Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 4
Magnús F. Jónsson Guð var beðinn að borga við hentugleika Sr. Magnús á Gilsbakka. í*eir sem njóta læknis- þjónustu nútímans eiga kannski erfitt með að skilja til fulls, hvað lungnabólgan var skaðvænleg og að helzta ráðið norður í Miðf jarðardölum væri að leita fótgangandi suður yfir Tvídægru til hómópatans sr. Magnúsar á Gilsbakka HINN MIKLI SPEKINGUR, SEM LÆKNAÐI SJtJKA Á fyrstu tugum þessarar ald ar vair heiilsufar ísilenzkiu þjóð- arinnar mjög bágborið: Lungna berklar herjuðu vægðarlaust flestar eða allar sveitir lands- ins. Æskufólk, konur og karlar féllu unnvörpum í valinn fyrir hinum hárbeitta ljá hins hvíta dauða. Guðmundur Björnsson landlæknir kom upp sigursæl- um vígstöðvum í nágrenni höf uðstaðarins. Ýmsir beztu menn þjóðarinnar eins og sr. Magnús prestur á Gilsbakka gengu i fylkingarbrjóst landlæknis og veittu honum lið á Alþingi við fjárútlát sárfátækrar þjóðar til herkostnaðar móti hervaldi hvíta dauðans. Guðmundur Björnsson fékk þvi ráðið, að að hin ört vaxandi höfuðborg fékk til daglegra nota eitt hið bezta neyzluvatn, sem þekkist í heiminum. Einar skáld Bene- diktsson gaf borginni vatnsrétt indin. Aldrei hefur nokkur Is- lendingur gefið þjóð sinni svo dásamlega gjöf. Eftir síðustu aldamót tóku íbúðarhús landsmanna gagnger um breytingum. Gömlu torfbæ- irnir voru unnvörpum að velli felldir. 1 þeirra stað komu timburhús, sem voru sambvggð við torfveggi á bakhlið. Þessi íbúðarhús voru loftbetri en gömlu torfbæirnir, en miklum mun kaldari. Yfirleitt bjó þjóð in þá við bætiefnasnautt fæði, einkum seinni hluta vetrar, en fatnaður, einkum til sveita, var skjóliítill og ekki vatnsheldur. Þá kunni þjóðin ekki að not- færa sér loðskinn. Þjóðin var þá svo fátæk, að með sanni mátti segja, að hún ætrtli varla sæmileg föt á sig. Lungnabólga var næst skæð- asti sjúkdómur við hvíta dauð ann. Stjórnskipaðir læknar stóðu ráðþrota gagnvart þess- um sjúkdómi, sem lagði marg- an mann á náfjalir, unga sem gamla, karla og konur. Hins vegar var almenn trú á meðul- um frá hómópötum sem settu saman lungnabólgulyf eftir fyr irsögn frá Hahneman hinum þýzka, sem samdi bók um hómó patíuna í byrjun nitjándu ald- ar. Þetta voru undralyf, sem án efa björguðu fjölda fólks frá kvalafullum dauðdaga. Ekki kann ég að rökstyðja heilsumátt hómópatiskra lækn- islyfja efnafræðilega, en á hitt er að líta, að sterk trú og von hafa orkað miklu um afturbata og heilsubót, því andlegt og líkamlegt ástand hvers eins, er mjög samofið. Sr. Magnús Andrésson á Gils bakka í Hvítársíðu hafði al mennt traust og tiltrúnað í Mið fjarðardölum, sem meðalaiækn- ir. Lungnabólgumeðul frá sr. Magnúsi þóttu sérstaklega gefa góða raun. Þessi meðul voru ævinlega í tveimur litium glös- um. Á Neðra-Núp, næsta bæ við Torfastaði, þar sem ég ólst upp, bjó bóndi, sem Hafliði hét. Hann hafði nokkrum sinn um fengið lungnabólgu og ver- ið hætt kominn. Hann taidi að meðul frá sr. Magnúsi hefðu bjargað lífi sínu. Hafliði átti ævinlega meðul frá sr. Magnúsi og taldi sér fulla líf- tryggingu. Hafliði lánaði stund um meðul sín í lífsnauðsyn, þó með þvi skilorði, að þau yrðu fljótlega endurgreidd með sama hætti og þau voru tUkomin. Jóhann Kristófersson hét bóndi. Hann bjó á Aðaibreið, sem er fremsti bær í Austurár dal. Jóhann var veiðimaður mikill og hafði oft langar úti- legur við veiðarnar haust og vor á Amarvatnsheiði. Jóhann hafði ávallt með sér lungna- bólgumeðul frá sr. Magnúsi í viðleguna. Seinni hluta vetrar 1915 gekk lungnabólgufaraldur í Miðfjarðardölum. Á einum bæ lá gamall maður og kona á miðjum aldri, en ekki mjög þungt. Víðar var krankfellt, með sama hætti. Allur meðala- forði frá sr. Magnúsi á Gils- bakka var uppgenginn, en skuldir áfallnar, sem þurfti að greiða sem fyrst. Einhverjr málsmetandi menn báðu mig að fara suður að Gilsbakka og sækja vænar birgðir aí lungna bólgumeðulum, ekki minna en 15 pör eða þrjátíu blös. Enginn af sjúklingum 1 sveitinni var talinn í bráðri lífshættu og þess vegna þurfti ekki að hafa mikinn hraða á um ferðina. Ekki voru mér ætluð nein ómakslaun fyrir slíka sendiför, en guð beðinn að borga við hentugleika. Þá var ekki venja að