Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 16
r 650 LESBÓK MORGUNBLABSINS starfslið hins opinbera væri mjög óáreiðanlegt, tæki ekki skyldur sínar alvarlega og tæki sér fri til langra fjarvista þegar því sýndist. Spunnust út af þessu gamansamar umræður. Einn spurði svort kettirnir fengi fjölskyldubætur. Annar spurði hvort einstæðings mæður fengi sér- stakan styrk. Og kvenréttindakonan Irene Ward, spurði hvort högnar og bleyður fengi sömu laun fyrir sama verk. Gamman fullvissaði hana um, að fyllsta jafnrétti gilti af hvoru kyninu, sem kettirnir væri. Um fjölskyldubæt- ur og barnsmeðlög kvaðst hann ekki geta sagt annað, en að vel væri séð fyrir þörfum hinna „opinberu" katta. En það mundi bezt fyrir alla, bæði þingmenn og ketti, að sem minnst væri rótað upp í þessum málum.------- m Bretar eru miklir kattavinir og talið er að þar í landi sé um sex miljónir katta. Og það eru rúmlega þúsund ár síðan að þar voru sett lög til verndar köttum. Þeir voru og einu sinni hafðir í þinghúsinu, til þess að varna því að mýs settust þar að. Nú er þeirra ekki þörf þar lengur, og afkomendur hinna „opinberu" katta, er þar voru, eru þar enn, og umsjónarmenn hússins sjá um að þeim líði vel. SOGSTÖÐIN NÝA sem nú fer að taka til starfa. Myndin er tekin vestan við Sogið og sést fyrst stíflan, þá stöðvarhúsin og fjallið Búrfell í Grímsnesi I baksýn. Er þarna fagurt um að iítast í góðu veðri þegar stöðin speglast í lón- inu íyrir ofan stífluna, en fossinn fram af stíflunni eins og gegnsætt gler er glóir mót sól. Inni á miili húsanna sést grindarturn einn mikill. Úr honum liggja’háspennulínurnar. Línan til Reykjavíkur hvílir á um hundrað grinda- turnum, í stað þess að áður hafa háspennulínur hvílt á staurum. Þessi nýi umbúnaður er miklu öruggari. Staurunum hætti við að brotna í stórviðrum og ísingu, en þessum grindum á að vera óhætt á hverju sem gengur um veðráttuna. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). JÓN SIGURÐSSON OG KRISTJÁN IX. Jón Sigurðsson var venjulega einu sinni á ári, svo sem forseti Bókmennta- félagsins, í heimboði hjá Kristjáni kon- ungi IX., því að Danakonungar hafa um langa hríð verið verndarar félags- ins, sem svo er kallað. Árið 1874 var Jón einnig í veizlu hjá konungi sem endra nær. Hafði konungur þá ávarpað hann nokkrum orðum, og getið þess, að nú hefði hann með stjórnarskránni 5. janúar þá um veturinn, veitt íslandi stjórnarbót, og ætlaðist konungur eins og til, að Jón léti ánægju sína í ljós yfir því, að honum mundi líka stjórnar- skráin. En Jón svaraði: „Ja, men det er kun begyndelse, Deres Majestet". — Sagt er, að Lovísu drottningu, sem var vitur kona og stjórnkæn, hafi orðið hjaldrýgra við Jón en flesta aðra, er í heimboðum voru ásamt honum hjá Kristjáni konungi. (Sögn Sigurðar L. Jónassonar). LAXVEIÐIMAÐUR Ketill hét maður og bjó á Hurðar- baki á Ásum í Húnaþingi. Hann var harðgjör og knár, en manna raupsam- astur og gambraði oft um of af sér og verkum sínum. Þá bjó Oddur notarius Stefánsson á Þingeyrum og var það oft að hann lét menn fara til veiða í Laxá. Ketill var landseti klaustursins og heimtuðu Þingeyramenn hann eitt sinn til veiða með sér, því að klausturhöld- urum þótti jafnan landsetar sínir skyld ir til þess að vinna fyrir sig, þó að fullt væri goldið eftir jarðirnar. Ketill hafði það starf er verst var við veið- arnar, að vaða eftir miðri ánni og losa netið við festur. Varð hann því oft að kafa og sparaði það ekki heldur. Sleit hann þá lífodda á 15 vænztu löxunum, svo að þeir lágu eftir í botninum. En er Þingeyramenn voru gengnir úr ánni og farnir heim, hirti Ketill laxana og sagði kunningjum sínum seinna frá bragði sínu. (Gráskinna Gísla Konr.) GÖTIN ERU GEFIN Benedikt hét maður Þorsteinsson. Hann bjó í Laxárdal og þótti með gild- ustu bændum í Þistilfirði á sinni tið (18. öld). Eitt sinn átti Benedikt að gjalda á þing Þórði sýslumanni Björns- syni, og kom með afar stórt selskinn og spurði: „Takið þér þetta?“ „Já“. Nú var skinnið vegið, og karl kvittaður við gjaldið. Að því búnu fer sýslu- maður að skoða bjórinn og fletti sund- ur. Var hann þá svo marflóetinn, að ekki fekkst bót. „Þetta er bráðónýtt skinn, það er með eintómum götum,“ segir sýslumaður með voldugum róm. „Götin eru gefin,“ segir Benedikt og gekk burt og bætti engu við. (Gunnar Gíslason af Langanesi).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.