Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 4
Pétursson að raunverulegu skáldi, hvað þá alla hina. Hvað var það þá sem olli gosi í skáld- gáfu Hallgríms? Skýring þess og skilgreining er í senn einföld og flókin; það sem skipti sköpum og breytti hagyrðingi í skáld var laun- helgur samruni trúar og sköpunar: allt rann saman í eina guðdómlega vídd, gegn- flæði milli trúar og ljóðs og ljóðs og trúar svo þau urðu eitt; uppsprettan varð að ósi og ósinn að uppsprettu — gos — og hið fyrirhugaða skáld fæddist. Þannig verða skáld til fyrr eða síðar og fyrr og síðar. Líf þeirra og ljóð verður eitt, óaðskiljanlegt, og sömuleiðis trú og sköp- un. Skáld geta ekki haldið ljóði og lífi án mikillar trúar, en munurinn á þeim flestum og Hallgrími er sá að þau trúa á ljóðið en hann á guð. Þau tilbiðja það sem upp- sprettu eigin tilgangs, samanborið orð skáldsins: Og ég var aðeins til í mínu ljóði. Þegar hæst lætur hefst á þeim tilbeiðsla, lifandi eða dauðum, gegnum fjölmiðla og stefnur bókmennta og stofnanir. Engu að síður flytur trú þeirra stundum fjöll — ljóð- fjöll. Svo mikill er kraftur trúar við upp- sprettu allrar sköpunar; þó oftast sé hún grugguð af sjálfsmynd skáldanna, en ekki hrein og tær af helgun eins og hjá Hallg- rími og birti guðsmynd: Krist á píslargöngu heilagrar einfeldni í hjarta skáldsins, sem fylgir honum eftir með taktslætti blæðandi lífs og ljóðs. Því nær og staðfastar sem þrenning hjartans ást og von og trú stendur heil- agri einfeldni trúarinnar því nákomnari verða ljóð þess lesendum, svo heimkomin að segja má að þeir lifi þau fremur en lesi. Þannig stuðlar þrenning skáldhjartans að lifstrú með ljóðtrú — og þegar best lætur, að guðstrú. Skilyrði þess að ljóðverk hafi svo skap- andi áhrif er að höfundur hafi sjálfur lifað það í vitund og veröld. Skínandi dæmi um það eru Passíusálmarnir, sem eru lifaðir fremur en skrifaðir og þess vegna nær- göngul list í dag sem í gær — og á morgun. Fram til upphafs Passíusálma og upp- sprettu var Hallgrímur að leika sér að orð- um, en á leið til fómandi helgunar í lífí og ljóði, sem minnir á orð Steins Steinars um að menn þurfi að lenda í lífsháska til að verða raunveruleg skáld, þótt vissulega væri sannara að tilgreina sálarháska í þessu sambandi. Leikni Hallgríms var það mikil að hann hefði getað látið sér hana nægja, likt og flestir höfundar enn í dag, til að vera gjald- gengur sem skáld í tíma og tómi, verið gutlari í farvegum uppsprettunnar á leið til glötunar og gleymsku hafsins. En guð hafði ætlað honum annað hlutverk og lífvænna en næsta lárétt líststreymi um flatneskjuna; öðrum samtímaskáldum var látið það eftir. Guð uppsprettunnar kallaði hann úr far- vegum tíma og tísku og hélt honum föngn- um með krafti þess lóðrétta liststreymis, sem fargar manninum en framkallar skáld- ið og minnir um Ieið á þessi orð í sannasta listaverki trúarinnar fyrr og síðar: Því hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því; en hver sem týnir lífi sínu mín vegna, hann mun finna það. I gosi því sem skapar skáld og skírir það til trúar og tjáningar, á lífí, á ljóði, á guði, týnast aukaatriði fyrir aðalatriðum. Verkfæri og viðfangsefni andans víkja fyr- ir sköpuninni, leikni fyrir list, hagyrðingur fyrir skáldi. Því ekkert viðfangsefni, hversu gott og göfugt sem það er, gerir mann að skáldi, og ekkert verkfæri andans, hversu leikið sem það er í hug, skapar list. Slíkt undur megnar aðeins þessi innri skím í miðju gosi guðdómlegrar sköpunar. Þess vegna kastaði Hallgrímur frá sér Samúelssálmum í miðjum klíðum orðleikn- innar. Hann var ekki lengur iðnaðarmaður andans með amboð sín heldur einn af sam- verkendum sköpunarinnar. Undanfari slíkrar vígslu er heimsstyijöld sálarinnar, stöðugt innra og ytra stríð, styijöld sem jafnt er háð í vitund sem í veröld og Ieiðir í fyrstu til útskúfunar en LJÓÐ OG TRÚ Stórskáld velja þyrnibraut til birtingar, veg sjálfsfómar