Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 12
Þjóðfræði Framh. aí blls. 3 Jclerkar voru. Hann hafði ianga og fasta reynslu af löngu starfi að' málefnum kirkjunnar. Mál- efhi Oddastaðar voru flókin og fjölþaett, og varð hann þvi að ikynna sér margvísleg atriði söguieg, og setja sig vel inn í iandfræðileg mörk í héraðinu. Jafnframt varð hann að kynna sér sögu ættarinnar í Odda, rök hennar að mótun hins mikla ríkis og vöxt hins mikla auðs- er var þar til staðar. 1 þessu starfi var honum á skömmum tíma lögð upp í hend- ur- saga héraðsins, eins at- burðarikasta héraðs landsins á þjóðveldisöld. 2% Skipulag Oddaverja um Rangárþing var fast og raun- verulega mjög i anda miðalda- kirkjunnar. Það hafði staðið af sér veður válynd á Sturiunga- öld. Sökum þess var afrakstur af búskap meiri í Rangárþingi en viða annarsstaðar um 1270. Af þessum ástæðum var það kappsmál fyrir Árna biskup að ná yfirráðum hins ríka staðar í Odda á Rangárvöllum. Hann þarfnaðist mikils fjár til rekstr ar ætlunum sinum í kirkju- stjórn. Enda varð sú raunin. Eitt af einkennum biskups- stjórnar hans, var, að hann virðist ailtaf hafa verið fremur fjárvana, og lá við borð, að stóllinn í Skáiholti væri gjald- þrota, þegar hann féll frá. Veldi auðs af kirkjulegum lögum, hafði þróazt um langt 6keið um Rangárþing. Tiundar- lögin höfðu i upphafi orðið gagnsöm veldi Oddaverja. Festa var mikil í eftirliti og innheimtu tekna í Odda á Rang árvöllum. Skipulagið var traust og öruggt, og minnir í sumu á skipulag lénsfyrirkomulags- ins suðúr í Evrópu. Líklegt er, að fyrirmyndin hafi verið þangað sótt að nokkru, það er tii ríkis Karlunga í Frakklandi. En aðáleinkenni skipulags- ins var samt sem áður mótað af arfteknum háttum og fyrir- komulagi í sveitarstjórnar- málum á vesturhluta Suður- lands, hreppafyrirkomulaginu, en það var mótað af raun og fýrirhyggju kynslóðanna. Ein- mitt þetta endurspeglast í' Njálu á sérstæðan og sérkennilegan hátt. Eins og kunnugt er, var það eitt aðaikappsmál kirkjunn- ar, að ná undir sig fátækratí- undinni, sem hér á landi var í höndum veraldiega valdsins. Aiiar likur benda til þess, að Árni biskup hafi í upphafi ætl- að sér að breyta tiundarlögun- ■um íslenzku í það horf, er var Útgefandi: Hif. Árvakur. Reykjavík. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Rítstjórar: Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráö Jónsíon. Ritstj.íltr,: Gisli SigurCrson. AtagJýsingar: Árni Garöar Kri*tin££on. Ritsljórn: Aöalstiæti 6. Sími 10100. stefna kirkjunnar um hans daga. En málin snerust í hönd- um hans, þannig, að tíundar- lögin urðu honum haldreipi, sem hann varð að treysta í deil- unum við Loðin lepp. Þetta varð til þess, að tiundarlög urðu óbreytt hér á landi um langan aldur. 