Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 6
HANDFYLLI Sögubrot eftir Vigni Guðmundsson Hallvarður var sterkur. í>eir sögðu hann væri heljarmenni. „Já, mikið helvíti gat maður- inn verið sterkur," sagði Jói á Bala. Hann var að segja þeim frá þegar Hallvarður hélt við rörið. „Og þetta með annarri hend- inni, — alveg eins og í skrúf- stykki. Já, já, með annarri hendinni: — Ha! Veiztu það ekki. Nei. Það er ekki von. Hin varð eftir fyrir sunnan, þegar hann reri þar. Já, já, — ein- hentur maðurinn. Vildi ekki sleppa línubala, sem hrökk út, þegar þeir voru að leggja að. Varð með höndina á milli. Klippt af eins og hún væri tefk im með exi, sögðu þeir. Og akíki hafði karli brugðið, ó nei. Reif sjálfur af sér skyrtuboðung- inn og skellti á stúfinn." „En hin krumlan á honum Hallvarði er ófúin,“ hélt Jói áfram. „Þegar þeir bræðurnir voru að Ieggja vatnsleiðsluna heim að Króki, höfðu þeir aðeins eina rörtöng. Nú þurftu þeir að ná leiðslunni sundur. Voru þá góð ráð dýr. En þá greip Varði karlinn hendinni um annað rörið og sagði si svona: „Snúiið, dremigir.“ Og þair með gekk leiðslan sundur. „O, já. Hægri krumlan á honum Varða jafnast á við hvaða rörtöng sem er.“ Og Jói tók upp baukinn sinn, stútaði sig, og rétti síðan hinum. Það var ofurlítið hlé hjá körlunum, þar sem þeir unnu við stífluna. Þeir unnu þarna margir, bæði innansveitar- menn og utan, jafnt ungir sem gamlir. Þeir óku grjóti og möl í fyr- irstöðuna við báða enda stífl- unnar. Allar vehkfærar hendur i sveitinni höfðu fengið vinnu við byggingu rafveitunnar. Þarna var að risa meira mann- virki en flestir höfðu áður aug- um litið. Mikil guðs blessun var þetta fyrir sveitina. Nóg vinna. Og allt borgað út í hönd um hverja helgi. Eða viðurværið, maður! Það var nú aldeilis ekkert hunda- fæði. Kjötbollur og snúðar í annað hvert mál! Skyldi það vera munur eða saltfiskurinn, sex daga vikunnar, heima. Og karlarnir unnu eins og berserkir. Þeir voru vanir að taka til hendi. Þeir dönsku brostu í kamp- inn, verkfræðingarnir og verk stjóramir. Þessir, sem jöpluðu á errinu eins og heitri kartöflu. En allt skildist þetta. Það var ekki verra en hrognamálið hans Jensens garrda verzlunar- stjóra hjá Hansenverzlun í Höfðakaupstað. Jú, jú. Þeir áttu sem sé að fá rafmagnið þar. Og bræður hans Hallvarðar, Þorlákur og Gunnsteinn, — þeir fengu líka vinnu við raf- veituna. Unnu við steypuna og uppsláttinn úti i vatninu. Hann Gunnsteinn lét sér ekki bregða, þótt hann dingl- aði á ónýtri slá i svimandi hæð yfir beljandi vatnsflaumnum. Þeir sögðu enda að þetta væri dæmalaus æringi og ofláti. Hann drakk og slóst eins og ljón, þegar skemmtanir voru. En í rauninni var hann bezta skinn. Stumraði yfir fórnardýr inu, sem hann var nýbúinn að slá i rot, þangað til sá raknaði við. Og þá hellti hann i kauða brennivíni þar til hann fór að hressast. Svo sátu þeir og sungu, föðmuðust og kysstust eins og aldavinir, sem ekki hafa sézt í síðastliðin þrjátíu ár. Eða hann Þorlákur. Hann var ekki hræddur við neitt. Nema ef vera skyldi við drauga. Hann varð þeirra stundum var, en var að sama skapi fáfróður um sambandið við hinn andlega heim. En að fást við planka og prik uppi við stíflu, það var leikur einn. Og þegar kúbeinið fór í ána, var hann ekki seinn á sér og stakk sér eftir þvi. Hann kunni að vísu ekki að synda, frekar en þeir bræðurn ir, en hann hafði svó oft lent i henni Laxá, að hann vissi að hann myndi auðveldlega hafa sig til lands. Og með kúbeinið kom hann á klappirnar skammt fyrir neðan stífluina. Þorlákur gat verið ofsafeng- inn og illur viðskiptis, ef hann reiddist, og ekki fór hann vel með vín, en hann var raungóð- ur, hygginn og i mörgu farsæll, þótt svoli væri. Sagt var að stundum væri fyrirferðin svo mikil á þeim bræðrum, Steina og Láka í Króki, eins og þeir voru kall- aðir, að