Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 13
Skjaldbakan var engin smásmíði að fá í tjaldheimsókn! Framandi, fjarlægar slóðir: Safariferð í Kenýa Kikuju-menn skreyta sig jafiivel með plastpokum! i r .■iHf ■ £ wi □21 1 Lv 'i l m Rætt við Bergþóru Eiríksdóttur FÁIR fá tækifæri til að sjá ljón, tígrisdýr, antilópur, fila og flóðhesta í sínu upprunalega umhverfi, flestir virða dýrin fyrir sér í dýragörðum stórborganna. En Bergþóra Eiríksdóttir lét sér það ekki nægja, heldur fór hún ásamt skólasystur sinni, Lindu, í safariferð til Kenýa síðastliðinn september. Ferðablaðið tók Bergþóru tali og bað hana að segja frá þessari ævin- týralegu ferð. Af hveiju Kenýa? „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á dýrum, hef heimsótt alla dýragarða, sem ég hef getað, en mig hefur alltaf langað til að sjá dýrin í sínu upprunalega um- hverfi. Og eftir menntaskóla lét ég það eftir mér að heimsækja draumalandið, Kenýa í Afríku, þar sem ég sá blettatígra og hræ- gamma rífa í sig bráðina; sá ljón- ynjur með unga, svo vinalegar, að mig dauðlangaði að klappa þeim; barðist við freka, jafnvel áleitna apa, sem vildu steia öllu steini léttara — í einu orði sagt „ævintýraleg og ógleymanleg ferð“. V egabréfsáritun og seinagangur Við fengum ekki vegabréfs- áritun hér heima, en í London var okkur tjáð, að áritun fengist á flugvellinum í Nairobi. Flugið frá London til Nairobi tekur níu og íslenskar stelpur i þjóðgarði i Kenýa. Bergþóra er til vinstri. hálfa klukkustund. Kenýabúar eru þekktir fyrir seina þjónustu og við bjuggum okkur undir næt- urlanga bið á flugvelli, en áritun- in tók aðeins stutta stund. Aftur á móti þurftum við að bíða lengi til að skipta peningum, eftir far- angri og gistirými, en allt var yfirbókað. Þegar loks fundust laus hótelherbergi, um miðja nótt, þurftum við að bíða meðan verið var að þrífa þau! Safariferðin hófst um hádegi, en auglýst var að ferðin hæfist kl. 9.30! Ferða- maður í Kenýa verður að vera þolinmóður, en á móti kemur að Kenýabúar eru mjög vingjamleg- ir. Ferðafélagar og ferðatilhögun Sex manns tóku þátt í safari- leiðangrinum, með okkur Lindu. v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.