1 Njálu koma fram mörg krist in sjónarmið á sérkennilegan hátt. Meðal þeirra er and- styggð höfundar á föru- mennsku og illum afleiðingum hennar. En eitt af einkennum framkvæmda tíundarinnar ís- lenzku gagnvart fátæku fólki var, að það var látið ganga milli bæja, og bændur gáfu því björg eftir þörfum og kjörnum vilja. Þetta var jafnvel í fram- kvæmd fram á liðandi öld sums staðar. Ostgjafimar til föru- kvennanna í Njálu endurspegla einmitt þennan hugsunarhátt og verður ein aðalstoð hefndar- innar, sem höfundur Njálu tel- ur auðsjáanlega einn af þeim heiðnu löstum, sem kristin kirkja eigi að útrýma. Fleiri merkja sér um þetta í sögunni, en ekki mun það rakið að sinni. 1 Odda á Raugárvöllum ríkti hákristin menning, rík I öliu gervi og framkvæmd. Oddaverj ar voru öðrum ættum fremur á þjóðveldisöld ákveðnir til að- dáunar við konungshugsjónina, sem var eitt af einkennum kristninnar i gjörvallri Evrópu. Þeir voru í raun og sann kon- ungssinnar, en voru samt sem áður ófúsir að ganga í berhögg við ríkjandi skipulag hins forna ríkis á Islandi, en það gerðu Sturlungar aftur á móti óhikað, og varð það síðartalda þjóðinni til mikillar ógæfu. Fyrir miðbik 13. aldair, þeg- ar höfðingjaveldi Oddaverja var nær þvi hrunið að grunni, gerðu þeir nýtt ráð á veldi sínu og ætluðu sér með því aukna festu til valda, eftir því sem ráða má af ófullkomnum heim- ildum. Þeir vissu um aðferð Snorra Sturlusonar, er hann fól ríki sitt í hendur Skúla her- toga, en þáði það aftur úr hendi hans með nafnbótum og auknum sæmdum. Sæmundar- synir virðast hafa farið sömu leið í utanför sinni um 1250, það er þeir lögðu ríki sitt, goðorð, og jafnvel eitthvað af fasteign- um i hendur Hákoni konungi gamla. Ekki er vitað, hvað þeir þágu í staðinn, en eflaust hef- ur það verið annað og meira, en kemur fram í eftirskildum gögn um sögunnar, þvi sú saga, er hlaut að verða afleiðing þess- arar ráðstöfunar, varð af fall- valtleik hverfandinnar í brot- um af illum örlögum. Sæmundarsynir, Filippus og Haraldur, urðu aldrei umboðs- menn konungsins noraka á Is- landi. Þeir náðu ekki til lands- ins úr hinni sögulegu ferð til Noregs. Þeir drukknuðu við Vestmannaeyjar á heimleið ár- ið 1251. Eflaust hefði saga Rangárþings og sunnlenzkra héraða orðið allt önnur, hefðu þeir fjallað um héraðsstjórn á Islandi í umboði konungs. En um það þýðir ekki að tjá. Árni biskup Þorláksson var ábyggilega vel kunnugur sögu Oddaverja og þar af leiðandi afhendingu goðorðanna i hend- ur konungi. í málarekstrinum út af Oddastað um 1270, hefur hann ábyggilega óttazt að kon ungsvaldið reyndi siðar að að halda þvi fram, að Sæmund- arsynir hefðu afhent jarðeign- ir í Rangárþingi í hend-ur kon- ungi, og jafnvel sjálfan Odda- srtað. En undir þennan leka settii Ámi biskup af hyggni og ráðdeild meö því að fá slyngan og þekktan lærdómsmann til að annast úttekt Oddastaðar, og gera rökstudda og greina- góða skrá yfir allar eignir stað arins, ítök og hlunnindi, eins og raunin sýnir í verki Gríms predfcs Hólmeteinssonar í í'iitun hans á máldaganum mikla frá Odda á Rangái-völlum árið 1270. Oddamál fóru til úrskurðar konungs og erkibiskups, og vann Árni biskup þar frægan sigur. Ekki er ástæða til að rekja það mál hér, þvi það skiptir ekki máli í rakningu minni að þessu sinni. En hins- vegar ber að hafa það í huga, aið Árni biskup og GrimuT prestur, unnu íslenzku þjóðinni og islenzku þjóðerni mikið gagn með fyrirhyggjusömu