í lífí og list. Því leyndardómur og eðli allrar sköpunar er fórnin, og skáldkross þar ekki undanskilinn. Þau búa tíðum við skilningsleysi, andstreymi og jafnvel útskúfun. En hafi vanhelg þrenning heimsins vitjað þeirra, fé og frægð og frami, hefur skáldkrossinn gjarnan brotnað af burðarleysi. Eftir INGIMAR ERLEND SIGURÐSSON Einhvem tíma á þessu ári hélt ég því fram í sjón- varpsviðtali að yrkingar, ljóðagerð, væru í eðli sínu trúarleg athöfn, jafnvel þó að höfundur og lesendur gerðu sér ekki grein fyrir því — sem og algengt er. Ég gaf í skyn og ef til vill fullyrti að sköpun ljóða væri öðru fremur í sambandi innra og samræmi við sköpunarverkið, sem guð er höfundur að, ljóðin bæmst eins og skeyti eftir duldum boðleiðum til skáldsins — og vil nú bæta við: til biðjandi skálds og bíðandi þeirra. Eins og bænin er samgönguleið guðs og manns er ljóðið samganga lífs og sköp- unar og hlutverk þess að lífga allt sem dafnar ekki og ella deyr í glötunarheimi mannsins: þau verðmæti sem em stundleg án trúar en eilíf með guði, sjálf lífsverð- mætin. Ýmsum kann að finnast djúpt í tékið árinni, einkum þeim sem halda því fram að hlutverk skálda sé að búa til bókmennt- ir, eins og skáld og gagnrýnandi hefur orðað það, í stað þess sem eðlilegra væri að upplýsa: að það sem skáldin yrkja verði ósjálfrátt að bókmenntum, hvað sem stofn- unum þeirra og stefnum líður, meira að segja fyrst og fremst það sem þau yrkja án tilbúnings og fyrirframkröfu. Hallgrímur Pétursson bjó að mestu leyti til bókmenntir þar til hann orti ódauðlega Passíusálma, fram til þess sköpunartíma var hann aðeins skáld sem var hagyrðing- ur — ef svo má að orði komast — líkt og aðrir höfundar vísna og ljóða þess tíma, þó stöku sinnum glitti í ósvikna gáfu. Svo mun einnig á vorum tíma — með sömu viðmiðun en breyttri aðferð, að flest ijóðskáld ástunda tilbúning; og upp hefur hlaðist meiri og óbundnari leirburður í far- vegi ljóðagerðar síðastliðna áratugi en á heilum öldum fyrr, þó að rímur og vísur séu taldar með og nánast þjóðaríþrótt. Það hefur vafist fyrir vitmönnum að skilja hvemig og hvers vegna Hallgrímur varð að stórskáldi, að því er virðist skyndi- lega og í miðju kafi við að hagyrða Samú- elsbók, líkt og hann frelsist i ófullgerðu versi og hefji Passíusálma — upp, upp, mín sál. Ýmsir hallast af harmrænum skilningi að líkþrá, holdsveiki Hallgríms, sem líklegri og jafnvel óhjákvæmilegri skýringu átilurð þess kvæðis, uppljómun þess og kraftbirt- ing eigi fætur að rekja til píslargöngu hans sjálfs í krossspor frelsarans, og séu þannig holdleg sem andleg staðfesting á breytni eftir Kristi. Aðrir leita staðfestingar á tilkomu og trúarlegri og skáldlegri dýpt þess í missi Steinunnar, dóttur sem var augasteinn Hallgríms og skáldborið afkvæmi. Allt er vansannað og óljóst um tíma- bundin tengsl og áhrif þeirra krossþungu atburða á guðdómlegt upphaf Passíusálma og helst má líkja við gos í sálinni. Hvort þessi áföll höfðu í tímalegum skilningi af- gerandi áhrif til sköpunar þessa krafta- verks skiptir þó ekki megin máli. Því eflaust skynjar sálin sorgir á undan stundlegri og staðfestri birtingu þeirra. Eftir sem áður skiptir máli til skilnings, hvers vegna og hvemig verslægur hagyrð- ingur verður að upphöfnu skáldi; líkt og ljós á kerti öðlist kraft og ljóma stjömu, svo stórfelld og björt er byltingin í skáld- sýn þessa harmkvælamanns. Þjáningarauki gerir engar. mann að skáldi, allra síst stórskáldi. og áföll líklegri til að valda langvarandi tjáningarleysi. Ljóðgáfa hlýtur að vera meðfædd líkt og músíkgáfa — t.d. Mozarts — þótt hún sé síðbúnari vegna þess að hún er háð þrosk- un allra skynfæra jafnt. Væri hún ekki meðfædd gæti hver maður orðið skáld, jafnvel stórskáld, með ásetningi og þjálfun orðleikni. En slíkt nægði ekki einu sinni til að gera hinn slynga hagyrðing Hallgrím Mynd: Hnllgrímur Helgason 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.