Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 14
Tveir bræður með móður sinni í níu mánaða heimsreisu, tvær hjúkrunarkonur (starfsþekking, sem kom sér afar vel) og ævin- týrakona, ein á flakki í Afríku. Farartækið var gamall Bedford hertrukkur, með engum gluggum frábært útsýni og loftræsting! Gist var í tjöldum og eldað við hlóðir, þannig að alltaf varð að tína eldivið, sem allir hjálpuðust að við. Oft varð að hafa hröð handtök við að reisa tjöldin, því að myrkrið kemur svo skyndilega á þessum slóðum. Ævintýralegt var að sitja við varðeldinn og horfa á stjömumar, sem margar em ekki sýnilegar á Islandi. Ef farið var út úr tjaldi að næturlagi var vissara að lýsa í kringum sig með vasaljósi til að rekast ekki á ffla, apa eða flóðhesta! Fflamir vom einu sinni búnir að gera mik- inn usla, traðka allt niður og meðal annars breyta katli í steik- arapönnu! Það var eins gott hafa ekkert matarkyns í tjöldunum, til að fá ekki slíka næturgesti inn á sig! Vegleysur - fæði - fararstjórn Bflstjórinn okkar, Abdul, reyndi að sneiða hjá holum og stórgrýti á veginum með misjöfnum ár- angri, en aksturhæfni hans var ótrúleg á vegslóðum, þar sem hægri og vinstri réttur er lítt þekktur! Á leiðinni sáum við oft afvelta bfla. Mér stóð ekki á sama þegar við fómm fram úr olíubfl hægra megin á sama tíma og annar bíll fór fram úr okkur vinsta megin! Kokkurinn, Johanna, sá um að við grenntumst ekki. Súpumar kallaði hann ýmist fíla-, gíraffa-, eða flóðhestasúpur og aðalréttur- inn var jafn ævintýralegur! Við steinhættum að spuija, hvað við væmm að borða, en allt smakkað- ist vel. „Borðbjalla" Johanna vom háværar barsmíðar, ásamt köllum um jamm, jamm time“ — berg- málandi hávaði í kvöldkyrrðinni, sem enginn komst hjá að heyra! — Fararstjórinn, Jack, leiddi okk- ur í allan sannleika um íbúa, land og dýr, með vel „krydduðum" sögum við varðeldinn, þar sem ótrúleg kvöldkyrrð, stjömudýrð og einstök dýrahljóð utan úr myr- krinu, fengu sögumar til að hríslast um líkamann! Ekið um þjóðgarða í Kenýa lifa villt dýr á friðuðum svæðum eða þjóðgörðum, sem við ókum um. Við vomm svo heppin að vera á árstíma, sem Kenýabúar kalla „ þjóðflutningana miklu", en þá flykkjast stórir dýrahópar í leit að beitarlöndum yfir landa- mæri Tansaníu til Kenýa eða öfugt. Aðallega em þetta sebra- hestar, antílópur og buffalar, en einnig ljón, allt að 60 saman í hóp. Það var stórkostlegt að fylgj- ast með hópunum. Ljónynjur með unga virtust svo vinalegar, þar sem þær lágu í hópum við tjamir og sleiktu sólskinið, að mig lang- aði að fara til að gæla við þær, en ég átti þá á hættu að verða kvöldmatur 20 ljóna! Hálfgerð hrollvekja var að horfa á bletta- tígra og hrægamma rífa í sig skrokk af sebrahesti, sem var fljótur að breytast í beinahrúgu! En á móti var hrífandi að horfa á bleikar slæður flammingófugl- anna við Nakum-vatn. Aðgangsharðir og firekir bavíanar! Við lentum í návígi við apa, sem réðust í hópum að tjöldunum — vom furðufljótir að skynja, þegar veikara kynið var eitt til vamar! Við grýttum öllu lauslegu í þá, til að halda þeim frá matnum. Stór karl-bavíni var svo ástleitinn, að hann réðst inn í bílinn til mín — mjög aðgangsharður! Á kvöldin halda