Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 12
546 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nú rak hver atburðurinn annan með leiíturhraða. Flugþernan var að koma utan úr eldhúsi með sjóðandi kaíli- könnu í annarri hendinni og mjólkur- könnu í hinni. Þegar hún kom fram á milli stólaraðanna, staðnæmdist hún alit í einu og varð skelfingin uppmál- uð. Og í einhverju ósjálfræði helti hún sjóðandi kaffinu yfir skallann á Verdure, en rjómanum öllum ofan á litla fjaðrahattinn hennar Beatrice Tabogan. Stjarnan kom engu orði upp fyrir undrun, en prófessorinn rak upp svo hvínandi öskur, að það var eins og hreyflar vélarinnar hefði allt í einu hætt að snúast og dynurinn í þeim þagnað. Allir farþagarrúr hrukku við og sneru sér í sætum sínum til að sjá hver ósköp á gengi. — Ertu orðin vitlaus, stelpa, að framreiða kaffi svona. Ég skal kæra þig fyrir flugfélaginu, hrópaði Beatrice og þurkaði framan úr sér rjómann, sem lak niður úr hattinum hennar. Lowstone herforingi sat í aftasta sætinu. Nú stökk hann allt í einu á fætur. Hann var venjulega rauður í framan, en nú var hann helblár. Hann gapti svo að skein í tvær raðir af gulltönnum. Hann rak upp einhver smáöskur, sem voru aiveg ósamboð- in stöðu hans. Hann ruddist fram, tróð á tánum á Victor Victori og hent- ist aftur að náðhúsinu, en komst þar ekki inn, því að flugþernan hafði leitað þar skjóls og læst að sér. Hinir farþegarnir sátu eins og límd- ir við sæti sín og skildu ekkert í því hvað gekk að þessu fólki. — Nej, hvað er nú þetta? hrópaði Victor Victori allt í einu og hentist upp á stólbakið. Hann benti á ein- hverja iðandi lengju, sem mjakaðist eftir gólfinu. Hann hafði aðeins verið skamma hríð í Mið-Afríku og því var von að honum dytti fyrst í hug að þetta væri eiturslanga, í staðinn fyrir að það var fylking af rauðum maurum. En hinir farþegarnir sáu skjótt hvað um var að vera. Og allir stukku þeir í einu vetfangi upp á stólabökin til þess að fá stundar ráð- rúm. Vér skulum ekki orðlengja hér um æði rauðu mauranna. Rétt er þó að taka það fram, að þeir eru ekki eitr- aðir. En þeir eru gráðugir og kjaft- arnir á þeim eru eins og klípitengur. Þegar þeir gera áhlaup, eru þeir all- ir samtaka, alveg eins og þeim væri skipað það. Þeir bíta sig fasta og halda þangað til þeir eru teknir með valdi, en það verður að gerast með lagi svo að klipitengurnar sitji ekki fastar eftir í holdinu. Þrátt fyrir óhjóðin í flugþernunni, prófessornum og herforingjanum, höfðu þeir í stýrishúsinu ekki heyrt neitt og vissu ekkert hvað var að ske. En aðstoðar flugmanninn var nú farið að lengja eftir kaffinu sínu, sem flugþernan átti að sækja. Hann opn- aði því hlera og gægðist fram. Hon- um brá í brún þegar hann sá að allir farþegarnir sátu í hnipri uppi á stóla- bökunum og honum varð að orði: — Allir farþegarnir eru orðnir vit- lausir. Flugstjórinn gægðist þá fram. — Farðu fram og sefaðu þá, sagði hann svo. En farþegarnir voru rólegir og þeg- ar hann kom fram sagði prófessorinn aðeins: — Þú hefir hlotið að stíga niður í miðja benduna. — Hvaða bendu? spurði aðstoðar flugmaður. — Nú rauðu mauranna, náttúr- lega. Hann leit niður fyrir fætur sér og sá þá hvers kyns var, en þá var þegar of seint að forða sér. Maurarnir höfðu ráðist á hann í einni fylkingu eins og vant er og voru þegar komnir upp á axlir á honum. Og þegar flugstjór- anum og loftskeytamanninum varð litið út um gættina, þá varð þeim ekki um sel að sjá samverkamann sinn standa þar uppi á stólbaki og berja sig allan utan eins og hann væri genginn af göflunum. Loftskeytamaðurinn sá að Tourne- main benti á gólfið. Hann leit þang- að og varð að orði: — Nei hefir þá ekki bölvaður asn- inn hleypt maurunum út! En farþegarnir fóru að ráðslaga um hvað gera skyldi. —Tournemain, sagði prófessorinn, þú hefir komið okkur í þessa klípu og það er þitt að losa okkur úr henni...... — Já, mér kemur ráð í hug, sagði Tournemain, við skulum sleppa maura- sleikjunni. Hann klöngraðist aftur yfir sætin og hleypti mauraætunni út úr körf- unni. En þeir urðu skjótt fyrir von- brigðum, þeir höfðu gleymt því að maurasleikja er ekki óseðjandi. Og enda þótt hún hefði haft matarlyst á við fíl, hefði henni verið um megn að eta sig í gegn um herskara maur- anna. — Hvernig væri að gefa þeim eitt- hvað að eta? sagði Victor Victori og klöngraðist aftur í eldhúsið. Þar var þá herforinginn fyrir hálfnakinn og var að keppast við að tína af sér maura, sem höfðu bitið sig fasta hing- að og þangað í skrokkinn á honum. Hann hafði byrjað neðst, en var ekki kominn lengra en upp að knjám að hreinsa sig. Leikarinn kom brátt affur og hafði náð í matinn, sem farþegunum hafði verið ætlaður. Hann þeytti öllum kræs- ingunum yfir maurana á gólfinu, en það hvarf allt eins og dögg fyrir sólu, kjúklingasteikin, sósan og sér- staklega virtust maurarnir sólgnir í majonaise, framreitt í skeljum. Victor Victori hafði verið hreyk- inn að snjallræði sínu, en nú fell hon- um allur ketill í eld. Hann sá að tólf manna matur varð ekki til annars en gera maurana enn gráðugri, enda höfðu þeir ekki haft neitt anhað en eina dauða rottu að lifa á í þrjá daga. — Það er svo sem auðséð að þeir versna við þetta, sagði Beatrice og glápti á gljásleiktar skeljarnar. — Ættum við ekki að hella olíu yfir þessi kvikindi og kveikja svo í? sagði prófessorinn. — Ertu vitlaus? æpti aðstoðar flug- maður. Hann var að hamast við að ná maur út úr vinstri nösinni á sér. v* Flugstjórinn sat öruggur fram í stýrishúsinu og athugaði hvar þeir væri staddir. Flugvélin var komin lang- leiðis yfir Miðjarðarhaf. Hann ákvað að lenda í Marseilles. — Sendu skeyti, sagði hann við loftskeytamanninn, og biddu um leyfi til þess að lenda á flugvellinum og biddu þá að senda hjálparmenn með nóg af skordýraeitri svo að við getum útrýmt þessum ófögnuði. í Brussel og Marseilles komust nokkrir hugkvæmir blaðamenn að því að neyðarkall hafði komið frá flug- vélinni og þeir færðu fréttina fljót- lega í stílinn, enda hafði hún verið heldur ógreinileg hjá loftskeytamanni flugvélarinnar. Frönsku blöðin sögðu frá því að lýs, sem hefði komizt í flugvélina í Tripoli, hefði etið far- þegana liíandi, en areiðanlegt belgiskt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.