Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1972, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1972, Blaðsíða 13
Kvikmyndir Robert Bresson kvikmyndar Dostojevsky I'Aí) ER ekld í tilefni þess aíS lara eiffi að sýna nýjustö kvilí.m>ndir BOBERT BRESSON I kvikmynda- húsum hér, að nú verður fjallað um nýjustu mynd hans QUATItE INUITS D’UN REVEUR (Fjórar næt ur í lífi draumóramaims) frá 1971, heldur þvert á móti. Tílefnið er miklu fremur sú ískjsgilesa stað- rejmd að hér hafa ekld sczt á al- mennum kvikmyndasýninírum í ÁRATUGI kvikmyndir eftir þennan einstaka, €5 ára gamla, meistara frá Frakklandi. Hér er því eítt tii- felli af ótöldum, þár sem einnngis frásagnir og hugrenningar ura kvik myndir og höfunda þeirra, korna í hlut kvtkmynúaiinnenda. Síðar í þessum þáttum mun gerð nánari grein fyrir Robert Bresson, sera Mklega er einn ósveigjanlegasti kvikmyndahöfundurinn I kvlk- myndasögunni, þegar formúiur lýð hylli eru annars vegar á kostnað tTÚmeu nskunnar við sjálfan sig. I*ar hefur hann aldrei látið undan. Bresson hafði þegar í nsestu mynd sinni á undan Quatre nuits d'un reveur, IXE FEMME ÐOCCE <19691 stuðst víð Ðostojevsky. En <eins og aevinlega, þegar Bresson styðst við rithöfunda, skýrslur eða þess hátfar, fer hann mjög frjáis- lega með efnið. Nýjasta mynd hans hyggir á sögu liostnjevskjs, UVÍT- AR NÆTUR, sem ítalinn Euchino Visconti hafði áður fært í kvík- myiidabúniug. Samkvæmur sjálf- um sér flytur Bresson söguna til Parísar og aðlagar hana nútíntan- um og sínum eigin hugmyndum. Bresson: „Annars var bókstaflega allt í Ilvítum nóttum, sem freistaði mín. Ðostojevsky og Froust eru mestir alira rithöfunda, sem ég þekkL Proust sagði um Bostojevsky að frumleiki hans kæmi íram i uppbyggingu verka hans. I»etta er mjög athyglisvert með tilliti til kvikmyndaformsins vegna þess að sú uppbygging, sem hér um tæðir er innri bygging. livítar nætur hentuðu mjög vel í þessu sam- bandL Ég mundi hins vegar aldrei láta mig dreyma um að kiik- mynda stóru sögurnar eftir I>osto- jev’sky, þær eru fullkomnar í sjálf- um sér. Neí, það sem ég er að re.vna að gera er að láta tilfinníng arnar stjórna atburðunum í stað hins gagnstæða. Kg álít tiifinning- ar skipta mestu málL Kg vil að þær ráði uppbyggingunni og stilnum. ITngi maðurinn Jaeques í Quatre nuits d'un Kéveur er einsamall og að eðlisfari draumóramaöur, sem ver dögunum í rölt um göturnar. Hann fylgist með stúlkum úr fjar iægð. en um nætur mááar liauu eða gefur sig á tal við segulbandið sitt. 2>ag nokkurn hittir hann stúlku, JVlarthe, á Pont Neuf brúnni. Hún virðist vera í sjáifsmorðshugleið- ingum en þanníg skipast máiiu, að þau taka að segja hvort öðru frá lífi sínu. Marthe hefur alizt upp hjá siðavandri móður sinnL Fjrir ári felldi hún hug til leigjanda, sem leigði hjá þeim mæðgum. Marihe og leigjandinn töluðust aldrei við, en létu sér nægja augnagotur og hlusta eftir hreyfingum hvors ann- ars haiidan veggja. Kvöld eitt hitt ust þau með þeim afleiðingum að Marthe dvaldist næturlangt lijá leigjandanum. Ilann lolaði faeimi Framh. á bls. 16 STUNDUM er ógn freistandi fyrir leik- mann að velta fyrir sér stjórnmálum. Jafnvel þótt viðkomandi aðili hafi, að vit- urra manna dómi, undur lítið vit á þeim flóknu klœkjamálum og tali um þau af fjarska lítilli þekkingu. En því er nú vœntanlega svo farið með fleiri háttvirta kjósendur en undirritaða, að vegir stjóm- málanna eru í þeirra augum ekki nándar nærri eins leyndardómsfullir og marg- slungnir og sérfræðingar vilja vera láta; saumáklúbbar og kvenfélög víla ekki fyr- ir sér að leysa á einu bretti vandamál, sem ríkisstjórn ræður ekki við á heilu kjörtímábili. Margir hugðu gott til stjórnarskiptanna á sl. sumri. Ekki endilega vegna þess að þeir sœktust nákvœmlega eftir þeim ágœtu mönnum, sem tóku þá við stjórn þjóðarskútunnar, svo að notað sé hið ást- sæla orðalag œfðra pólitíkusa, heldur vegna þess að menn sögðu það vœri bráð- nauðsynlegt að skipta öðru hvoru um stjórn x lýðræðisríki. Það hleypti nýju og fersku lofti inn um gluggana og vekti áreiðanlega vonir hjá ýmsum um betri tíð. Því er heldur ekki að leyna að þeir voru margir, sem bundu vonir við ríkis- stjórnina; þetta voru allt álþýðlega sinn- aðir menn og velviljaðir og þar var nú ekki