Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 4
: U R s ■ ■ o G U H V E R F 1 S G ■ ■ 0 T U Brennivínsberserkir H og kotafólk að oe- iafnvel af sumum litið niður á bað. b; verfisgata er ein af höfuðgötum Reykjavík- ur. Frá því skömmu eftir aldamót hefur hún ásamt Laugavegi verið aðalsamgönguæð út úr og inn í bæinn til austurs og framan af öldinni var hún ein af fjölmennustu götum Hróbjartur í Traðarkoti fékk oft krampa ef hann bragðaði vín og fór hann þá úr liði á kjálkunum. Var þá ljótt að sjá hann þegar hann kom með andlitið fast upp að manni, en það gerði hann oft, því hann ætlaðist til að menn gæfu sér á hann, sem kallað er, til þess að kjálkarnir kæmust aftur i liðinn. Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON höfuðstaðarins. Hún er kennd við Skugga- hverfi og ætti því að heita Skuggahverfis- gata en það nafn hefur þótt of langt og óþjált í munni svo að gatan var einfaldlega nefnd Hverfisgata. Formlega fékk hún nafn sitt árið 1898 en var þá aðeins stuttur götu- spotti í miðju Skuggahverfi. Árið 1913 var breytt húsnúmerum við götuna og þá lagði bygginganefnd til að nafni götunnar yrði breytt og hún nefnd Skúlaskeið. Talsverðar umræður og orðahnippingar urðu í bæjar- stjóm vegna þessarar tillögu og sérstaklega var Tryggva gamla Gunnarssyni í nöp við breytinguna, kallaði nafnið Skúlaskeið sér- viskulegt, afkáralegt og ópassandi. Fór það enda svo að gatan fékk að halda sínu gamla nafni áfram. AumastVar Skuggahverfið Skuggahverfí var á síðustu öld einkum þekkt fyrir fátækt. Þar voru örreytiskot sem stóðu skipulagslaust á víð og dreif og milli þeirra hlykkjuðust moldarstígar sem troðnir vom af fótum manna og skepna og hreinlæt- ið ekki upp á marga fiska. Séra Ámi Þórar- insson minnist Reykjavíkur æsku sinnar um 1870 með eftirfarandi hætti: „Þó var skelfilegur skríll hér í Reykjavík, fyrst þegar ég kom hingað. Fátæktin var ægileg hjá alþýðu manna, einkum í úthverf- um bæjarins. Aumast var Skuggahverfið. Þar stóðu bæir á stijálingi og engir vegir aðrir en troðningar undan mannafótum, og allt óð út í for og drullu í rigningartíð." Jónas Eyvindsson símaverkstjóri var fæddur í Skuggahverfi árið 1884. Hann sagði eitt sinn í viðtali við Vilhjálm S. Vil- hjálmsson: „í bemsku minni, þegar ég man fyrst eftir mér, var Skuggahverfið sérstakur og mjög sérstæður hluti af Reykjavík, einangr- að og jafnvel af sumum litið niður á það. Þar bjuggu og fátækir menn; höfðu flestir hróflað sér upp bæjum og hírðust í þeim við mjög lítil efni, og var sannarlega lágt til loftsins. Flestir eða allir vom bæimir í stíl gamalla sveitabæja; veggimir hlaðnir úr mold og gijóti og torf á þekjunum. Á sumrin blómstraði baldursbrá í gluggakist- um, og þekjumar vom grænar, en á gras- blettum og túnum vom sóleyjar og fíflar." Og Eyvindur bætir við: „— Ég gat þess áðan að það hefði viljað við brenna, að ýmsir Reykvíkingar litu niður á íbúa Skuggahverfisins. Ég man þetta. En ef til vill er það ekki meir en nú þegar rætt er um svokölluð fátækrahverfí. Þess ber og að gæta að þá var stéttarskiptingin miklu meiri í Reykjavík en nú er; danskir kaup- menn og hálfdanskir embættismenn höfðu um langan aldur sett svip sinn á bæinn. Það var því annarlegur svipur á kotungum Skuggahverfis — þar vom skítugu bömin —. Hins vegar held ég að ég megi fullyrða að afburða dugnaðarmenn hafi verið þama í hverfinu og vestur með sjónum. Á báðum þessum stöðum bjuggu menn sem stunduðu sjósókn á vertíðum, kaupavinnu á summm og vom yfírleitt aldrei iðjulausir.