bavíanar sig í hæstu tijám af ótta við hlébarða. En ljónin em helstu óvinir apanna og fullorðnir apar henda ungum sínum mis- kunnarlaust fyrir ljónsmunna, ef þeir em í hættu staddir! Lífsbar- áttan er hörð í villta dýraríkinu! Þessi kona var svo hrifin af klútnum mínum að hún bauð bamið sitt í skiptum fyrir hann. Stungin af sporðdreka! Risastórar skjaldbökur reyndu að troða sér inn í tjöldin til okkar og aðrir óboðnir gestir flæktust líka til okkar í myrkrinu. Eitt kvöldið varð ég vör við að eitt- hvað skreið upp eftir fætinum. Þegar ég strauk niður buxna- skálmina fann ég til logandi sárs- auka í fingrinum. Sporðdreka- stunga getur verið hættuleg og sársaukafull, en ég var heppin að stungan kom í fingur, sem auð- velt var að binda um, til að hindra útrás eitursins. Einu sinni tjölduð- um við hjá vatni, þar sem var næturvörður, til að gæta að flóð- hestar réðust ekki á tjöldin! „Runnafólk“ og lífíð í þorpinu í Kenýa em margir þjóðflokkar og sumir svo villtir, að þeir kæra sig ekki um mannleg samskipti. Kenýabúar kalla þá „mnnafólk", sem búa í moldarkofum, földum á milli mnnanna. Okkur var ráð- lagt að taka ekki myndir af þeim, við gætum átt á hættu að vera gegnumstungin með spjótum! En „mnnafólkið" felur sig eins og mörg villt dýr og við sáum engan. Við heimsóttum eitt þorpið, feng- um jafnvel að fara inn í einn moldarkofann. Ég settist á rúm, úr strekktri skinnhúð, sem var ótrúlega þægilegt. Þorpsbúar hópuðust að okkur — vildu selja og skipta á ótrúlegustu hlutum. Þeir skreyttu sig með filmuhulstr- um, eldspýtum og plastpokum! Klútur, sem ég hafði lagt yfir sólbmnnar axlir, vakti mikla að- dáun — mér var jafnvel boðið bam í skiptum fyrir klútinn! Margir bám blöndu af mold og rauðu litarefni í hár sitt — upp- runaleg vörn gegn hita var nú einnig tískufyrirbrigði! Þeir vildu alltaf vera að snerta hár okkar og nokkrir strákar umkringdu Carolyn og fléttuðu hár hennar. í hellirigningu í leit að gistingu Allt fer á flot þegar rignir, en það er fljótt að þoma aftur. Eitt Þorpsbúar voru hinir skrautlegustu og vel má sjá rauða háralitinn. Ljónynjurnar með ungana voru bæði sakleysislegar og vinalegar. Antilópumar em gæddar miklum yndisþokka. Þaraa sást svo ekki verður um villst af hveiju giraffar era með sinn langa háls! kvöldið lentum við í hellidembu og okkur leist ekkert á tjaldsvæð- ið. í þjóðgörðunum er hægt að taka á leigu lítil hús, en þau vom bæði dýr og mikið bókuð. Við lit- um á hótelherbergi, en ákváðum að af tvennu illu væri betra að tjalda. Hótelið, sem við skoðuðum, hafði áður verið hesthús og her- bergin vom fyrrverandi hesta- stallar! í þjóðgörðum Kenýa er bannað að'vera á ferli eftir að skyggja tekur, en þá geta veiði- þjófar verið á ferð, sem ræna og jafnvel drepa ferðamenn. Við þurftum að fá vopnaða fylgd, ef við gátum ekki tjaldað og kveikt varðeld fyrir myrkur. Margt fór öðmvísi en við ætl- uðum, til dæmis bilaði bíllinn í ferðalok og tafði förina, svo að ekkert varð úr verslanaleiðangri í Nairobi. í landi eins og Kenýa verður maður alltaf að vera við- búinn hinu óvænta. En dvölin á meðal villtu dýranna í Kenýa er og verður ógleymanleg." O.SV.B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.