fyrir að fara rembingi og hroka og eyðslusemi eins og hjá gömlu ráðherrun- um, sem hugsuðu bara um bílana sína og veizlumar sínar og minna um þjóðar- hag. Svo tók ríkisstjómin við og birti mál- efnasamninginn sinn. Sá málefnasamning- ur er öðrum merkari; nú vitna menn ekki lengur í íslendingasögur eða lœrdómsrit, þegar menn skortir rök máli sínu til stuðn- ings; málefnasamningurinn er óþrjótandi uppspretta hvers kyns vísdóms, sem bergt er á af kappi, og jafnan sprettur fram ný lind, þegar ein er til þurrðar gengin. Og eftir 14. júlí rann upp sæluskeið á tslandi. Er ekki að orðlengja það, að ráð- herrarnir, sem fæstir voru að ráði kunn- ugír í k'vmum stjómarráðsins tóku til óspilltra málanna að deila út glaðningi til þjóðarinnar í ýmsum myndum; farið var í hina ýmsu sjóði og úr þeim veitt höfð- inglega. Þegar þeir voru þurrausnir var bara farið í varasjóðina. Og þetta var mikil og góð veizla og hún stóð í nokkra mánuði og állir voru frá sér nurndir yfir því, hvað þetta vœri góð stjórn og hvað þessir ráðherrar vœru miklu vitrari en aðrir ráðherrar sem uppi hefðu verið. Stundum voru menn í stjórnarandstöðu- blöðunum að kvaka og bera fram fyrir- spumir, hvað tæki við, þegar varasjóð- irnir vœru einnig tcemdir. Þá var vitnað röggsamlega í málefnasamnitiginn og sömu leiðis að ríkisstjórnin vœri önnum kafin við að athuga málið og skipa í nefndir til að kanna þær athuganir. Og þá fór nú að fœrast líf í tuskurnar. Og smám saman fóru ráðherrarnir að uppgötva, að það getur verið dœmalaust gaman að vera ráðherra; þessir alþýðlegu menn úr álmúgastétt, sem aldrei höfðu komið upp í annan farkost en strætisvagn eða örlítinn einkafólksvagn, laumuðust nú til þess að fá sér ökutíma á síðkvöldum og spruttu svo allt í einu fram í dagsljós- ið á mersidesbensum og fleiri tryllitækj- um, sem tóku langt fram öllum skrjóð- um, sem áður höfðu sézt á götum höfuð- borgarinnaf. Ekki nóg með það, öllum þeim sem hafa orðið þess aðnjótandi að sitja hin ýmsu boð ríkisstjórnarinnar við nær því öll tiltœk tœkifœri ber saman um, að þar sé ekki verið að skera veilingar við nögl og svo hafa verið teknar upp ýms- ar nýjungar; fengnir dýrindis skemmti- kraftar til að syngja og spila fyrir gesti og allt er þetta konunglegra en orð fá lýst. Ekki er heldur slorleg frammistaðan í landhélgismálinu, þar höfum við eignazt þrjár súperstjörnur frekar en tvœr og má ekki á milli sjá, hver skærast skín. Svo undarlega brá þó við, að í þessari sæluvímu gleymdist það rétt eina stund, að það er slangur af verkálýð í landinu og það fórst reyndar fyrir að ganga frá þeim málum; það þótti mörgum verka- manninum skrítið að þurfa að fara í verk- fall undir svona alþýðlega sinnaðri vinstri stjóm. En svo var það mál til lykta leitt og menn gátu tekið gleði sína, kaupmátt launanna var auðvitað ekki ætlunin að skerða í bráð og nú gafst loksins tími til að huga að því atriði í málefnasamningn- um, þar sem kveðið var á um brottför hersins. Að vísu kom í Ijós smávœgilegur mis- skilningur, ráðherrarnir túlkuðu það atriði með ýmsu móti. Sumir sögðu að það stœði í málefnasamningnum að her- inn œtti að hverfa úr landinu á kjör- tímabilinu. Aðrir gátu lesið það milli lín- anna, að þar stœði að það œtti að kanna -málið og athuga svo, hvort heppilegt teldist að lierinn fœri o.s.frv. Smávegis ágreiningur um svona lítilvægt mál telst ekki til tíðinda. Það er meira að segja aðeins tákn þess að ráðherrarnir hafa sjálfstœðar skoðanir og sitja ekki og segja halelúja hver framan í annan á rikis- stj órnarfundunum. Dálitlar verðhœkkanir á bílum, matvœl- um og ýmsu smálegu, þetta var allt ósköp skiljanlegt og afsakanlegt, þar sem þetta var illur arfur frá fyrrverandi ríkisstjórn. Allt er þetta henni að kenna og verður vcentanlega út kjörtímabilið. Og nú að liðnum niu rnánuðum hljóta allir að vera ánægðir: óðaverðbólga, lúx- us og eyðsla í opinberri sýslu, hvað er það á móti þeirri gœfu að hafa yfir sér vinstri stjórn? Og væntanlega hvarflar ekki að neinum réttþenkjandi mönnum línurnar úr dæmisögum Esóps um fjallið, sem tók jóðsótt og eftir harðar hríöir og ferlegar fæddist agnarlítil mús. Eða hvað? Jóhanna. Kristjónsdóttir. 16. apríi 1972 LESBOK MORGUNB^AÐSINS g-j-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.