Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 5
Skuggah verfið einkenndist á síðustu öld og frani & þessa aí litlum bæjum, sem stóðu & stangli hér og hvar. Einn af þeim var Höltersbær á Hverfisgötu 41 sem stóð til um 1915. Þar bjó Vilhelm Hölter sem þóttist vera stórskáld og gekk um bæinn á svörtum diplómatfrakka. Traðarkot var á horni HverSsgötu og Traðarkotssunds og var næstelzta kotið í SkuggahverB. Þennan steinbæ reisti Marteinn Finnbogason 1895 og stóð hann framundir 1960. Myndin er tekin skömmu áður en hann var riSnn. Marteinn var sonur hins fræga brennivínsberserks, Hróbjarts, sem bjó í torfbænum í Traðar- koti sem áður var á þessum stað. Vilhelm Hölter. var hagmæltur nokkuð en þóttist sjálfur vera stórskáld og vildi láta fara með sig eftir því. En þó að kvæði hans væru í sjálfu sér argasti leir, gat hann samt stundum verið allfyndinn og meinlegur. Um þetta leyti var stéttarmunur mjög glöggur hér í Reykjavík og héldu hinir svonefndu heldri menn sig vendilega út af fyrir sig, bæði almennt og í skemmtanalífi bæjarins, og voru þjónustustúlkumar auðvitað ekki taldar með heldra fólki; þær og þeirra líkar urðu því að hafa dansleiki og aðrar skemmt- anir fyrir sig. Voru dansleikir þeirra kallað- ir píuböll og þóttu fullt eins skemmtilegir og dansleikir oddborgaranna. Var oft kveð- ið um þessi píuböll og sumt ekki sem feg- urst. Varð Vilhelm Hölter eitt sinn til þess að kveða einn slíkan brag og þótti hann svo móðgandi fyrir stúlkumar að hann kom sér út úr paradís heldri manna eldhúsanna í Reykjavík. í þessum brag er meðal annars þessi vísa: En mörg er mæðan þunga fyrir Möngu „sunnan á“ hún sat með sorgardrunga sífellt yfír þá. Fauk í flestöll skjólin fyrir menjagná, þá sá hún silkikjólinn Siggu „blönku" á. Faðir Vilhelms, Diðrik skóari, var giftur Elínu Egilsdóttur Sandholt og var Vilhelm ekki meira en svo gefíð um þessa stjúpu sína. Um hana orti hann: Mín er stjúpa músagrá, mjög er illileg að sjá, hún er bráðum fallin frá, fjörgömul með rauðan skjá. Þetta kvað hann einnig um hana: Senn mun stjúpa lífíð láta og leysast heimi frá. Vilhjálmur mun varla gráta, veislu fær hann þá. Höltersbær á Hverfisgötu 41 stóð til um 1915. í honum bjó eftir 1880 Gunnlaugur Guðmundsson, faðir þeirra Gunnlaugs prentara og Sigurðar Ágústs bakarameist- ara en sá síðamefndi reisti brauðgerðarhús á þessum stað og rak það til dauðadags 1926. Skömmu fyrir aldamót bjó einnig sá frægi mormóni Eiríkur frá Brúnum í Hölt- ersbæ. Steinbæirnir eru nú óðum að týna tölu sinni í Reykjavík. Bergsbær á númer 32A er sá síðasti við Hverfísgötu. Hann var reistur árið 1891 af Bergi Magnússyni tómthússmanni og kúrir nú á baklóð, svo fáir taka eftir honiun. Ljósm. Lesbók: Bjarni. Þegar Hróbjartur dó orti Kristján Fjalla- skáld erfíljóð um hann og koma þessi erindi þar fyrir: Hróbjartur, Hróbjartur hniginn er nú brennivíns-maður með brennivíns-trú. Að öllu saman lögðu um ævina ’ hann saup tvö-hundruð-þúsund túskildings-staup. Tvö-hundruð-þúsund! Nei, telja fleiri má og legíónir „snapsa“ leggja ofan á. En alla mæðir elli, og eins um Hróbjart fór; þaðdugðiekki vitund, þó drykkihann bjór. Hraustur eins og hetja á heljar-beð hann kraup ogdauðans beiska bikarsem brennivín saup. Brennivíns-hetjan er hnigin í va1; ámæla má enginn önduðum hal. Á beðinn inn lága, þars bleikur hvílir nár, brennivíns-menn felli brennivíns-tár. Ætt Hróbjarts var lengi í Traðarkoti. Sonur hans var Finnbogi (1838—1893) bóndi þar og sonarsonur Marteinn Á. Finn- bogason (1867—1934) verkamaður í Trað- arkoti. Hreysti fylgdi ættinni og segir Hann- es Kristinsson í endurminningum að enginn hafí verið eins fær í jakahlaupi á fyominni um aldamót og Bogi Marteinsson í Traðar- koti: „Hann var mikil hetja þegar hann stökk jaka af jaka eða sigldi á stórum jaka og stjakaði með stöng sinni. Stundum var jafn- vel hægt að sigla alla leið lækinn á enda og til sjávar á sama jakanum. En það var lfka ekki heiglum hent. Það gat Bogi.