Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 10
Mynd Donatellos: Hinn ágjami með steinhjartað. rauðum og bláum litum sést hægri hönd Guðs halda á krýndu hjarta keisarans. Nokkrar persónur sem teknar hafa verið í dýrlingatölu, t.d. heilög Birgitta, sjást stundum á myndum með mismunandi tákn, þar á meðal hjarta. Það er erfítt að sjá hvort nokkur munur er á merkingu þess þegar hjartað er logandi, rekið í gegn eða með krossi. Það er eiginlega ekki fyrr en með barokkinu að hægt er að sjá samband á milli merkingar táknsins og viðbragða og sýnilegs hugarfars persónanna. Hér er eitt dæmi um þetta: Á minnisvarða um Mazarin kardinála á leiði hans í París er stytta sem barokkmyndhöggvarinn Coysevox gerði. Styttan er af ungri konu sem er tákn fyrir náungakærleikann sem á upptök sín í kær- leikanum til Guðs, „Caritas" (sjá mynd). Þetta sýnir hún greinilega með því að halda utan um lítið bam með vinstri hendi og sýna því logandi hjarta sem hún heldur í hægri hendi. TÍMABILIÐ EFTIR1700 HERZ-JESU-DÝRKUNIN Við lok 17. aldarinnar kom upp trúar- hreyfing sem kölluð hefur verið Herz-Jesu- dýrkunin (hjarta Jesú), sem fyrir utan mynd- listina felur í sér bænir og íhugun í sam- bandi við hjarta Jesú, bæði í líkamlegu formi Sigurðarristan á Ramsundsberget. Auðveldara er að túlka tvær graflkmynd- ir eftir norska expressjónistann Edvard Munch sem hann gerði 1896 og 1899, þar sem ástin er mótívið, Myndimar heita báðar „Stúlkan og hjartað." (Piken og hjertet.) Sú fyrri sýnir unga stúlku, skærgræna með svart hár sem heldur á skarlatsrauðu hjarta sem er litur heitrar löngunar. Hjá Munch táknar græni liturinn afbrýðisemi, samanber mynd sem hann málaði af sjálfum sér græn- um í framan og heitir „Sjalusi" (Afbrýði- semi). Hin myndin sýnir unga nakta stúlku sem situr og heldur á hjarta með báðum höndum og lætur blóð úr því dijúpa á fætur sér. (Sjá mynd). Munch gerði sér ekki háar hugmyndir um ást og tryggð kvenna. „Hún var fögur og tælandi en frjálslynd í meira lagi...“ sagði hann um eina þeirra. Svipaðan boðskap gæti mynd sem hér fyigir með, „Eitt hjárta i brand“ (Logandi hjarta) eftir N. von Dardel, frá 1931, haft en hún sýnir fólk vera að slökkva eld í log- andi hjarta. Aðalviðfangsefni málarans J. Dine er hjartað. í hans augum er hjartað voldugt tákn: Ávöl formin vekja ekki eingöngu hug- renningar um rómantíska ást heldur einnig um kynfæri. Þannig er það sambland heil- agrar og veraldlegrar ástar og „slær“ segir hann „á frumstæðan streng." Um verk sitt „Nancy and I at Ithaca" (Stráhjarta) Með hjartað í hendinni. Minnisvarði e/lir Coysevox. Konan með hjartað í mynd Giottos. og sem tákn um kærleika hans. Einnig fylgdu hreyfíngunni sérstakir helgisiðir, ljóð og sálmar. Upphaf hreyfingarinnar var á miðöldum en við lok 17. aldarinnar breidd- ist hún óðfluga út sérstaklega fyrir tilverkn- að nunnunnar Marguerite Marie Alacoque, eftir að hún hafði fengið nokkrar undarleg- ar vitranir. Jesúítamir voru fljótir að átta sig á þýðingu dýrkunar á hjarta Jesú og þeim áhrifum sem þetta tákn gæti haft á fjöldann. Þeir lögðu líka mikla atorku í að breiða út þessa dýrkun. Hún náði hámarki á 19. öld og í byijun 20. aldarinnar en hef- ur síðan minnkað töluvert mikið. Fræg