taka daglaun fyrir að sækja liæknd eða mieðul þó um lang- an veg væri að fara. Ég bað Ólaf Björnsson, sem síðar var bóndi í Núpsdals- tungu að fara með mér þessa ferð með sömu kjörum og ég hafði. Var það auðsótit mál. Ól- afur var hraustwenni og mik- ill ferðagarpur. Hann er enn á lífi. Tíðarfar var stillt um þær mundir, auð jörð í byggð, en hjarnfönn á fjöllum. Við ferða félagar héldum á stað seinni hluta dags og gistum á fremsta bæ í Núpsdal og héldum á stað yfir Tvídægru við fyrsta ris- mál. Ekki varð okkur hinn breiði fjallvegur þungur í fangi, því gangfærð var svo sem bezt varð á kosið. Við kom um að Fljótstungu síðari hluta dags. Þar bjuggu þá Jón Páls- son og Guðrún Pétursdóttir. Þau hjón tóku okkur opnum örmum að venju, en hjá þeim merku hjónum hafði ég oft gist áður i réttarferðum við mikla rausn og ógleymanlegt veg lyndi. Eftir nokkra viðstöðu i Fljótstungu héldum við út Síð una að Gilsbakka. Þar hafði hvorugur okkar komið áður. Þar var mikill bær, fom og virðulegur, byggður að mestu leyti af torfi að utan, en al- þiljaður innanverðu. Sérstök tign og þokki var yfir bænum og öllu umhverfi hans. Við höfðum tal af sr. Magnúsi og sögðum honum, að við værum sendimenn norðan úr Miðfirði í veikindanauðsyn: Lungna- bólgufaraldur væri með meira móti á nokkrum bæjum í Mið- fjarðardölum og ekki dygði okkur minna en 15 pör af lunignabólgu'meöuiluim. Séra Magnús tók okkur mjög vin- samlega og bauð okkur gist- ingu, en meðulin kvaðst hann skyldu hafa tilbúin næsta dag, þó ekki fyrr en klukkan tvö, því langan tima tæki sig að setja saman svo mikinn meðala forða. Sr. Magnús Andrésson var ekki mikill á velli, andlitsfall hans var slétt, skeggstæði var alrakað og mi'kil heiðríkja yfir svipmóti hans öllu, sem bar augljósan vott um andlega reisn, viljafestu og óhaggan lega sjálfstjórn, sem aldrei myndi láta skeika að sköpuðu, hvað sem að höndum bæri. Miklar gáfur og djúphyggja einkenndu málfar hans og allt viðmót. Hann var í diplomarta- frakka og var sú fyrirmanna- fiík fornleg og sló á hana grænleitum elliblæ og á því fölnaður upphaflegur farvi. Tveir skírir silfurhnappar voru á mjóbaki og fór vel á því. Framkoma hans var lát- laus og Ijúfmannleg, laus við embættis- eða lærdómshroka. Við Ólafur fengum hina beztu gistingu í öllum viður- gerningi. Þegar leið að hádegl næsta dag, fengum við boð frá presti, að við skyldum koma til gestastofu því meðul væru til- búin. Við gengum í stofuna. Hann sat virðulegur fyrir miðj- um borðsenda. 15 meðalaböggl- ar, vandlega umbúnir, lágu á rauðmáluðum skáp í stofu- horni. Prestur sagði að þá væri svo langt liðið á dag, að ekki myndum við fara á þvi dægri lengra en til næstu bæja við Tvídægru og nú skyldum við taka tal saman um stund: Prestur spurði um ýmsa menn i Miðfjarðardölum, sem hann þekkti til, þar á meðal um Pál Guðlaugsson, sem hafði þá fyrir löngu síðan sótt með- ul til hans, er Pálína hús- freyja á Efra-Núpi lá fársjúk eftir barnsburð. Prestur rómaði mjög karlmennsku Páls, er hann lagði af stað yfir Tvl- dægru í norðan hríðarveðri um hávetur. Ekki var það fyrr en vorið eftir, að hann frétti, að Páll komst lifandi af heið- inni og að húsfrú Pálínu hafði fullbartnað af meðulunum, sem Páll færði henni. Við spurðum, hvort hann hefði að öllum jafn aði annasamt við læknisstörf. Ekki lét hann af að sér væru þau þung á höndum, en oft kvaðst hann hafa haft mikla ánægju af þessu aukastarfi, þegar vel hefði til tekizt. En upphaflega hefði hann farið að fást við þetta af einberri til- viljun. Ennþá, eftir marga áratugi, er mér í ljósu minni hinn gáf- aði og háimenntaði klerkur og læknir, þar sem hann sat í öndvegi sínu hrokalaus og ein lægur, miðlandi sinni lffs- reynslu á tvær hendur. Ég læt hann nú sjálfan segja frá: Þegar ég hafði lokið embætt isprófi, var ég um skeið skrif ari hjá Pétri biskupi Péturs- syni og hafði líka kennslu með höndum. Það var eitt sinn, að ég átti leið þar um er uppboð var haldið á litlu dánarbú. Meðal annars var boðin upp hómópatiubók á þýzku. Ég gerði áhugalaust nokkurra aura boð í bókina. Mótboð kom ekki, svo mér var slegin hún og þóttist 24. janúar 1971 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.