Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1972, Blaðsíða 11
Sannur lærisveinn Krists Um heilagan Frans frá Assisi Annar hluti Sveinn Ásgeirsson tók saman HANN MINNTIST ALLT I EINU mokkurra orða, er hann hafði eitt sinn heyrt prest lesa upp úr guðspjöllunLim: Refir eiga sér greni og fuglar himins ins hreiöur, en mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla. Svo fátæk gat manneskjan ver ið. Og enginn hafði verið jafn- fátækur og Jesús. Og einnig hann hafði verið barinm, pínd- ur og hæddur. En þegar hann stóð þarna nakinn og hrjáður, þá frelsaði liann heiniinn. — Þar var engin blekking, engin eftirsókn eftir peningum eða völdum, engin uppgjöf eða ótti, þegar dauðinn nálgaðist. Síðustu orð hans á krossinum voru: Það er fullkomnað. Undarleg birta fyllti hei’berg ið og ylur streymdi um hann allan. Honum fannst hann skynja eitthvað, sem væri ofar valdafikn og hatri, reiði og ör- væntingu, — eitthvað, sem lifði að eilifu, toi'tímdist aldi’ei. Hann var ekki glataður! Hann vissi ekki, hvort þetta var draumur eða vaka, en frá ljósinu heyrði hann rödd ávarpa sig og spyrja: „Frans, hvert ert þú að fai’a?“ „Til Appúlíu til að vei’ða riddari," svaraði hinn sjúki. „Frans, hvort er meira um vert, að þjóna Drottni eða að þjóna lénsherranum?“ „Drottni,“ svaraði Frans undi'andi, og hann skildi nú, hver það var, sem talaði til hans úr hinni skæru birtu. „Hprra, seg mér, hvað vilt þú, að ég geri?“ „Snú þú aftur heim til Assisi, og bíddu min þar.“ IÍAGINN EFTIli LÉT HANN SÖHLA HEST SINN og hélt heim á leið, enda þótt hann væri mjög máttfarinn og bleik- ur sem nár. Svipur hans og hreyfingar voru ekki í sam- ræmi við hinn glæsta riddara- búning, er hann sté af baki gæðingi sínum i húsagarði föð- ur síns. Vonir meistara Pietros höfðu vei'ið jafn stói'kostlegar og hertygin, sem hann hafði lát ið syni sínum i té. En hvað um það. Hann var þó kominn heim, og það voru ekki allir riddar- ar, sem gerðu það. Foreldrarn- ir tóku honum vel, og smám saman náði hann fullri heilsu á ný, líkamlegri, en sálin varð aldrei hin sama og áður. Hann beið þess í ofvæni, að Drott- inn vitjaði hans á ný. Reynsla hans í Spoleto hafði haft djúp áhrif á hann, og hann trúði þvi, að sér væri ætlað að inna , af hendi mikilvægt hlutvei'k í þágu Guðs. En hann beið lengi árangurslaust og tók að gerast vondaufur. Kannski hafði djöf ullinn verið að gera dár að hon um. Hann var alls staðar á ferð inni, eins og fjöimörg dæmi sýndu og sögur hermdu. Ný- lega hafði djöfullinn til dæmis verið á ferðinni í vínkjallara munka nokkuri’a i Flói'enz og kippt tappanum úr hverri tunnunni á eftir annarri, og það var ekki fyrr en ábótinn hafði smurt tappana heilögum smyrslum, sem kölski varð kló festur, en hann hvarf í reyk- skýi, þegar munkarnir lásu yf- ir honum Faðii'voi'ið. Og meist- ari Pietro hafði sjálíur séð það i kirkju í París, hvernig djöf- ullinn var lesinn út úr manni, sem var óður. En þó át.ti Frans bágt með að að trúa því, að annar en himna faðirinn gæti hafa átt hlut að máli, er til hans var talað i ein verunni i Spoleto. Frans reyndi þó að taka gleði sína á ný og dreifa huganum í hópi áhyggjulausra ungmenna, taka upp sitt fyrra líferni. En oft dró hann sig þó út úr glaumn- um og fór einförum í von um vitrun. Hann fann helli í fjalls hlið fyrir utan borgina, og þangað leitaði hann oft til þess að biðjast fyrir og ákalla Guð. En þess á milli greip hann stundum til lútunnar, klæddist búningi farandsöngvara og kyrjaði söngva þeirra við há- værar og fagnandi undirtektir veizlugesta. EN í IIVERT SKIPTI, SEM BETLARI varð á vegi Frans, varð hann undarlega snortinn. Hugsanir frá sjúkrabeðinum • í Spoleto leituðu á hann aftur. Hann gaf þeim- alltaf peninga, stundum hnefafylli. Hefði hann enga peninga á sér, tók hann af sér belti eða eitthvað fatakyns og gaf þeim. Hann fann til samkenndar með þeim. Það var eitthvað, sem dró hann til þessa fólks eins og segul- magn. Og hann gaf þeim af glöðu hjarta, brosti hlýlega til þeirra og lét fylgja vinsamleg og gamansöm orð. Honum varð oft hugsað til þess, hvernig það væri að vera i þeirra spor- um. AF