Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 12
Citroen BX TZS - mjúkur og stöðugur á vegi - Citroen af gerðinni BX hef- ur verið hér á markaði í allmörg ár og átt sína aðdáendur. Hér er um að ræða meðalstóran bíl sem fengist hefur í mörgum gerðum og með mismun- andi vélarstærð og á tals- vert miklu verðbili eða allt eins og hver vill hafa. Fremur litlar breytingar hafa verið á BX síðustu árin Frakkar hafa þó alltaf ver- ið með hugann við það og framkvæmt ýmis konar minni háttar breytingar. Við skoðum í dag Citroen BX TZS eins og hann heitir nú, en ekki TRS eins og var. Globus flytur sem kunnugt er Citroen inn og mátti þola samdrátt eins og önnur bflaumboð hérlend- is. Fluttir voru inn 49 bílar af Citroen gerð á síðasta ári á móti 144 árið 1988 en mark- aðshlutdeild minnkaði þó ekki mikið. STÍLHREINN Citroen BX er stflhreinn og bara fallegur bfll. Hann hefur ennþá sinn svip og sérein- kenni sín, hefur ekki verið Iátinn falla í sama far og of margir bflar að mínu viti með hinum ávölu og mjúku línum. BX er enn nokkuð kantaður, sérstaklega afturend- inn en framendinn er þó þannig að hann virðist kljúfa loftið mjúklega. Hann er slétt- ur og felldur á hliðum og stuðaralínan nær umhverfis bflinn allan og gefur honum skemmtilegan svip. Citroen BX af gerðinni TZS er vel búinn bfll. Vélin er nærri 1600 rúmsentimetrar og gefur 94 hestöfl. Bfllinn er fimm gíra og er búinn hinni mjúku fjöðrun frá Citroen sem gerir aksturinn skemmtilegan. BX er búinn hliðarspeglum beggja megin, hann er fimm dyra, með þurrku og rafmagn í afturrúðu, er búinn Ioftneti og lögnum fyrir útvarp, klukku, lituðu gleri og hann er vökvastýrður. Rúður í framhurðum eru raf- drifnar svo og læsingar og þær eru einnig með fjarstýribúnaði, þ.e. hægt er að opna bílinn áður en komið er að honum sem eru skemmtileg þægindi. Með þessum búnaði kostar bfllinn í dag liðlega 1.200 þúsund krónur. Fyrir utan þennan fasta búnað geta menn síðan bætt talsvert miklu við, svo sem sól- lúgu, álfelgum, sflsalistum og fleiru en þá hefur verðið líka hækkað um meira en 100 þúsund krónur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Citroen BX TZS er stílhreinn og fallegur bíll. Innfelda myndin sýnir mælaborð, sem er vel úr garði gert og mörg þægileg og lítil hólf er að finna í bílnum. Skottið opnast vel. Stuðaralínan umhverfís bílinn gefur honum skemmtilegan svip. GOTT RYMI - GOTT UTSYNI Þegar sest er upp í ókunnugan bíl ef svo má að orði komast er höfuðatriði að bflstjóri komi sér þannig fyrir að honum líði sem best við aksturinn. Þetta tekur dálítinn tíma í BX en hann er líka verulega þægilegur í akstri þegar bflstjóri hefur fundið sig. Fram- sætin eru góð og þau eru auðveldlega stillan- leg eins og hverjum ökumanni hæfir. Sama er að segja um stjórntæki í mælaborði, þar er allt við hendina og mælar auðveldir af- lestrar. Halli á sjálfu stýrinu er það eina sem setja má út á - stýrið mætti vera bratt- ara eða nær bflstjóra. Rými er gott í BX og gildir það bæði um framsæti og aftursæti. Sérstaklega má hæla bflnum fyrir hve gott útsýni er úr aftur- sætum, jafnvel þótt menn séu ekki háir í loftinu. Skottrými er sæmilegt og mjög gott er að athafna sig með vaming og tösk- ur - það opnast mjög vel. Sem fyrr segir er fjöðrun