kirkja, Sacré-Coeur í París, dregur nafn sitt af þessari dýrkun. Enn þann dag í dag hafa menn í Suður- Tyról þann sið að kveikja elda á fjallatopp- um eitt sunnudagskvöld. Eldamir era stund- um látnir mynda hjarta en í hjartanu era bókstafimir HJS — Herz-Jesu-Sonntag. Jesú-hjarta í þessari tegund mjmdlistar er jafnan sýnt á bijósti Jesú, en ekki í hend- inni. Tengslin við Kristmyndina era óijúfan- leg. Hjartað er sýnt með krossi, kransi, elds- logum eða sári eftir sverð hermannsins. Önnur málverk innan trúarlegrar listar, t.d. af persónu með hjarta í hendinni, era ekki táknræn fyrir þessa dýrkun. HJARTAÐ í nútíma Veraldlegri List Ameríski listfræðingurinn og prófessor- inn Didier hefur sagt: „Það sem listamaður- inn telur að sé list er list.“ Vandi áhorfand- ans er því oft að finna út hvað listamaður- inn er að meina með verkinu sem oft er einskonar myndgáta. Ef listaverkið er ekki mynd af einhveiju ákveðnu getur oft verið erfítt að túlka boðskapinn sem er árangur mannlegrar viðleitni en ekki tilviljun.. Þetta á við um nútímalistaverk, en stundum er áhorfandanum líka fíjálst að túlka listaverk- ið eftir sínu höfði. Gott dæmi um það er mynd af pappahjörtum eftir franska lista- manninn Marcel Ducamp, „Coeurs volants" (Hjörtu að slá), frá árinu 1936. Myndin er af tveim ekki alveg sammiðja pappírshjört- um í sterkum bláum og rauðum lit sem virð- ast titra. Hvað ætli Duchamp sé að meina með þessu verki? Það væri hægt að túlka myndina á tvo vegu, sem hjarta að slá út- frá stærðinni og iitnum, rautt og blátt að myndin sýni hjarta í samdrætti og útvíkk- un. Eins væri hægt að túlka myndina á rómantískari hátt, að stóra, bláa hjartað sem umlykur það rauða sem er minna, en saman mynda þau eitt hjarta, tákni ást karls og konu. Bandaríkjamaðurinn Jim Dine hefur gert hjartað að einskonar vörumerki sínu og kemur það fyrir í ótal myndum eftir hann. Hér er það í nýlegri mynd hans, Restaurant Black Ceiling. Mynd frá eldri steinöld af mammút með hjarta, i El Pindal helli & Spáni. 1966—1969, segir hann: „... sambland af hjarta og stráum kallar fram hugrenningar um ærslafulla ást í heyhlöðu." Eftir miðja 20. öldina hefur hjartað smám saman glatað hinni fyrri táknrænu og trúar- legu merkingu og list og vísindi nálgast hvort annað í túlkun á hjartaforminu. I al- þjóðlegri samkeppni þekktra listamanna sem Bayer lyfjafyrirtækið hélt árið 1974 bárust 200 verk um viðfangsefnið sem var hjartað. í keppninni komu fyrir allar nútím- astíltegundir, en engin myndanna sýndi hjartað í táknrænni merkingu, að minnsta kosti ekki trúarlegri. HEIMILDIR: Edvard Munch Werk in Schweizer Sammlungen Kunstmuseum Basel. Hall: Dictionary of Subjects and Symbols in art. Hássleinformation. Hássle Lákemedel AB 431 83 Mölndal Sverige. J.E. Cirlot: Dictionary of Symbols. Jime Dine: Five Themes by Graham W.J. Beal. Marcel Duchamp, Edited by Anne D’Ham- oncourt and Kynaston Mcshine. MEDICINE, An Illustrated History, By Al- bert S. Lyonhs, M.D. and R. Joseph Petrac- elli, 11, M.D. The Art of the Renaissance, Peter and Linda Murray. The Story of Art, E.H. Gombrich. Nils Dardel 1888—1943, Modema Museet Stockholm. Sven B.F. Jansson: Runinskrifter i Sverige.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.