Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 8
Konumar á myndinni (taldar frá vinstri til liægri). Gnðný Valdimarsdóttir situr leng-st til vinstri á myndinni; er ættuð úr Vrnarfirði. Hún var gift Ágústi Ebenezarsyni, skipstjóra og áttn J>au Iijón |>rjá drengi, sem allir eru upp komnir og búsettir ytra. Með fyrri manni sínum Guðmundi átti Guðný tvö l>örn, sem einn- ig eru búsett ytra. Við öxiina á Guðnýju stend- ur Anna (misritað Helga á Sjó mannasiðu 22. júli 1970) Gunn steinsdóttir, dóttir Gunnsteins í Nesi. Hún er gift Sigurði Þor steinssyni, skipstjóra og þau lijón eiga þrjú börn uppkom- in og búsett ytra. Vigdís Albertsdóttir (situr við lilið Guðn>jar) er dóttir Alberts Kristinssonar, múrara. Vigdís ólst upp að verulegu leyti á Grettisgötu 19 hjá .lón- asi Eyvindssvni, símaverk- stjóra. Vigdís er gift Þorsteini Eyvindssyni skipstjóra, sem einnig er kallaður Þorsteinn Hólm, vegna þess að liann ólst upp lijá Guðjóni Hólm í Hafn- arfirði. Þau hjón fluttu út á kreppuárunum og hefur vegn- að mjög vel ytra. (Á Sjómanna síðu Morgunbiaðsins 7. okt. 1970 misritaðist nafn Vigdísar í grein um mann liennar). I>au hjón eiga tvær dætur báðar giftar ytra og einn son raf- magnsverkfræðing að menntun. Ólöf Einarsdóttir (stendur við lilið Önnu), er dóttir Ein- ars Dagfinnssonar, sjómanns og síðar pípulagningarmanns í Reykjavik. Ólöf ólst upp við Vesturgötuna . . . Hún er gift James Stevens vélstjóra og veit ingamanni og reka ]>au hjón Orbeonbar í Grímsbæ. Þau eiga einn dreng barna. Hann heitir Einar og er við nám. Ásdís Samúelsdóttir (til vinstri í sófanum) er dóttir Helgu Magnúsdóttur frá Pat- reksfirði og Samúels Jónssonar frá Tálknafirði. Ásdís fædd- ist á Patreksfirði en ólst upp hér við Ferjuvoginn í Reykja- vík. Ásdís er gift Anthony Hadley, kaupsýslumanni í Grímsbæ. Þau hjón eiga 4 ára dreng og telpu nýfædda. Sylvía Sigurðardóttir er gift kaupsýslumanni i Grímsbæ, Mike Haithe að nafni og eiga þau hjón tvo litla stráka. Sylvía er alin upp á Tunguveg inum í Reykjavík hjá móður sinni Ásu Pálsdóttur og manni hennar Björgvini Magnússyni. Nana Zoéga er ekkja eftir Þórarin Olgeirsson. Þeirra son- ur er Jón Olgeirsson hjá Bost- on Deep-Sea. Hann er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Kristín (Didda)Hólm er gift Rafni Ágústssyni Ebenzarson- ar. Rafn er fiskkaupmaður. Þau eiga tvo drengi unga, ann ar þeirra situr á gólfinu fram an við borðið, og eina telpu, sem frúin heldur á. Kristín er alin upp á Bíldudal hjá ömmu sinni, en luin var jafnframt móð ir ]>eirra Guðnýjar og Svönu. Helga Bjarnadóttir Kjartans sonar, rcnnismiðs í Reykjavík er gift John Gott, stórkaup- manni í Grímsbæ. Helga er al- in upp á Laugavegi 28 í Reykjavík. Gyða Kristinsdóttir er gift Ted Stanton, fiskkaupmanni. Það eru börn þeirra hjóna drengurinn, sem liggur á hnján um við fætur Svönu og telp- an til vinstri á myndinni. Svana Valdimarsdóttir frá Bíldudal var gift Páli Aðal- steinssyni framkv.stj. lijá Bost on Deep-Sea. Páll er nýlátinn í bílslysi'. Dóttir Jæirra hjóna, Sigríður slasaðist mikið. Auk Sigríðar áttu þau hjón dreng, Aðalstcin að nafni. Sonur Svönu frá fyrra lijónabandi er Eorry Little, fiskkaupmaður í Aberdeen. Víða hafa Islíndingar setzt að erlendis og verið föðurlandi sínu til sóma, en í fáum stöð- um jafn-augsý.mega og i Gríms bæ. íslendingar eru þar að visu ekki margir — þrír tugir eða svo en hver einasti af þeim er góður borgari og betri en í með allagi gerist, trúi ég. Það er dálítið gaman en jafn framt nokkur vandi að vera Is- lendingur erlendis — Islending ur er sjaldgæfur fugl úti á heimsbyggðinni — hjá mörgum fjölmennum þjóðum er ekki til eitt einasta sýr.ishorn af þess- um þjóðflokki — og fólk jafn vel i næstu löndum hefur ald.rei séð íslending og lítur upp að gá betur, þegar það heyrir hverrar þjóðar maður- inn er. íslendingum búsettum ytra er því meiri vandi á höndum að gæta framferð's sins en mönn- um af öðrum þjóðum. Enginn