Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 549 og Sumatra. Þarna skortir vinnuafl til þess að ryðja skóga og rækta. Sums staðar mætti taka stór eyðimerkurflæmi og gera þau að akurlöndum með áveitu. Þegar eru mikil áveitulönd tii og munu þau fæða um 10% af öllu mannkyninu. Talið er að þetta áveituland sé um 80 milljónir ekra, og hægt muni að gera álíka stórt áveitusvæði ann- ars staðar. Hafa orðið miklar fram- farir í áveitum á seinustu áratug- um. Á seinustu árum hafa og orðið mikla breytingar á því hvað hægt er að rækta hveiti norðarlega í Evrópu, Asíu og Ameríku. Þetta hefur tekizt vegna þess að með kynblöndun hafa menn komið sér upp hveititegundum, sem eru bæði harðgjörari og fljótsprattnari held- ur en áður þekktist. Eyðimcrkur þar scm áður voru akurlcndi Mörg frjósöm akuryrkjuhéruð hafa orðið að eyðimörk, þar er nú roksandur sem áður bylgjuðust blómlegir akrar. Svo er um Norður Afríku, sem fyrrum var kornforða- búr Rómverja, Mesopotamíu og stór landflæmi i Indlandi og Kína. Þá hefur og uppskera farið minnk- andi að undanförnu í ýmsum lönd- um, svo sem Ástralíu, Argentínu og Kanada. Það mætti drýgja mjög fram- leiðslu matvæla með því að vinna næringarefni úr timbri og ýmsu öðru og nota bæði til manneldis og skepnufóðurs. Menn hafa einnig gert tilraunir um ræktun nytja- jurta í vatni, sem blandað er frjó- efnum, en þær tilraunir hafa enn orðið svo kostnaðarsamar, að þeim er ekki til að dreifa. Aukin framleiðsla er þó ekki eingöngu undir því komin aö fá meiri uppskeru af ræktaðri jörð, og upp|ylla þanmg þaríir mann- kynsins- Það er einnig bægt að spara með hentugri dreifingu og notkun úrgangsefna. En vilji mað- ur vita hve mörgu fólki jörðin get- ur framfleytt, þá er að vísu mikið undir því komið hve háar kröfur menn gera til lífsins, en þó má at- huga fleira. Jörðin getur framfleytt margfalt fleira fólki cn nú Setjum svo að ræktunaraðferðir haldist svo að segja óbreyttar, en framleiðsluaukning komi aðeins frá nýrækt þar sem nú er lítið eða ekkert framleitt, að ræktaðar sé góðar tegundir korns, að auknar verði kynbætur húsdýra, þá má gera ráð fyrir að jörðin geti fram- fleytt 6500 millj. manna, eða ná- lega þrisvar sinnum fleiri en nú byggja hana. Vér getum líka gert ráð fyrir að vaxandi matarekla neyði menn til þess að taka til ræktunar alla ónot- aða en ræktanlega jörð í hítabelt- inu, og rækta hana ekki ver en þá smáskika, sem nú eru ræktaðir þar. Þarna bættust þá við 1Q,4 milljónir ferkm., og þeir ætti að geta fram- fleytt jafnmörgu fólki hlutfallslega eins og nú býr á Java, en þar eru 42 milljónir manna á aðeins 70.000 ferkm. ræktuðu landi. Með þessu móti ætti jörðin að geta framfleytt 9600 milljónum manna. En svo er eftir að vita hvað vís- indin geta hjálpað til þess að auka framleiðsluna í heiminum. Um það verður ekkert sagt með vissu. En einn hálærður jarðfræðingur hef- ur nýlega sagt, að það væri engin takmörk fyrir því hvað jörðin gæti framleitt. Hann helt því einnig fram að England gæti ferfaldað jarðargróða sinn með betri aðferð- um en nú tíðkast. Það sem hér er sagt sýnir, að jörðin getur framfleytt mörgum sinnum fleira fólki en nú á þar heima. Hér epu aðein? nokkrir þlettir ofsetmr, en það stafar ekki af því, að jörðin geti ekki fram- fleytt fólkinu, heldur af alls konar mistökum og hugsunarleysi um það að nytja jörðina sem bezt með nýtízku aðferðum. Það kostar auð- vitað mikið fé í byrjun, en það fæst aftur ef unnið er með fyrirhyggju. Og það er langt frá því, að núver- andi akurlendi og úthagar jarðar- innar gefi af sér eins mikið og unnt er. Með bættu útsæði og nægum áburði væri víða hægt að marg- falda uppskeru. — Vísindaleg bú- mennska mundi geta bætt kjör manna mjög mikið og stuðlað mjög að því að kenna mannkyninu að öll heill þess er komin undir því að heimsfriður haldist. ★★★★★★ FYRIR skömmu gerði þingmaður i neðri deild brezka þingsins fyrirspurn út af útgjöldum til katta í reikningum póstmálanna. Spunnust út af því bros- legar umræður. Upphaf þessa máls er, að fyrir æva- löngu gerðu mýs allskonar spjöll í pósthúsum landsins, með því að naga og eta póstsendingar. Var þá gripið til þéss ráðs, að hafa ketti í öRum póst- húsum til þess að drepa mýsnar. Og þannig varð kattahald fastur liðúr í út- gjöldum póstmálanna. Þetta hefir hald- izt fram á þennan dag, enda þótt nú sé fundin miklu öruggari ráð til þess að útrýma músum, heldur en hafa ketti til þess. Af þessu er það, að kettir sitja í „opinbérum embættum“ í Englandi, og nú kom það í hlut að- stoðar póstmálaráðherrans, David Gamman, að svara því hvernig kett- irnir ræktu hinar opinberu skyldur sínar. Ráðherrann kvaðst verða að játa, að alger glundroði ríkti í kattamálunum, kostnaður við þá væri mismunandi á hinum ýmsu stöðum, og engar opin- berar skýrslur lægi fyrir um það, hvernig þeir ræktu störf sín. Það hefði einriig reynst ógerningur að greiða kottunum kaup eftir afköstum þeirra. Og hann kvaðst verða að játa, að þetta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.