starfi, er þeir komu í veg fyrir það, að eignir Oddaverja færu sömu leið og eignir Snorra Sturlusonar í beina umsjá kon- ungs og umboðsmanna hans. í Njálu kemur fram sérstæð skil- greining konungsvaldsins norska. Þar er atburðarás sög- unnar ekki aðalatriði, jafnvel eru konungar annarra landa höfundi geðþekkari. Þeir eru í sögunni sannari milligöngu- menn milli manna og guðs, eins og sýnilega kemur fram í frá- sögn af Brjáni konungi. Hér er einmitt á ferðinni veigamikið atriði í hugmynda- fræði kristmnar kirkju á mið- öldum, óvenjulegt að vísu í ís- lenzkum ritum, en sett fram á sérstaklega listrænan hátt, en þó langtum fremst af mikilli trúfræðilegri þekkingu. En þetta hvorutveggja er Njálu- höfundi svo einkennilega vel lagið, og ef til vill er hann eini islenzki rithöfundurinn á mið- öldum, sem kann þetta af raun og sann, kann að móta í sögu einkennilegar andstæður, án þess að nokkuð beri á, gerir það á Hstrænan og þaulhugsað- an hátt. Framhald. Handfylli Framh. af blis. 7 Skammt ofan við hylinn, þar sem hann lagði netið, kemur bugða á ána og landið þreng- ir að henni og hæðirnar mynda gil. Land Króks er einmitt að þessari þugðu, og því ber kotið þetta nafn. Það er Kolur, sem áttar sig íyrst. Stekkur upp og geltir hvellt, svo Hallvarður lítur upp frá netinu. í sama mund kemur ægileg flóðbylgja fram úr gilinu. Allt ber að í einni svipan. Hall- varður hendist á land. Kolur bítur í kassann og ætlar að draga hann lengra frá ánni, en í því kastast flóðbylgjan fram. Kassinn veltur og á sama and- artaki nær Hallvarður i barn- ið. Nokkrir flutningavagnar komu néðan með ánni, með varning til rafveitunnar. Allir námu þeir staðar á samri stundu og þeir sáu flóðbyigj- uraa æða niður dailiinin. Alls konar brak flaut með, en inn- an um það sýndist þeim sitja lítið barn, sem alltaf hélzt upp úr straumkastinu. Brátt hvarf þessi sýn þeim yfir flúðirnar, alllangt neðan við Krók. Fregnin var fljót að berast. Stiflan hafði brostið. Þeir bræðurnir, Þorlákur og Gunn- steinn höfðu báðir farið með henni. Lík Gunnsteins rak á eyrunum undan Króki, en Þorlákur klóraði sig fótbrot- inn á land langt neðan við stíflustæðið. Var búið um fót hans og hann síðan flutt- ur heim. Undir kvöld þennan örlaga- ríka dag, kom Kolur heim að Króki ýlfrandi og smágeltandi. Hann hentist inn i bæ og að rúmi Hallvarðar. Síðan þaut hann út aftur. Kom inn á ný og leitaði þá um allan bæinn í hverjum krók og kima, þótt raunar væri bærinn ekki stór. Þá þegar hafði verið gerð leit að Hallvarði og drengnum, sem vitað var að farið höfðu í flóðið. En enginn hafði fundið þá, þótt búið væri að ganga bakkana með ánni báðum meg- in allt niður að ósi. Þorlákur áttar sig fyrstur á háttalagi Kols. Hann biður Jóa á Bala, sem hjá honum er, að ná í hesta og segir að þeir Ég vil hér með leiðrétta missögn sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, sunnu- daginn 10. þ.m., þar sem sagt er frá jarðarför Hallgríms Halldórssonar. Hallgrímur dvaldist í Auðsholti í Bisk- upstungum þennan vetur, (1919—1920) og dó á einum þeirra bæja. Hann lá veikur í tvær vikur, og ég