dæmir milljóna þjóð af fram- ferði einstaklings, en-öðru máli gegnir um einstaklinga af óþekktu þjóðatkorni. — íslend ingar í Grímsbæ hafa alla tið gert sér þetta ijóst og þeir eru stoltir af að vera af eilítið öðru sauðahúsi tn milljónamúg urinn. Þegar ég tala um fslending- ana i Grimsbæ á ég vitaskuld við það fólk, sem hér ólst upp og fluttist ekki út fyrr en full- þroskað og fullmótað af íslenzk um hugsunarhætti. Börn þessa fólks gætu mörg talizt með réttu íslendingar, svo islenzk eru þau í öllu tali og hátterni — þau tala mörg ágæta ís- lenzku — en það finnst mér þó alltaf hæpið að eigna sér fólk fætt og uppalið í öðru landi — enda verðuru við að hafa Leif heppna i buga og tilraun- ir Norðmanna-til að stela -hon- ■ Jjm. — Það kaliaði ég einkennilegt, ef hægt væri að finna í Lin- colnshire annarra þjóða fólk jafnsamvalið að manndómi og þennan fámenna hóp fslending anna. Einkum fundust mér kon urnar bera aí (a.m.k. i grein um þær —). Þær eru vita-, skuld fallegri gerðarlegri og greindarlegri en almennt ger- ist, en einnig virðast þær miki'iu þri'fnari og húsfegri en enskar stallsystur þeirra, sem margar virðast l'áta vaöa á súð- um um heimilishaidið, einikum er afþurrkunarklúturinn í litl- um metum oft á enskum heim- ilum. íslenzku konurnar í Grímsbæ 13 eða 14 tals ns hafa með sér kaffiklúbb og hittast hálfsmán- aðarlega til skiptis á heimilum sínum. Klúbbfundir þessir eru haldnir fyrtr hádegi annan hvern föstudag ogr-sækja hann jafnan fle&tar kvennanna-, sem fá því með nokkru móti við komið svo og dætur þeirra margra. Þessum fundum fylgir mikið bakkelsi að íslenzkum hætti og mikið skraf en það kvað ekki vera séríslenzkt fyr- irbæri i kvennaklúbbum. B:in,n bWðviðriisimioriguin i vor barst sú frétt út til Grímsbæj- ar að Hekla væri farin að gjósa. Páll Aðalsteinsson fram- kvæmdarstjóri hjá Boston Deep-Sea hafði átt símtal við Martein Jónasson, framkvæmda stjóra hjá Bæjarútgerð Reykja vikur sem sagði honum þessi ótíðindi. Ég hélt þetta þætti frétt á Grimsby Telegraph — allstóru blaði, sem gefið er út í Gríms bæ og var oft ekki að spara fréttaflutninginn frá íslandi í 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ásgeir Jakobsson íslenzka kvenna- nýlendan * í Grímsbæ þorskastríðinu. Mér hafði ver- ið kennt í bamaskóla og allt- af heyrt klifað á'þvi, að Hekla væri eitt heimsfrægt eldfjall, sem hver upplýstur maður, hvar sem væri á jarðarskikan- um kannaðist við. Slikur mað- ur fannst ekki á Grimsby Tele graph. Þeir nenntu ekki að taka niður fréttina, og sögðust fá um þetta fregnir frá Lond- on, ef þetta þætti fréttnæmt á annað borð. Þetta þótti heldur ekki fi’étt í Loudon, að minnsta kosti heyrðu fslendingar í Grímsbæ, sem fylgdust vel með fréttum, þennan dag, bæði I sjónvarpi og útvarpi, ekki orð um þetta og það kom aldrei nein frétt um Heklugos í Gi’ims by Telegraph. Það, sem gerist á íslandi þykir yfirleitt ekki fréttaefni i næstu löndum, nema þá hæfilega matreitt, samanber frönsku fréttina af þessu sama gosi; en þar voru fimmtán þús und íslendingar látnir verða undir hraunflóðinu en afgang- urinn af þessari fjarlægu þjóð á hröðum flótta undan hraun- straumnum. En það er nú svo með eld úr fjöllum jafnvel í eigin landi, að eldur hið innra með manni verður hverjum og einum sár- ari samanber — Sá er eldur- inn heitastur sem á sjálfum brennur. Þennan morgun var að vísu ekki e'dur uppi innra með mér, en mér var þó nokk- uð heitt í hamsi. Þtfnnig var, að ég þurfti eð mæta á klúbb fundi hjá islenzku konunum í Grímsbæ einmitt þennan dag og hafði af þvi nokkrar áhyggj ur. Þegar menn skrifa um ferða lög sín, verður oft ekki hjá því komizt að gera annað veifið nokkra grein fyrir sjálfum sér til að skýra eitt og annað sem gerist í ferð mannsins. Áhyggjuefni mitt þennan gos- dag hefið vafaiaust verið gleði og tilhlökkunarefni mörgum öðrum, en þannig er mál með 24. janúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.