í Citroen BX FLUTNINGAR OG MENGUN Umhverfismál og meng- un eru að verða sífellt áhyggjuefni þegar bílar eru annars vegar. í mörgum löndum eru hafnar hvers konar að- gerðir til að draga úr mengun af bílaumferð. Reynt er að takmarka umferð, gera bílana þannig úr garði að útblástur þeirra sé ekki skaðlegur og ef la almenningssamgöngur til að draga úr umferð einkabfla. Allt þetta hlýtur einnig að ná hingað til lands fyrr eða síðar og hafa menn reyndar þegar leitt hugann að því. Með tölvutækni má sjá fyrir sér ýmsa möguleika sem gætu hjálpað til við að draga úr mengun. Þannig hafa flutningasérfræð- ingar haldið fram að um næstu aldamót muni mengun t.d. frá vöruflutningabílum vera mun minni en í dag. Þeir muni verða nýttir mun betur og enginn slíkur bíll verði á ferðinni nema fullhlaðinn og þar verði tölvur og gervitungl notuð til að stjóma málum. Hvort sem það verður ofan á eða ekki er ljóst að menn hugsa sífellt meira um þessi mál. Talið er að flutningar með vöru- bílum séu hagkvæmir innan ákveðinna marka, þ.e. innan 400 km en séu leiðimar lengri taki lestin við. Þessi viðmiðun er þó ekki óræk því lestarkerfi sumra landa myndi ekki geta annað flutningum að óbreyttu væri þessi regla tekin upp. I Sviss hafa menn haft' vaxandi áhyggjur af mengun af völdum bflaumferðar og sjá sumir eftir því nú að göng um Alpana skyldu ekki aðeins hafa verið hönnuð fyrir jámbrautarumferð. Ein aðferð þeirra til að draga úr akstri vöru- flutningabíla er að skella þeim á járnbraut- arvagna sé öxulþungi þeirra yfir 28 tonn. jt í Sviss eru ýmsar aðgerðir uppi til að draga úr mengun enda gífúrleg umferð um landið. Séu vöruflutningabílar yfír 28 tonna öxulþyngd verða þeir að nota lestina til að fara þar um á leið sinni til landa í Norður- eða Suður-Evrópu. mjúk og þá má ekki síður hæla bílnum fyr- ir hve skemmtilegur hann er í stýri. Það er mjög nákvæmt og á það sinn stóra þátt í góðum aksturseiginleikum bílsins. Hann er einkar stöðugur á vegi. Snjór og hálka var hér á suðvesturhorninu þegar bíllinn var prófaður og stóð hann sig þar mjög vel. Fjöðrun í BX er með þremur hæðarstilling- um. Mest er miðjustillingin notuð en sú hæsta, þegar bíllinn nær um 25 cm hæð undir lægsta punkt er til dæmis notuð í snjó þegar menn em að bjarga sér út úr vandræðum. Fjöðmn er þá hins vegar engin orðin. FULLGILDUR KEPPINAUTUR Enginn vafi er á því að BX á enn að geta haslað sér völl meðal Citroen aðdáenda og hann á líka að geta höfðað til þeirra sem ekki hafa hugsað um Citroen þegar bíla- kaup em annars vegar. Gömul saga um ryð, slæma endingu eða lélega þjónustu er liðin tíð og óhætt er að Iíta á Citroen sem fullgildan keppinaut við sambærilega bíla hvort heldur er evrópska eða japanska. Þetta á ekki síst við um fjölbreýtnina. Citroen BX hefur verið fáanlegur í all- mörgum gerðum, 14, 16 og 19 sem vísa til vélarstærðanna 1400, 1600 eða 1900 rúms- entimetra og hestöflin em frá rúmum 70 í 160 þar sem um er að ræða GTi 16 ventla. Er verðið þá farið að nálgast tvær milljónir enda má telja það bíl í flokki lúxusbíla. Jafnframt má minna á BX bílinn með al- drifi sem kynntur hefur verið hér í bíla- þætti. Hann er góður kostur fyrir um 1.500 til 1.600 þúsund krónur. jt 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.