Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 6
A T T U M Helmingur bíla á íslandi 1 ára eða yngri Sala Saab bílanna sænsku hefur á þessum áratug gengið mjög vel. Hefur árleg aukning numið kringum 10% nema árin 1986 og 1987 og eru forr- áðamenn verksmiðjanna nú bjartsýnir á betri tíma á hinu nýbyijaða ári. Ný verksmiðja í Mál- mey verður tekin í notkun á næsta ári og sérstakt söluátak verður gert í Ameríku á þessu ári. Ásíðasta áratug ákváðu stjómendur Saab verksmiðjanna að leggja áherslu á stóra og vandaða bfla. Var það gert af þeim sökum að til að ná hagnaði af framleiðslu smábfla þyrfti að selja milli 300 og 500 þúsund bfla, meira en forráðamenn Saab treystu sér til að fara út í. Fyrsta skrefið í þessa átt var Saab 900 árið 1978 og síðar kom 9000 bfllinn sem menn þekkja. Árið 1980 framleiddu verksmiðjumar 65.800 bfla og árið 1987 var talan komin upp í um 130 þúsund bfla. Bflamir höfðu mnnið út. Árið 1986 var því ákveðið að auka framleiðslugetuna og ný verksmiðja á að komast í gagnið næsta haust og leysa af Arlöv verksmiðjuna. Hin nýja verksmiðja verður á svæði Kockums í Málmey. Eftir verkföll, erfíðleika við markaðssetningu og fleira á síðasta ári halda framleiðendur Saab bfla nú ótrauðir inn í nýtt ár og ætla sér að ná áfram 10% söluaukningu. Þar horfa menn meðal annars til hins stóra markaðar í Ameríku. Árlega seljast þar kringum 10 milljónir nýrra bfla. Telja þeir ekki síst möguleika þar fyrir vandaða bfla af stærri gerðinni og því reynandi að koma enn betur til móts við óskir og þarfir bandarískra kaupenda. Benz Til Afríku Lögreglubflar frá Þýskalandi af gerðinni Mercedes Benz hafa verið sendir til Rwanda Mercedes Benz í Afríku. Vaadaðir bílar af stærri gerðiani sitja í fyrirrúmi hj& Saab á þessu nýbyijaða ári. í Afríku. Lögreglumenn í Rínarhéruðunum komu því í kring að 44 bflar sem þýska lögreglan var að selja yrðu sendir til Rwanda. Þótt þama væri um að ræða not- aða bfla var þó mikið eftir af þeim og tókst lögreglumönnunum að fá skrifræðið með sér í þetta óvenjulega hjálparstarf. Daimler- Benz verksmiðjumar bættu síðan um betur og sendu ýmis önnur hjálpargögn og vara- hluti með vögnunum. Lækkandi Meðalaldur Bflar á íslandi virðast þessi árin yngjast nokkuð enda ekki óeðlilegt þegar svo mikið er flutt inn af nýjum bflum. Á síðasta ári var fjöldi fólksbfla í Iandinu vel yfír 120 þúsund. Um það bil helmingur þeirra var frá árinu 1978 eða yngri. Um tvö þúsund bflar voru á skrá af árgerðunum 1971,1972 og 1973, um 4 þúsund af árgerðini 1974 en aðeins örfá hundruð af árgerðunum 1965 til 1968. Afskráningar gamalla bfla eiga líka sinn þátt í því að lækka meðalaldur þeirra Mælaborðið er einfalt. Á þetta að vera Mercedes Benz? Bíllinn er rétt rúmur metri á hæð, dökkblár og rennilegur þar sem hann þeysir eftir Numberg- hringnum. Er þetta virkilega Mercedes Benz? Víst er hann það en gæti vissulega heitið hvað sem er. Kappakstursbílar virðast hvort sem er allir eins og ekki er að sjá í bflnum hin venjulegu þægindi og þann glæsileika sem við sjáum venjulega þegar Benz er annars vegar. Þetta er hins vegar kraftmesti bfll sem farið hefur frá verksmiðjunum í Unt- erturkheim. Þegar setið er við stýrið blasir þó við eitt einkenni: snúningshraðamælirinn. Bfllinn er greinilega ættaður frá Mercedes Benz. Rétt nafn bflsins er Sauber-Mercedes. Peter Sauber er 44 ára rafeinda-vélfræðing- ur og hafði í byijun árs 1988 níu manns í vinnu í Sviss. Fyrirtæki hans, sem hefur annast smíði kappakstursbfla og Daimler- Benz verksmiðjumar með 340 þúsund manna starfslið lögðu saman krafta slna og þróuðu ’þennan bfl. Tilgangur hann er aðeins einn, að sigra í kappakstri. þegar samstarfið við Daimler-Benz fór af stað fyrir alvöru voru starfsmenn orðnir alls um 30. Einn hinna nýju manna hans er Jochen Neerpasch en hann var áður kapp- akstursstjóri hjá BMW og Ford og sér nú um þá hlið mála hjá Sauber. Fyrirtæki Sau- bers hannaði undirvagninn í hinum nýja HESTAFLÁKÍLÓ Starfsmönnum Peter Saubers hefur reyndar fjölgað nokkuð því á síðasta ári

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.