EINHVERJUM ÁSTÆÐ UM kynntist hann allnáið Gui- do biskupi í Assisi. Ef til viil hafa viðskiptamál verið upp- haf þeirra kynna, en kirkjan var stærsti viðskiptavinur föð- ur hans. En þeir áttu löng sam- töl um eilífðarmálin og guð- spjöilin, og Frans fékk að íesa að vild úr bókum biskups, en svo fór, að það voru einvörð- ungu guðspjöllin í sinum ein- faldleik, sem vöktu áhuga.hans og hrifningu, en útleggingar presta og guðfræðinga rugluðu hann og trufluðu. Biskupinn reyndi að ieiðbeina honum við að finna lausn á þeim erfiðu vandamálum, sem hann var að glima við. „Drottinn kallar á votta sína á margan dásamlegan hátt,“ sagði biskup. „En hann sleppir ekki hendinni af þeim, sem leggja traust sitt á hann. Hugsanir hans eru æðri vorum hugsunum og vegir hans æðri en vorir. Vér verðum að bíða í auðmýkt, þangað til hann birt ir oss vilja sinn. Þangað til verðum vér að gera og nema í einlægni og aúðsveipni allt það, sem heilög kirkja býður oss og umfram allt að biðja til Guðs.“ Þetta var allt gott og bless- að, og Frans fannst þetta guð- rækilega mælt og reyndi að fara eftir því. Hann gekk til skrifta, hlýddi messur bað bæn ir sínar og gerði góðverk, en fann þó sjaldan frið. Hann varð óþolinmóður í bið sinni eftir beinni handleiðslu Guðs og hann ákvað að halda til Róma- borgar, þar sem var kirkja Pét- urs postula og grafir allra hinna heilögu píslarvotta, og þar sem staðgengill Guðs á jörðu sat í hásæti og stjórnaði öllum heiminum í Drottins nafni. HANN FÓR EINN TIL RÖMABORGAR og reikaði þar einn um kirkjur, götur og torg. Við altarið í Péturskirkju vakti hann athygli kirkjugesta, sem hentu smámynt inn fyrir grindurnar, um leið og þeir gengu framhjá, með því að henda þangað hnefafylli af gullmynt. Á torginu fyrir utan kirkjuna var hann ávarpaður af afmynduðum betlara, sem horfði til hans sljóum augum í óhreinu og skeggjuðu andlit- inu og rétti út höndina. Frans ætlaði að fara að ná i pening handa honum, þegar honum flaug í hug: „Hér er enginn, sem þekkir þig! Nú eða aldrei!“ Svo laut hann niður að betlar- anum, lagði höndina á öxl hans og sagði: „Komdu.“ BETLARINN HORFÐI A ÍIANN TORTRYGGINN og undrandi. En þegar Frans lét gullmynt í lófa hans, reis hann á fætur með erfiðismunum og haltraði á eftir hinum undar- lega aðalsmanni. Frans fór með hann í skot bak við kirkjuna. „Við skulum skipta um föt,“ sagði hann og tók þegar að af- klæðast. Hann tók yfirhöfn betlarans, sveipaði henni um sig og setti hattski’ípi hans á höfuð sér. „Biddu hér, þangað til ég kem aftur. Þá skaltu fá meiri peninga.“ Siða’n læddist Frans meðfram kirkjuveggnum og settist, þar sem betlarinn hafði setið. Hjartað barðist í brjósti hans. Hann vafði betl- arafrakkanum þétt og dró hatt- inn niður að augum. Þegar ein- hver gekk framhjá, rétti hann út höndina og sagði hina sí- gildu setningu ítalskra betl- ara: Per amor di Dio! í Guðs mildi. Djúp og áður óþekkt ánægjutilfinning fór um hann allan, þegar hann fann fyrsta skildinginn falla i lófa sér. „Nú er ég einn af þeim.“ En brátt sótti efi að honum. Hvað var hann annað þarna en trúð- ur og fifl? Hann fór aftur til betlarans, sem beið hans, og fór i sin eigin föt. Betlarinn fékk vel borgað og þakkaði með fögrum orðum þessum furðulegasta manni, sem hann hafði kynnzt á lífsleiðinni. Þegar heim kom til Assisi aft ur, gat hann ekki fengið af sér að leita til hins venjulega gleð- skapar að nýju. Hann fór fót- gangandi eða ríðandi um ná- grenni borgarinnar og helzt þar, sem hann sizt átti von á að rekast á neinn. Þótt hann væri fæddur og uppalinn í borg, var hann sannkallað nátt úrubarn. Hann naut hinnar ósnortnu náttúru undir berum himni, fegurðar blóma og trjáa, söngs og flugs fuglanna. Dýrð- legt var sköpunarverk Guðs. ÞAí) KOM I»Ö FYRIR A ÞKSSUM FERÐUM IIANS, að hann var nærri dottinn um mannleg hrúgöld, sem fylltu hann skelfingu og viðbjóði. Það voru hinir hryllilegu, af- skræmdu og daunillu holdsveiki sjúklingar. Þeir áttu að hafast við í sérstökum skýlum utan við borgina, en þaðan voru þeir reknir, er sjúkdómurinn kom i 16. april 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.