móðir mín var gáfuð kona og skáldmælt. Hún varð ekki langlíf. Dó um þrítugt, frá tveimur litlum dætrum, harmdauði eiginmanni, föður og öllum, sem hana þekktu. Aldrei hef ég heyrt talað um kvenhylli Jóns afa né samband við aðrar konur en eiginkonurnar. Var hann þó fjölda mörg ár milli kvenna. En ósennilegt þykir mér um mann með hans skapgerð og tilfinningar, að hann hafi með öllu verið ósnortinn af kvenlegum yndisþokka. Það sagði mér þjóð- kunn merkiskona, að eitt sumar hafi Jón Mýrdal verið kaupamað- ur hjá foreldrum hennar. Dáðist hún að gáfum hans og hve skemmtilegur hann var. Eftir stund arþögn bætir hún við og brosir lítið eitt. „Hann orti til mín ástar- ljóð milli flekkjanna." Það er harla skiljanlegt, að þau þessi tvö, hafa gjarnan viljað vera í sama flekk. Margt hefur dregið þau hvort að öðru: æska, gáfur, sameiginleg hugðarefni og að einum þræði frá- bær glæsimennska ungu heima- sætunnar. Eins og ég tók fram fyrr, var ég aldrei samtíða Jóni Mýrdal afa. En við skrifuðumst á meðan hann lifði. Ég var sex ára, þegar hann þakkar mér fyrsta bréfið. Segir hann, að það hafi verið furðu gott. Samt eigi ég að vanda mig bet- ur næst. Hann dó 15. marz 1899, 74 ára. Ritað í júlí 1953.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.