kom dag- lega á það heimili og gat ekki annað séð, en að honum væri hjúkrað eins vel og kostur var á. Þessi vetur var mjög snjóþungur, og það dreif nið ur mikinn snjó, um það leyti sem Hallgrímur dó. Þegar bú iið vair að Wiístuiteggja blessað- an gamla manninn, þorðu bændurnir í Auðsholti ekki annað en að flytja hann að Skálholti, áður en hægt var að láta jarðarförina fara fram, svo þeir fóru allir fjór ir með líkið á sleða. Áin var ísii lögð. Þegar þeiir konw að Skálholti, stóð þannig á þar, að svo fáliðað var á báðum bæjunum, að þeir gátu enga aðstoð fengið, eins og þeir höfðu vonað, nefnilega að fá einhvern til að hringja kirkjuklukkunum á með- an þeir báru likið í kirkjuna. Það var mjög kalt þennan dag, og þegar þeir opnuðu kirkjuna, og gengu inn lét skuli fylgja Kol. Sjálfur segist hann muni reyna að hanga á dróginni. Þeir halda svo niður með ánni, allt niður í Steinnesgljúf- ur. Þar hverfur Kolur fram af. Þeir klöngrast á eftir svo langt sem hestarnir komast. Og þama á syllu ofarlega í gljúfrinu er einhver þúst. Jói klifrar þangað upp. Þar liggur Hallvarður -— lát inn. En í stóra lófanum hans sef- ur Guji litli, værum svefni og hallar sér upp að breiðu köldu brjósti hans. Jói á erfitt með að losa barn ið úr hendinni. Það er eins og hún sé steypt utan um það. Takið er hvergi fast, en þó nóg til að halda barninu. Enginn skilur enn í dag, hvernig stóð á þvi að Hallvarði tókst að halda barninu upp úr fiaumnum. Sjáifur var harm beinbrotinn hér og hvar um líkamann eftir höggin á flúð- um og klettum, sem á vegi hans urðu. Hún fór ekki mjúkum höndum um hann i það skiptið, hún Laxá. En lokahöggið hef- ir hann fengið i Steinnes- gijúfri. Þorlákur réð nú einn málum þeirra þar í Króki. Hann fór sínu fram, eins og þar hafði löngum verið siður. Þar var lika, sem fyrr „hver silkihúf- ain upp aif aonairri", eáins og séra Guðbjartur hafði sagt. En Guji litli þurfti aldrei að þiggja af sveit. svo hátt í kliuktkiuniuim að það vakitii efitiirtetkt þedrna, enda klufckuinniair í Skálholts- kirkj’u, taidar mjög hljóm- srtierkiar. Nú er að segja frá jarðair- föriiriiná, seim fór fram viikiu sið- ar. Ég vair þar viðstödd, og tel mig muna flest i sambandi við hana. Presturinn á Torfa- stöðum, séra Eiríkur Stefáns- son jarðsöng Hallgrím og man ég ekki efit'ir öðru en aMit fiæri firam mieð sama hætti og aðrar jarðarfarir í þá tíð, ásamt klukknahring- ingu, og öllu öðru sem tii- heyrði. Það mættu um 40 manns til jarðarfararinnar, og að lokinni athöfninni fengu all ir viðstaddir kaffi og kökur eins og hver vildi. Hallgrímur var fyrir löngu búinn að biðja hreppsnefndina að sjá um, að þeir sem fylgdu honum til grafar, fengju kaffi og með þvi, eins og hann orð- aði það. Hallgrimur sjálfuir vair mjög mikill kaffimaður. Hvað snertir frásögn í dag- blaðinu Visi, frá þessum tíma (1920) vil ég benda á, að hún var ekki á réttum rökum byggð. 13.1. 197L Margrét Ketilsdóttir. Athugasemd við „Líkaböng“ pistil Hannesar Jónssonar 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. jamúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.