Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Page 8
Dönsk blaðgræna og döggin tæra heima Um SIGURÐ SIGURÐSSON listmálara í tilefni yfirlitssýningará verkum hans, sem nú stenduríListasafni íslands EFTIR KJARTAN GUÐ JÓNSSON Líklega er reisn þjóðar aldr- ei meiri en í þann mund, að hún eygir frelsi sitt eft- ir langa erlenda áþján. Bjartsýni og föðurlandsást aldamótakynslóðarinnar voru meir en orðin tóm. Að vísu voru íslendingar þá ekki einir um trú sína á framtíðina, en heimsstyijöldin fyrri sá að mestu fyrir því öllu, nema hvað okkur entist sú trú allt til þess, að við höfðum eignast nær öll heims- ins gæði ogglatað trúnni. Aldamótakynslóð- in og sporgöngumenn hennar gátu af sér listamenn ef til vill þá mestu þessarar ald- ar. En þá sáu einnig dagsins ljós iðnaðar- menn sem sjaldnar er getið, sem nálguðust verk sitt nánast eins og listamenn líkt og áður var, þegar varla varð greint milli listar og handverks. Einn þeirra var Olafur Agústsson múrari. Hann var svo nettur verkmaður, að hann gat gengið til vinnu sinnar í siyjot-fötum með harðan hatt og húmbúkk og sá aldrei á honum blett eða hrukku, nema þegar hann féll ofan úr rjáfri í Safnahúsinu og niður í kjallara. Þá varð hann að dusta af sér rykið en varð ekki að öðru leyti meint af. Það varð ekki fyrr en með bættri verktækni og vinnuvísinum, að hús fóru að leka og springa, rétt eins og að vísindin væru ávísun á það, að nú gætu menn hætt að hugsa. Og þama standa þau hlið við hlið, Safnahúsið, sem Ólafur reisti, og aldrei sér á blett eða hrukku og Þjóðleik- húsið að hruni komið, svo ekki sé minnst á öll hin húsin nýleg, sem eru eins og gata- sigti verktækninnar. Enn má þó sjá á einstaka sillu í bergi hvannjóla með rætur í þessum sterka stofni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.