“ Gamli torfbærinn í Traðarkoti var rifínn árið 1895 og í stað hans reisti Marteinn Finnbogason lítinn steinbæ og stóð hann þar fram undir 1960. Steinbæimir sem reistir vom víðs vegar um bæinn, einkum á ámnum 1880—1900, em nú óðum að týna tölunni en við Hverfis- götu má enn fínna einn slíkan. Það er Bergs- bær á Hverfísgötu 32A, pínulítið hvítt hús með grænu þaki sem kúrir inn á baklóð. Það er vel þess virði að ganga undirganginn á Hverfisgötu 32 og koma þar í veröld á bak við ys dagsins með njólum, súmm og litlum bæ. Bær þess var byggður árið 1891 af Bergi nokkmm Magnússyni og kenndur við hann. Veislu Fær Hann ÞÁ Innar með Hverfisgötu, sem nú er, vom nokkrir gamlir torfbæir. Á nr. 40 var Regínubær sem taldist til Kasthúsa, bæjar- þyrpingar sem var aðallega á Laugavegi 27 en náði niður á Hverfísgötu. Höltersbær á Hverfísgötu 41 taldist einnig til Kast- húsa. Þar bjó Vilhelm (eða Vilhjálmur) Hölter á síðustu öld. Móðir hans, Margrét Ólafsdóttir, var einstæð og átti þennan bæ. Hún hafði eignast Vilhelm með erlendum skóara, Diðrik Hölter að nafni. Guðbrandur Jónsson skrifaði einu sinni þátt um Vilhelm og segir þar m.a.: „Ekkert er mér kunnugt hvað hann starf- ar en hins vegar mun það ekki hafa verið mjög mikið því að hann var drykkfelldur mjög og iðjufælinn. Engu að síður var hann oflátungur hinn mesti, montinn og spjátr- ungur mikill í klæðaburði og gekk venjulega á svonefndum diplómatfrakka úr svörtu klæði en á vetmm var hann á dökkbláum vetrarfrakka utanyfír. Hann var flakkari og fór víða um land og vildi láta hafa mik- ið við sig. Þegar Hölter var staddur í Reykjavík var hann í sífelldum heimsóknum í eldhúsi heldra fólksins hjá þjónustustúlk- unum og var mikill vinur þeirra enda réttu þær margan góðan sopann og bitann að honum. Annað kot, ekki ósvipað Höltersbæ, var skammt fyrir innan, þar sem nú er Söngskól- inn á Hverfísgötu 45. Það hét Hlíð en var einnig kallað Amljótsbær. Þar bjó á síðustu öld Jón Amljótsson skottulæknir og einnig um tíma sá frægi Þórður malakoff sem kvæðið er um. Olafur G. Einarsson átti heima í þessum bæ sem bam árið 1896. Hann lýsti honum svo og getur lýsing hans verið táknræn fyrir kotin sem vora undan- fari byggðarinnar við Hverfisgötu: „Amljótskot var lágreist eins og öll önnur kot í Reykjavík. Bærinn var aðeins ein bað- stofa, eldhús og búr. Moldargólf var í eld- húsi og búri, en timburgólf 5 baðstofunni. Gluggi var á móti suðri og svolítil glugga- bora mót austri. Göngin vora ekki löng en þau voru dimm .. . í eldhúsinu vora hlóðir og stóð móhlaðinn undir norðurgaflinum. Ofnkríli var í baðstofunni og var aðallega kynt mó, en spýtur tíndum við og fyrir kom það að okkur drengjunum tókst að ná i kolablað þegar verið var að skipa upp kol- um. Brannhola var á auðu svæði milli kots- ins og hússins sem nú er Hverfísgata 49. Þangað sóttum við vatnið á vetuma, en þessa lind þraut alltaf þegar voraði og þá sóttum við vatnið í Móakotslind." (Framhald) Höfundur er sagnfræðingur. PÉTUR EGGERZ PÉTURSSON Vor Það er vor íkassa uppi á lofti, vafið gulnuðum blöðum. Stundum læðistégupp, lyfti einu hominu oggægist áglaða vorvindana. Aðra kassa lætégkyrra ogfíkra mig niður brakandi stigann. Þaðervor uppi á lofti. SVEINBJÖRN BEINTEINSSON Álfakvæði Fer laufí mettur um land stormur, býr grettur í grund ormur, gróður blundar í gráum sverði. Innan stundar enginn á verði. Lífmáttur hvílist á hægum beði, draumur skýlist í skýru geði. Varð vegþrota von mót nóttu, lostin reyrsprota reis um óttu. Var fagurkveðin á fymdarmáli óðprúð gleðin hjá orðabáli. Morgunvakin til meginverka gekk fram nakin hin göfugsterka. Fór Ijóðhrifín lífdags vættur um land svifín við Ijósar hættur, en dags kvæði draumamanni bar ljósflæði að lágum ranni. Var hagsamin háttasmíði og hugtamin hverri prýði. Lék lofstöfum landafagur að goðgjöfum glaður dagur. Strauk andvari orðavöllu með dagfari dirfðarsnjöllu. Var seiðsungið sólarkvæði og magnþrungið margri fræði. Var málgaldur mæltur lengi. SIó orðvaldur óðarstrengi. Fór álfgyðja orði réttu. Laut bragiðja boði settu. Höfundur er bóndi og allsherjargoði á Draghálsi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÚAR 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.