ekki mætti halda fram skemmtun, ef sá gálinn var á þeim. Gamla samkomuhúsið í sveitinni lék þá á reiðiskjálfi, og þeir þóttust sleppa bezt, sem fyrstir komu sér út. Alltaf nægði þá að ná í Hallvarð, bróður þeirra. Þótt einhentur væri, fór hann með þá báða eins og börn. Ein verkfær hönd í sveitinni vann þó ekki við rafveituna. Hallvarður fékk þar ekki vinnu. Fáir voru þó eins verk- hagir og hann. En þeir dönsku gátu ekki notað einhentan mann. Og Varði var þá ekkert að ganga eftir þeim. Var held- ur ekki sérlega sterkur í dönskunni og enda fátölugur á eigin tungu. Þannig ieið sumarið í Laxár- dal. Hallvarður var heima við. Tamdi hesta fyrir menn og sló þess á milli stráin, sem þurfti handa þessari einu kú og nokkrum rolluskjátum, sem til- heyrðu Króksbúinu, sem aldrei hafði verið stórt. Hrossin voru ekki talin með, enda sjaldnast þung á fóðrum, nema góðhest- ar Hallvarðar. Hann átti þá ekki marga, en gerði vel til þeirra, þegar hann átti ein- hverja. Hailvarði hélzt illa á góðum hestum. Hann var nú einu sinni svona. Þeir sögðu að hann hefði meira gaman af að sjá aðra sitja gæðinga sem hann hafði gert að góðhestum. Eigingirni og sjálfsmetnaður þóttu ekki vankantar Haiil- varðar i Króki. Og þeir höfðu hokrað þama bræðurnir í Kröki, lengst af með Þrúðu gömlu, fóstru sinni. Foreldrar þeirra dóu frá þeim ungum, móðirin, þegar Hall- varður var tiu ára, en hinir strákarnir þá tveimur og fjór- um árum yngri. Svo fór faðir þeirra í ána íermingarvorið hans Varða. Sigþrúður hafði komið til þeirra árið efitir að móðir þeirra dó. Hún var talsvert eldri en Jón, faðir þeirra. En hún hafði samt holað sér niður við hliðina á honum í hjóna- kamersinu, — svona rétt eins og þau væru gift. En Jón í Króki hafði ekkert fyrir þvi að láta setja á þau hnapphelduna, þótt séra Guöbjartur væri sifellt að nauða á þvi við hann. Þrúða gamla var stútungs kerling, góð tii verka, en reiddi vitið ekki í þverpokum. Þusaði nokkuð en var ekki Ml- gjörn. Strákarnir höfðu sæmilega þjónustu, eftir þvi sem hægt var um slíka órabelgi og jarð- vöðla, sem alitaf voru drullug- ir upp fyrir haus um leio og komið var út fyrir hlaðvarp- ann. Þannig hafði þetta gengið eftir að Jón gamii dó. Varði stóð fyrir útiverkum. AMt hafðli þetfta skumpazit áfiraim. Þrúða gamla átti svo sem ekki í mörg hús að venda, svo hún var kyr. Þeir . kölluðu hana alltat fóstru gömlu, eða þá bara kerl- ingardjöfuilinn, ef sá gállinn var á þeim. Árið áður en hafizt var handa um byggingu rafveit- unnar, kom Friðbjörg að Króki. Hún var einstæðingur, alin upp á flækingi, foreldralaus, rúmilega tvítug og nú barns- hafandi. Hún hafði kynnzt Gurrn- steini í verinu fyrir sunnan. Þegar hún var komin svo langt á leið, að hún gat ekkl unnið lengur, og enginn viildl hafa hana þar um slóðir, sagði Gunnsteinn henni að fara norO ur og biðja Hallvarð ásjár. Hann myndi lofa henni að vera án þess að hafa mörg orð um. Bogga, eins og hún var köll- uð, var léttlynd og kát, en þótti laus á kostum. Og þegar barnið kom í heiminn gat hún ekki feðrað það. „Það hefir alla jafna verið hver sii'kihúfan upp af annarrl þarna hjá þeim i Króki,“ sagði séra Guðbjartur. Hann varð að bregða sér þangað og ræða við fótkið þar um hvað gera skyldi. Siðferðis staða heimilisins var í voða, eins og komið hafði fyrir áður. En svörin urðu fá og orðræðu- laus. Enginn þeirra bræðra ætflaði sér að eiga Boggu. Þeir höfðu aldrei verið upp á kvenhönd- ina. „Hún er góð, Skinnið," sagði Þrúða gamla. „Og svo er hún svo kát og skemmtileg. Það er heldur munur en þumbara- skapurinn í sumum. — Huh. Já, éld það hafi nú komið fyrir fleiri að hrasa, Bjartur minn, — ég meina séra Bjartur minn, — hérna séra Guðhjartur — 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. jainúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.