“ Brennivíns-maður Með brennivíns-trú Nokkrir af torfbæjum Skuggahverfis stóðu við Hverfisgötuna og má þar nefna Traðarkot, Höltersbæ og Hlíð. í þessum bæjum bjó litríkt alþýðufólk. Traðarkot var á homi Traðarkotssunds og Hverfísgötu og mun hafa verið næstelsta kotið í Skugga- hverfí, aðeins bærinn Skuggi, sem hverfið er kennt við, var eldri. Einhver frægasti íbúi Traðarkots var Hróbjartur Ólafsson (1806—1867) sundgarpur og brennivíns- berserkur sem Benedikt Gröndal skáld hefur sagt sögur af. Oddur sterki af Skaganum birti frásagnir af gömlum Reykvíkingum í blaði sínu Harðjaxli árið 1925. Þar sagði hann um Hróbjart: „Hróbjartur var mikill maður og sterkur og auk þess lipurmenni hið mesta og synd- ur sem selur, og var það fátítt að menn kynnu þá sund. Hróbjartur reri til fiskjar sem fleiri og bar það til einn vetur á góu að mjög mikill þorskur gekk hér inn á gmnnið. Fiskurinn fékkst ekki á beran öngul en net þekktust vart nema til þess að veiða hrognkelsi en þau (hrognkelsin) vom lítið farin að veiðast svo snemma árs. Hróbjartur og þeir félagar áttu trossu fyrir utan Effersey og fóm þeir vanalega í netið um leið og þeir lögðu af stað í róðurinn til þess að þeir gætu náð sér í ræksni en þau vom eina beitan sem unnt var að ná í. Nú sem þeir fara í trossuna kallar Hróbjartur: „Rauðmagi!, rauðmagi! o-ho-ho, hann er laus, hann er að fara, hann er farinn, o mikið ho. . .“, og í þessu steypir Hróbjartur sér fyrir borð í öllum fötum og kemur upp að vörmu spori og er þá með rauðmagann á milli tannanna. Ég kem með þetta dæmi til þess að sýna fólki hve gömlu mennimir vom einbeittir og ötulir við að bjarga sér á heiðarlegan en um leið karlmannlegan hátt, og víst er um það að þessir vom meiri en hengilmæn- ur þær sem nú stunda þá mennt að elta stelpur og lepja spanjóla. Hróbjartur í Traðarkoti sigldi mikið með útlendum þá er hann var á yngri ámm, en er hann tók að eldast fékk hann oft krampa, sérstaklega ef hann bragðaði vín. Fór hann þá oft úr liði á kjálkunum. Var þá ljótt að sjá hann þegar hann kom með andlitið fast upp að manni, en það gerði hann oft því hann ætlaðist til þess að menn gæfu sér þá á hann, sem kallað er, til þess að kjálkam- ir kæmust aftur í liðinn. Þeir sem þekktu hann slógu hann ætíð í liðinn. Þeir sem þekktu hann slógu hann ætíð duglega und- ir þeim kringumstæðum, rétti hann manni þá höndina og þakkaði kærlega fyrir sig, en þeir sem honum vom ókunnugir hörfuðu vanalega undan af hræðslu." Annar frægur drykkjumaður í Reykjavík var Guðmundur Jónsson sem líka bjó í Trað- arkoti. Hann sníkti sér peninga fyrir brennivíni í búðum með því að bíta í jám og brýni. Þótti skemmtun að því að sjá karlinn hafa sig þannig að spotti og háði. Benedikt Gröndal segir í Dægradvöl að þeg- ar Guðmundur dó hafí Hróbjartur verið formaður fyrir útförinni og bám fjórir brennivínsberserkir líkkistuna yfir Austur- völl augafullir og duttu allir með hana kylli- flatir. Ljósm.: K.N. Ijósmyndasafnið. HverGsgata búin undir malbik um 1920. Myndin er tekin á móts við Smiðjustíg 5 (t. v.) Fyrir miðri mynd sést Traðarkot en handan við það hið fagra timburhús á númer 18 sem Pétur Brynjólfsson ljósmyndari reisti. Vinnubrögð í gatnagerðinni eru greinilega mjög frumstæð enn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.